Pavel: Var orðinn of rólegur og sáttur í KR Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 14:15 Pavel Ermolinskij mun klæðast rauðu næsta vetur vísir Pavel Ermolinskij gekk í dag til liðs við Val frá Íslandsmeisturum KR. Hann segist hafa verið orðinn of sáttur í KR og vonast til þess að koma með hugarfarsbreytingu inn á Hlíðarenda. Pavel hefur verið lykilmaður hjá KR undanfarin sex ár eftir að hann sneri heim úr atvinnumennsku árið 2013. Frá því hann kom heim hefur Íslandsmeistaratitillinn átt heima í Vesturbænum. Hvað kom til að hann ákvað að færa sig um set? „Það var bara komið að því held ég,“ sagði Pavel á blaðamannafundi Vals í dag. „Ég var orðinn of rólegur og sáttur í KR og það hafði áhrif á hvernig ég nálgaðist körfubolta og sjálfan mig.“ „Þetta var held ég rétti tímapunkturinn fyrir mig til þess að setja aukna pressu á mig og gera meiri kröfur til sjálfs míns.“Pavel er fæddur árið 1987. Hann er uppalinn hjá Skallagrími en er landsmönnum þekktastur sem leikmaður KRvísir/báraPavel sagði ákvörðunina að yfirgefa KR hafa verið erfiða. „Þetta eru búnir að vera skrýtnir dagar, spenntur og mjög stemmdur fyrir þessu en að sama skapi mjög leiður og dapur yfir ákveðnum sambandsslitum við fólkið í KR.“ „Það var orðið miklu meira en bara körfuboltasamband og ég hef ekki trú á öðru en að það haldist þrátt fyrir að ég sé að kasta bolta í körfu fyrir eitthvað annað lið.“ Valur kom upp í Domino's deildina vorið 2017, hélt sér uppi á fyrsta tímabilinu og var í baráttu um sæti í úrslitakeppninni síðasta vetur. Afhverju varð Valur fyrir valinu hjá Pavel? „Þegar ég var orðinn nokkuð viss um að ég væri að fara frá KR þá þurfti ég í raun og veru bara að finna farartæki, einhvern bíl sem ég get keyrt þangað sem ég vil að hann komist,“ sagði djúpur Pavel. „Ég átti marga góða fundi með Valsmönnum, þetta er stór klúbbur, þeir geta og vilja útvegað þennan bíl. Þeir geta verið með mér og vita að ég er ekki kominn hingað til þess að taka eitt lítið skref áfram.“ „Þeir eru til í að setja kröfur á sjálfa okkur að gera miklu betur.“ Síðasta tímabil einkenndist af meiðslum hjá Pavel en hann hefur verið að koma sér í stand í sumar og átti mjög góðan leik með íslenska landsliðinu á dögunum. Hann segir líkamann vera í góðu standi.„Standið er gott í dag. Sum af þessum meiðslum sem ég lenti í eru út af því að ég hafði það gott í KR, gat tekið því rólega og meiddist í kjölfarið.“ „Það er góð tilfinning núna að vita að það er meiri pressa á mér, ég þarf að standa mig og sinna þessu á ákveðinn hátt. Ég get alltaf meiðst, en ég mun mæta klár, það er alveg klárt.“ Pavel hefur ekki tapað í 20 seríum í úrslitakeppninni á Íslandi í röð og er greinilegt að í hans huga er lítið annað en sigur í boði þegar hann mætir á körfuboltavöllinn. Svarið við spurningunni hvert markmiðið fyrir veturinn væri var einfalt. „Það er að vinna.“ „Ég ætla bara að segja það núna og vona að leikmenn, þjálfarar og stjórn byrji að apa það eftir mér. Þetta er hugarfarsbreytingin sem þarf að eiga sér stað hér.“ „Allt annað verður vonbrigði. Valur er stór klúbbur og að þeir geri kröfu um eitthvað minna ætti ekki að vera í boði. Við komumst ekkert áfram nema þetta verði hugsunin,“ sagði Pavel Ermolinskij. Pavel mætir með sínum nýju félögum til leiks í Domino's deild karla þann 3. október þegar liðið fer í Grafarvoginn og mætir nýliðum Fjölnis. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Pavel Ermolinskij gekk í dag til liðs við Val frá Íslandsmeisturum KR. Hann segist hafa verið orðinn of sáttur í KR og vonast til þess að koma með hugarfarsbreytingu inn á Hlíðarenda. Pavel hefur verið lykilmaður hjá KR undanfarin sex ár eftir að hann sneri heim úr atvinnumennsku árið 2013. Frá því hann kom heim hefur Íslandsmeistaratitillinn átt heima í Vesturbænum. Hvað kom til að hann ákvað að færa sig um set? „Það var bara komið að því held ég,“ sagði Pavel á blaðamannafundi Vals í dag. „Ég var orðinn of rólegur og sáttur í KR og það hafði áhrif á hvernig ég nálgaðist körfubolta og sjálfan mig.“ „Þetta var held ég rétti tímapunkturinn fyrir mig til þess að setja aukna pressu á mig og gera meiri kröfur til sjálfs míns.“Pavel er fæddur árið 1987. Hann er uppalinn hjá Skallagrími en er landsmönnum þekktastur sem leikmaður KRvísir/báraPavel sagði ákvörðunina að yfirgefa KR hafa verið erfiða. „Þetta eru búnir að vera skrýtnir dagar, spenntur og mjög stemmdur fyrir þessu en að sama skapi mjög leiður og dapur yfir ákveðnum sambandsslitum við fólkið í KR.“ „Það var orðið miklu meira en bara körfuboltasamband og ég hef ekki trú á öðru en að það haldist þrátt fyrir að ég sé að kasta bolta í körfu fyrir eitthvað annað lið.“ Valur kom upp í Domino's deildina vorið 2017, hélt sér uppi á fyrsta tímabilinu og var í baráttu um sæti í úrslitakeppninni síðasta vetur. Afhverju varð Valur fyrir valinu hjá Pavel? „Þegar ég var orðinn nokkuð viss um að ég væri að fara frá KR þá þurfti ég í raun og veru bara að finna farartæki, einhvern bíl sem ég get keyrt þangað sem ég vil að hann komist,“ sagði djúpur Pavel. „Ég átti marga góða fundi með Valsmönnum, þetta er stór klúbbur, þeir geta og vilja útvegað þennan bíl. Þeir geta verið með mér og vita að ég er ekki kominn hingað til þess að taka eitt lítið skref áfram.“ „Þeir eru til í að setja kröfur á sjálfa okkur að gera miklu betur.“ Síðasta tímabil einkenndist af meiðslum hjá Pavel en hann hefur verið að koma sér í stand í sumar og átti mjög góðan leik með íslenska landsliðinu á dögunum. Hann segir líkamann vera í góðu standi.„Standið er gott í dag. Sum af þessum meiðslum sem ég lenti í eru út af því að ég hafði það gott í KR, gat tekið því rólega og meiddist í kjölfarið.“ „Það er góð tilfinning núna að vita að það er meiri pressa á mér, ég þarf að standa mig og sinna þessu á ákveðinn hátt. Ég get alltaf meiðst, en ég mun mæta klár, það er alveg klárt.“ Pavel hefur ekki tapað í 20 seríum í úrslitakeppninni á Íslandi í röð og er greinilegt að í hans huga er lítið annað en sigur í boði þegar hann mætir á körfuboltavöllinn. Svarið við spurningunni hvert markmiðið fyrir veturinn væri var einfalt. „Það er að vinna.“ „Ég ætla bara að segja það núna og vona að leikmenn, þjálfarar og stjórn byrji að apa það eftir mér. Þetta er hugarfarsbreytingin sem þarf að eiga sér stað hér.“ „Allt annað verður vonbrigði. Valur er stór klúbbur og að þeir geri kröfu um eitthvað minna ætti ekki að vera í boði. Við komumst ekkert áfram nema þetta verði hugsunin,“ sagði Pavel Ermolinskij. Pavel mætir með sínum nýju félögum til leiks í Domino's deild karla þann 3. október þegar liðið fer í Grafarvoginn og mætir nýliðum Fjölnis.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira