Fréttir af dauða Epstein komnar á spjallborð áður en yfirvöld staðfestu þær Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. ágúst 2019 17:01 Epstein (f.m.) þegar hann var handtekinn á Flórída árið 2008. Hann átti yfir höfði sér lífstíðarfangelsi fyrir brotin sem hann var sakaður um en saksóknarar felldu niður ítarlega ákæru gegn honum. AP/Uma Sanghvi/Palm Beach Post Slökkvilið New York-borgar rannsakar nú hvort að viðbragðsaðili á þeirra vegum hafi mögulega birt fregnir af dauða kynferðisglæpamannsins og fjárfestisins Jeffey Epstein á þekktu spjallborði á netinu, áður en yfirvöld staðfestu dauða hans. Tæplega 40 mínútum áður en ABC-fréttastofan greindi frá andláti Epstein birti notandi á spjallborðssíðunni 4chan óstaðfestar fregnir af meintu sjálfsvígi Epstein í fangaklefa sínum. Síðan sem um ræðir er vinsæl meðal hægri-öfgamanna og hvítra þjóðernissinna, sér í lagi í Bandaríkjunum. „Ekki spyrja hvernig ég veit þetta, en Epstein dó fyrir klukkutíma, hengdi sig og fékk hjartaslag,“ segir í færslunni sem birtist 38 mínútum áður en fyrstu fréttamiðlar greindu frá andláti Epstein. Upphaflega færslan mætti þó nokkrum efasemdum annarra notenda síðunnar, en þegar margir kvöddust ekki trúa henni birti sá sem átti færsluna nákvæma lýsingu á þeim endurlífgunartilraunum sem reyndar voru til þess að bjarga lífi Epstein. Telja margir þetta vera merki um að sá sem birti færsluna hafi verið sjúkraflutningamaður á vettvangi. Frank Dwyer, aðstoðarvarðlögreglustjóri hjá Slökkviliði New York-borgar segir ekki unnt að staðfesta nákvæmni þeirra upplýsinga sem fram komu í færslunni. Hann segir þó að ef netverjinn sem um ræðir sé sjúkraflutningamaður, sé færslan í trássi við lög. Alls birti notandinn sex færslur um dauða Epstein og eru þær lýsingar sem upp eru gefnar taldar í samræmi við atburðarásina sem átti sér stað þegar Epstein var færður á sjúkrahús. Eins er ljóst að þó ekki sé hægt að fullyrða að um heilbrigðisstarfsmann sé að ræða þá hafi upplýsingarnar í færslunni verið aðgengilegar heilbrigðisstarfsfólki sem að málinu kom. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein var haldið. 11. ágúst 2019 23:36 „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11. ágúst 2019 08:08 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Jeffrey Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi Jeffrey Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum. 10. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Sjá meira
Slökkvilið New York-borgar rannsakar nú hvort að viðbragðsaðili á þeirra vegum hafi mögulega birt fregnir af dauða kynferðisglæpamannsins og fjárfestisins Jeffey Epstein á þekktu spjallborði á netinu, áður en yfirvöld staðfestu dauða hans. Tæplega 40 mínútum áður en ABC-fréttastofan greindi frá andláti Epstein birti notandi á spjallborðssíðunni 4chan óstaðfestar fregnir af meintu sjálfsvígi Epstein í fangaklefa sínum. Síðan sem um ræðir er vinsæl meðal hægri-öfgamanna og hvítra þjóðernissinna, sér í lagi í Bandaríkjunum. „Ekki spyrja hvernig ég veit þetta, en Epstein dó fyrir klukkutíma, hengdi sig og fékk hjartaslag,“ segir í færslunni sem birtist 38 mínútum áður en fyrstu fréttamiðlar greindu frá andláti Epstein. Upphaflega færslan mætti þó nokkrum efasemdum annarra notenda síðunnar, en þegar margir kvöddust ekki trúa henni birti sá sem átti færsluna nákvæma lýsingu á þeim endurlífgunartilraunum sem reyndar voru til þess að bjarga lífi Epstein. Telja margir þetta vera merki um að sá sem birti færsluna hafi verið sjúkraflutningamaður á vettvangi. Frank Dwyer, aðstoðarvarðlögreglustjóri hjá Slökkviliði New York-borgar segir ekki unnt að staðfesta nákvæmni þeirra upplýsinga sem fram komu í færslunni. Hann segir þó að ef netverjinn sem um ræðir sé sjúkraflutningamaður, sé færslan í trássi við lög. Alls birti notandinn sex færslur um dauða Epstein og eru þær lýsingar sem upp eru gefnar taldar í samræmi við atburðarásina sem átti sér stað þegar Epstein var færður á sjúkrahús. Eins er ljóst að þó ekki sé hægt að fullyrða að um heilbrigðisstarfsmann sé að ræða þá hafi upplýsingarnar í færslunni verið aðgengilegar heilbrigðisstarfsfólki sem að málinu kom.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein var haldið. 11. ágúst 2019 23:36 „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11. ágúst 2019 08:08 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Jeffrey Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi Jeffrey Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum. 10. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Sjá meira
Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein var haldið. 11. ágúst 2019 23:36
„Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02
Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36
Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11. ágúst 2019 08:08
FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48
Jeffrey Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi Jeffrey Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum. 10. ágúst 2019 13:15