Tæpu tonni af bjór stolið úr húsnæði stofnunar fyrir ungmenni á Akureyri Sveinn Arnarsson skrifar 13. ágúst 2019 06:00 Frá Akureyri. Vísir/Vilhelm Í byrjun júlí var rétt tæpu tonni af bjór stolið úr húsnæði Fjölsmiðjunnar á Akureyri. Ekkert eftirlitskerfi var í húsinu sem hýsir félagslegt úrræði fyrir börn og ungt fólk. Forstöðumaður Fjölsmiðjunnar segir stofnunina hafa unnið að pökkun fyrir Coca Cola European Partners síðan síðasta vetur. Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum sextán til 24 ára sem, samkvæmt stofnuninni, stendur á krossgötum í lífinu. Hjá Fjölsmiðjunni gefst fólki tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða nám. Þar er vinnutími til þrjú á daginn og greiddur það sem kallað er verkþjálfunar- og námsstyrkur. Að sögn rannsóknarlögreglunnar á Akureyri var rúmlega 1.900 hálfs lítra bjórdósum stolið úr húsnæðinu. Var um að ræða fimm bjórtegundir frá Víking brugghúsi. Var því heildarmagnið rétt tæpt tonn af bjór. Þjófnaðurinn átti sér stað aðfaranótt 2. júlí. Erlingur Kristjánsson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar, segir stofnunina hafa unnið að pökkun á svokölluðum gjafaöskjum fyrir bjórframleiðandann. Þar greiðir framleiðandinn, sem er til húsa hinum megin götunnar, fyrir hvert bretti sem klárað er. Þrátt fyrir þjófnaðinn hefur samstarfinu verið haldið áfram. „Við höfum verið að sinna þessu síðan síðasta vetur og gengið með ágætum. Hins vegar höfum við ákveðið að setja upp eftirlitsmyndavélar hjá okkur,“ segir Erlingur. „Ljóst er að þeir sem stálu þessu vissu vel af þessum bjór.“ Fjölsmiðjan hefur það að markmiði að bjóða skjólstæðingum sínum starfsþjálfun svo þau geti tekið ákvörðun um framtíð sína. Þessi ungmenni séu á krossgötum í lífi sínu og finni sig ekki. Stofnunin er í tengslum við vinnumarkað og atvinnulíf sem og félagsleg úrræði á Akureyri og sýnilegur valkostur þegar velja þarf leiðir í lífinu fyrir ungt fólk á Akureyri og í nágrenni. Megnið af þýfinu fannst um kvöldið og var einn yfirheyrður vegna málsins þá. Enn er unnið að rannsókn málsins hjá lögreglunni á Akureyri. Akureyri Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Í byrjun júlí var rétt tæpu tonni af bjór stolið úr húsnæði Fjölsmiðjunnar á Akureyri. Ekkert eftirlitskerfi var í húsinu sem hýsir félagslegt úrræði fyrir börn og ungt fólk. Forstöðumaður Fjölsmiðjunnar segir stofnunina hafa unnið að pökkun fyrir Coca Cola European Partners síðan síðasta vetur. Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum sextán til 24 ára sem, samkvæmt stofnuninni, stendur á krossgötum í lífinu. Hjá Fjölsmiðjunni gefst fólki tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða nám. Þar er vinnutími til þrjú á daginn og greiddur það sem kallað er verkþjálfunar- og námsstyrkur. Að sögn rannsóknarlögreglunnar á Akureyri var rúmlega 1.900 hálfs lítra bjórdósum stolið úr húsnæðinu. Var um að ræða fimm bjórtegundir frá Víking brugghúsi. Var því heildarmagnið rétt tæpt tonn af bjór. Þjófnaðurinn átti sér stað aðfaranótt 2. júlí. Erlingur Kristjánsson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar, segir stofnunina hafa unnið að pökkun á svokölluðum gjafaöskjum fyrir bjórframleiðandann. Þar greiðir framleiðandinn, sem er til húsa hinum megin götunnar, fyrir hvert bretti sem klárað er. Þrátt fyrir þjófnaðinn hefur samstarfinu verið haldið áfram. „Við höfum verið að sinna þessu síðan síðasta vetur og gengið með ágætum. Hins vegar höfum við ákveðið að setja upp eftirlitsmyndavélar hjá okkur,“ segir Erlingur. „Ljóst er að þeir sem stálu þessu vissu vel af þessum bjór.“ Fjölsmiðjan hefur það að markmiði að bjóða skjólstæðingum sínum starfsþjálfun svo þau geti tekið ákvörðun um framtíð sína. Þessi ungmenni séu á krossgötum í lífi sínu og finni sig ekki. Stofnunin er í tengslum við vinnumarkað og atvinnulíf sem og félagsleg úrræði á Akureyri og sýnilegur valkostur þegar velja þarf leiðir í lífinu fyrir ungt fólk á Akureyri og í nágrenni. Megnið af þýfinu fannst um kvöldið og var einn yfirheyrður vegna málsins þá. Enn er unnið að rannsókn málsins hjá lögreglunni á Akureyri.
Akureyri Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira