Magnað myndband af Mo Salah að halda bolta á lofti með fótalausum strák Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 10:00 Mohamed Salah og Ali Turganbekov. Getty/Alex Caparros Liverpool liðið er nú statt í Istanbul í Tyrklandi þar sem Evrópumeistararnir mæta í kvöld Chelsea í leiknum um Ofurbikar Evrópu. Liverpool vann Meistaradeildina í vor en Chelsea vann Evrópudeildina. Evrópumeistaraliðin mætast alltaf í upphafi tímabilsins og í boði er bikar sem Liverpool hefur unnið þrisvar sinnum (1977, 2001 og 2005) og Chelsea (1998) einu sinni. Fyrir leikinn þá héldu leikmenn Liverpool opna æfingu á Vodafone Park í Istanbul með krökkum frá UEFA foundation en börnin eiga það sameiginlegt að glíma við einhvers konar fötlun. Það kemur þó ekki í veg fyrir fótboltaáhuga þeirra og flottast var örugglega að sjá stórstjörnuna Mohamed Salah sem gaf sér góðan tíma með fótalausum strák sem heitir Ali Turganbekov. Mohamed Salah og Ali héldu boltanum þannig saman á lofti eins og sjá má á þessu magnaða myndbandi hér fyrir neðan.Wonderful@MoSalah making memories with two children of the @UEFA_Foundation #SuperCuppic.twitter.com/7n6K10tWe2 — Liverpool FC (@LFC) August 13, 2019 Mohamed Salah var á skotskónum í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi og vakti líka athygli þegar hann leitaði upp strák sem hafði hlaupið á ljósastaur við það að ná athygli Egyptans. Strákurinn endaði með blóðnasir en fékk líka að hitta hetjuna sína. Hér fyrir neðan má sjá líka samskipti Jürgen Klopp við börnin og annað sjónarhorn á það þegar Mohamed Salah og fótalausi strákurinn héldu boltanum á lofti.Beautiful moments between the Reds and the children of the @UEFA_Foundation#SuperCuppic.twitter.com/ApsVSubrFn — Liverpool FC (@LFC) August 13, 2019 Leikur Liverpool og Chelsea hefst klukkan 19.00 í kvöld og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.45. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Liverpool liðið er nú statt í Istanbul í Tyrklandi þar sem Evrópumeistararnir mæta í kvöld Chelsea í leiknum um Ofurbikar Evrópu. Liverpool vann Meistaradeildina í vor en Chelsea vann Evrópudeildina. Evrópumeistaraliðin mætast alltaf í upphafi tímabilsins og í boði er bikar sem Liverpool hefur unnið þrisvar sinnum (1977, 2001 og 2005) og Chelsea (1998) einu sinni. Fyrir leikinn þá héldu leikmenn Liverpool opna æfingu á Vodafone Park í Istanbul með krökkum frá UEFA foundation en börnin eiga það sameiginlegt að glíma við einhvers konar fötlun. Það kemur þó ekki í veg fyrir fótboltaáhuga þeirra og flottast var örugglega að sjá stórstjörnuna Mohamed Salah sem gaf sér góðan tíma með fótalausum strák sem heitir Ali Turganbekov. Mohamed Salah og Ali héldu boltanum þannig saman á lofti eins og sjá má á þessu magnaða myndbandi hér fyrir neðan.Wonderful@MoSalah making memories with two children of the @UEFA_Foundation #SuperCuppic.twitter.com/7n6K10tWe2 — Liverpool FC (@LFC) August 13, 2019 Mohamed Salah var á skotskónum í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi og vakti líka athygli þegar hann leitaði upp strák sem hafði hlaupið á ljósastaur við það að ná athygli Egyptans. Strákurinn endaði með blóðnasir en fékk líka að hitta hetjuna sína. Hér fyrir neðan má sjá líka samskipti Jürgen Klopp við börnin og annað sjónarhorn á það þegar Mohamed Salah og fótalausi strákurinn héldu boltanum á lofti.Beautiful moments between the Reds and the children of the @UEFA_Foundation#SuperCuppic.twitter.com/ApsVSubrFn — Liverpool FC (@LFC) August 13, 2019 Leikur Liverpool og Chelsea hefst klukkan 19.00 í kvöld og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.45.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira