573 mánuðir og 22 dagar síðan Víkingar komust síðast í bikarúrslit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2019 14:30 Kári Árnason. Vísir/Daníel Víkingar eiga í kvöld möguleika á því að gera það sem engum öðrum leikmanni félagsins hefur tekist í tæp 48 ár sem er að koma félaginu í bikarúrslitaleikinn. Víkingar komust síðast í bikarúrslitaleikinn 24. október 1971 þegar þeir unnu 2-0 sigur á Skagamönnum á Melavellinum en í þá daga fór öll bikarkeppnin fram eftir að Íslandsmótinu lauk. Gunnar Gunnarsson og Páll Björgvinsson skoruðu mörk Víkinga í þessum leik en Páll átti síðar eftir að vera lykilmaður í gullaldarliði Víkinga í handboltanum. Víkingsliðið var þarna í b-deildinni en komst upp þetta sama sumar og var því í raun orðið A-deildarlið þegar liðið keppti í bikarkeppninni. Víkingar gerðu gott betur en að komast í úrslitaleikinn því þar unnu þeir 1-0 sigur á Breiðabliki en bikarúrslitaleikurinn fór fram 9. nóvember 1971 á umræddum Melavelli. Jón Ólafsson skoraði sigurmarkið með þrumuskalla. Síðan að Víkinga unnu síðast undanúrslitaleik í bikarkeppni karla í knattspyrnu eru liðnir 573 mánuðir og 22 dagar eða samtals 17.462 dagar. Víkingar hafa frá þessum sigri í október 1971 komist sex sinnum í undanúrslit bikarkeppninnar en tapað í öll sex skiptin. Víkingar töpuðu í undanúrslitunum 1974 á móti Val (1-2), 1982 á móti ÍA (1-2), 1988 á móti Val (0-1), 1990 á móti Val (0-2), 2006 á móti Keflavík (0-2) og loks 2014 á móti Keflavík 4-2 í vítakeppni. Öll liðin sem hafa unnið Víkingsliðið í venjulegum leiktíma í undanúrslitum hafa síðan orðið bikarmeistarar í framhaldinu eða lið Vals 1974, lið ÍA 1982, lið Vals 1988, lið Vals 1990 og lið Keflavíkur 2006.Þegar Víkingar unnu síðast undanúrslitaleik í bikarkeppninni þá ... ... voru enn tæp 11 ár í að elsti leikmaður Víkinga í dag fæddist (Kári Árnason) ... var Kristján Eldjárn forseti Íslands ... var hringvegurinn ekki fullgerður ... var Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra Íslands ... var Geir Hallgrímsson borgarstjóri Reykjavíkur ... hafði Ásgeir Sigurvinsson ekki leikið landsleik fyrir Ísland ... var BogdanKowalczyk markvörður hjá pólska handboltaliðinu SlaskWroclaw ... voru Keflvíkingar ríkjandi Íslandsmeistarar í knattspyrnu ... þá hafði ekkert félag orðið Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu ... þá var George Best allt í öllu í liði ManchesterUnited ... þá var Pelé enn að spila á fullu með liði Santos í Brasilíu ... þá var Trúbrot nýbúin að gefa út Lifun ... þá var Guðjón Þórðarson ekki búinn að spila meistaraflokksleik fyrir ÍA Mjólkurbikarinn Reykjavík Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Víkingar eiga í kvöld möguleika á því að gera það sem engum öðrum leikmanni félagsins hefur tekist í tæp 48 ár sem er að koma félaginu í bikarúrslitaleikinn. Víkingar komust síðast í bikarúrslitaleikinn 24. október 1971 þegar þeir unnu 2-0 sigur á Skagamönnum á Melavellinum en í þá daga fór öll bikarkeppnin fram eftir að Íslandsmótinu lauk. Gunnar Gunnarsson og Páll Björgvinsson skoruðu mörk Víkinga í þessum leik en Páll átti síðar eftir að vera lykilmaður í gullaldarliði Víkinga í handboltanum. Víkingsliðið var þarna í b-deildinni en komst upp þetta sama sumar og var því í raun orðið A-deildarlið þegar liðið keppti í bikarkeppninni. Víkingar gerðu gott betur en að komast í úrslitaleikinn því þar unnu þeir 1-0 sigur á Breiðabliki en bikarúrslitaleikurinn fór fram 9. nóvember 1971 á umræddum Melavelli. Jón Ólafsson skoraði sigurmarkið með þrumuskalla. Síðan að Víkinga unnu síðast undanúrslitaleik í bikarkeppni karla í knattspyrnu eru liðnir 573 mánuðir og 22 dagar eða samtals 17.462 dagar. Víkingar hafa frá þessum sigri í október 1971 komist sex sinnum í undanúrslit bikarkeppninnar en tapað í öll sex skiptin. Víkingar töpuðu í undanúrslitunum 1974 á móti Val (1-2), 1982 á móti ÍA (1-2), 1988 á móti Val (0-1), 1990 á móti Val (0-2), 2006 á móti Keflavík (0-2) og loks 2014 á móti Keflavík 4-2 í vítakeppni. Öll liðin sem hafa unnið Víkingsliðið í venjulegum leiktíma í undanúrslitum hafa síðan orðið bikarmeistarar í framhaldinu eða lið Vals 1974, lið ÍA 1982, lið Vals 1988, lið Vals 1990 og lið Keflavíkur 2006.Þegar Víkingar unnu síðast undanúrslitaleik í bikarkeppninni þá ... ... voru enn tæp 11 ár í að elsti leikmaður Víkinga í dag fæddist (Kári Árnason) ... var Kristján Eldjárn forseti Íslands ... var hringvegurinn ekki fullgerður ... var Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra Íslands ... var Geir Hallgrímsson borgarstjóri Reykjavíkur ... hafði Ásgeir Sigurvinsson ekki leikið landsleik fyrir Ísland ... var BogdanKowalczyk markvörður hjá pólska handboltaliðinu SlaskWroclaw ... voru Keflvíkingar ríkjandi Íslandsmeistarar í knattspyrnu ... þá hafði ekkert félag orðið Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu ... þá var George Best allt í öllu í liði ManchesterUnited ... þá var Pelé enn að spila á fullu með liði Santos í Brasilíu ... þá var Trúbrot nýbúin að gefa út Lifun ... þá var Guðjón Þórðarson ekki búinn að spila meistaraflokksleik fyrir ÍA
Mjólkurbikarinn Reykjavík Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira