19,3 milljónir í aðstoðarmann borgarstjóra Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 19:08 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Aðstoðarmaður borgarstjóra var með 19,3 milljónir í árslaun í fyrra. Þetta kemur fram í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa Flokks fólksins sem tekin var fyrir á fundi borgarráðs í dag. Fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins í dag. Kolbrún óskaði eftir upplýsingum um kostnað við að halda úti stöðu aðstoðarmanns Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fundi borgarráðs þann 6. júní síðastliðinn. Beðið var um tölur yfir launakostnað, ferða- og dagpeningakostnað fyrir árin 2017 og 2018.Pétur Krogh Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra.Mynd/ReykjavíkurborgPétur Krogh Ólafsson hefur gegnt stöðu aðstoðarmanns borgarstjóra síðan árið 2014. Í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurninni segir að laun aðstoðarmanns borgarstjóra taki mið af launum aðstoðarmanns forsætisráðherra. Heildarlaun Péturs, þ.e. laun ásamt launatengdum gjöldum, árið 2017 voru 19 milljónir og 255 þúsund krónur og 19 milljónir og 320 þúsund krónur árið 2018. Þá var ferðakostnaður Péturs árið 2017 1,1 milljón króna og um 712 þúsund krónur í fyrra. Í bókun sinni um málið segir Kolbrún að fyrirspurn sín sé ekki persónuleg og ítrekar í samtali við Vísi að henni líki vel við alla hlutaðeigandi. Þá kveðst hún vona að borgarstjóri og aðstoðarmaður hans taki ábendingum sínum vel. Þessar ábendingar eru raktar í bókuninni.„Starf aðstoðarmanna borgarstjóra hefur verið við lýði í aldarfjórðung. Spyrja má hvort þetta starf sé nauðsynlegt, í fyrsta lagi er spurning hvort borgarstjóri sjálfur sé ekki fullfær um að annast margt af þessu verkefnum sjálfur eða fela skrifstofu borgarstjóra eitthvað af þessum verkefnum en þar starfa fjöldi sérfræðinga,“ segir Kolbrún. Þá fettir hún einnig fingur út í ferðakostnað aðstoðarmannsins og spyr hvort ekki megi nota féð í „beina þágu við borgarbúa“. Staða aðstoðarmanns borgarstjóra varð til árið 1994. Aðstoðarmaður borgarstjóra starfar sem pólitískur ráðgjafi borgarstjóra og sinnir margvíslegum verkefnum fyrir hans hönd.Í fyrri útgáfu þessarar fréttar voru árslaun Péturs sögð 19,3 milljónir króna. Eins og fram kemur í fréttinni á sú tala við heildarlaunin, þ.e. laun ásamt launatengdum gjöldum. Fyrirsögn hefur verið uppfærð í samræmi við það. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Aðstoðarmaður borgarstjóra var með 19,3 milljónir í árslaun í fyrra. Þetta kemur fram í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa Flokks fólksins sem tekin var fyrir á fundi borgarráðs í dag. Fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins í dag. Kolbrún óskaði eftir upplýsingum um kostnað við að halda úti stöðu aðstoðarmanns Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fundi borgarráðs þann 6. júní síðastliðinn. Beðið var um tölur yfir launakostnað, ferða- og dagpeningakostnað fyrir árin 2017 og 2018.Pétur Krogh Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra.Mynd/ReykjavíkurborgPétur Krogh Ólafsson hefur gegnt stöðu aðstoðarmanns borgarstjóra síðan árið 2014. Í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurninni segir að laun aðstoðarmanns borgarstjóra taki mið af launum aðstoðarmanns forsætisráðherra. Heildarlaun Péturs, þ.e. laun ásamt launatengdum gjöldum, árið 2017 voru 19 milljónir og 255 þúsund krónur og 19 milljónir og 320 þúsund krónur árið 2018. Þá var ferðakostnaður Péturs árið 2017 1,1 milljón króna og um 712 þúsund krónur í fyrra. Í bókun sinni um málið segir Kolbrún að fyrirspurn sín sé ekki persónuleg og ítrekar í samtali við Vísi að henni líki vel við alla hlutaðeigandi. Þá kveðst hún vona að borgarstjóri og aðstoðarmaður hans taki ábendingum sínum vel. Þessar ábendingar eru raktar í bókuninni.„Starf aðstoðarmanna borgarstjóra hefur verið við lýði í aldarfjórðung. Spyrja má hvort þetta starf sé nauðsynlegt, í fyrsta lagi er spurning hvort borgarstjóri sjálfur sé ekki fullfær um að annast margt af þessu verkefnum sjálfur eða fela skrifstofu borgarstjóra eitthvað af þessum verkefnum en þar starfa fjöldi sérfræðinga,“ segir Kolbrún. Þá fettir hún einnig fingur út í ferðakostnað aðstoðarmannsins og spyr hvort ekki megi nota féð í „beina þágu við borgarbúa“. Staða aðstoðarmanns borgarstjóra varð til árið 1994. Aðstoðarmaður borgarstjóra starfar sem pólitískur ráðgjafi borgarstjóra og sinnir margvíslegum verkefnum fyrir hans hönd.Í fyrri útgáfu þessarar fréttar voru árslaun Péturs sögð 19,3 milljónir króna. Eins og fram kemur í fréttinni á sú tala við heildarlaunin, þ.e. laun ásamt launatengdum gjöldum. Fyrirsögn hefur verið uppfærð í samræmi við það.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira