Snúin staða Hörður Ægisson skrifar 16. ágúst 2019 07:00 Stærstu seðlabönkum heims er vandi á höndum. Horfur í heimshagkerfinu hafa farið versnandi að undanförnu. Spenna í milliríkjaviðskiptum Bandaríkjanna og Kína fer vaxandi, iðnaðarframleiðsla í Evrópu er að dragast saman og afkomu fyrirtækja vestanhafs hefur hrakað. Hlutabréfaverð hefur fallið og fjárfestar flýja með fé sitt í öruggari eignir á borð við ríkisskuldabréf, gull og svissneska frankann og japanska jenið. Svigrúm peningamálayfirvalda, einkum á evrusvæðinu, til að stemma stigu við niðursveiflu með frekari vaxtalækkunum er takmarkað. Neikvæða vexti má nú finna víða í Evrópu – sænska ríkið gaf út tíu ára skuldabréf í fyrradag á neikvæðum vöxtum í fyrsta sinn – og ávöxtunarkrafa bandarískra ríkisskuldabréfa fer hríðlækkandi. Hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Ólíkt evruríkjunum, sem hafa fá úrræði með vextina við núllið og eru föst í spennitreyju misheppnaðs myntbandalags, erum við – með stýrivextina í 3,75 prósentum – vel í stakk búin til að takast á við samdrátt. Við núverandi aðstæður er það í reynd heilbrigðismerki að vera með vextina á þeim stað – réttum megin við núllið. Óþarfi er að fjölyrða um hver áhrifin hefðu verið á stöðugleika ef vaxtastigið hefði verið ákvarðað af Evrópska seðlabankanum á sama tíma og Ísland upplifði fordæmalausa uppsveiflu. Þótt flestum ætti að vera ljóst þetta samhengi hlutanna hafa samt verið stofnaðir stjórnmálaflokkar út frá þeirri misráðnu greiningu að flest efnahagsleg vandamál Íslands stafi af því hver sé skammstöfunin á gjaldmiðlinum. Alþjóðahagkerfið hefur ekki verið í veikari stöðu í mörg ár. Verði samdráttur í eftirspurn á erlendum mörkuðum mun það að óbreyttu að skapa forsendur fyrir frekari vaxtalækkunum hér á landi. Verðbólga ætti að haldast lág og ef vextir úti í heimi lækka enn gæti það þýtt aukið innstreymi fjármagns sem mun styðja við krónuna. Fátt bendir því til annars en að langtímavextir á Íslandi lækki verulega á komandi árum, rétt eins og Agnar Tómas Möller, forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpiter, benti á í samtali við Markaðinn í vikunni. Með skynsamlegri hagstjórn og hóflegum launahækkunum er ástæða til að ætla að þróunin verði sú hin sama og hjá öðrum litlum ríkjum með sjálfstæða mynt, eins og Nýja-Sjálandi og Ísrael, þar sem langtímavextir hafa hríðlækkað á einum áratug og eru í dag um eitt prósent. Fáir skilja þetta betur en Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri. Hans bíður snúin staða þegar hann tekur við embættinu í næstu viku. Á sama tíma og óveðursskýin hafa hrannast upp á alþjóðamörkuðum, sem mun hafa einhver áhrif á íslenskt efnahagslíf, er margt sem bendir til að samdrátturinn vegna falls WOW verði minni en margir óttuðust. Þótt ferðamönnum hafi fækkað um fimmtung hefur erlend kortavelta ekki dregist saman, gistinóttum útlendinga á hótelum hefur fjölgað og ekki er útlit fyrir sama atvinnuleysi og svartsýnni spár gerðu ráð fyrir. Stóru tíðindin eru hins vegar þau að Seðlabankinn getur nú, sökum sterkrar stöðu þjóðarbúsins, lækkað vexti í niðursveiflu án þess að þurfa að óttast að slíkt valdi gengisfalli og aukinni verðbólgu. Nýr seðlabankastjóri mun að líkindum nýta það tækifæri og mæla fyrir hóflegri lækkun vaxta á fyrsta vaxtaákvörðunarfundi sínum í lok mánaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Hörður Ægisson Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Stærstu seðlabönkum heims er vandi á höndum. Horfur í heimshagkerfinu hafa farið versnandi að undanförnu. Spenna í milliríkjaviðskiptum Bandaríkjanna og Kína fer vaxandi, iðnaðarframleiðsla í Evrópu er að dragast saman og afkomu fyrirtækja vestanhafs hefur hrakað. Hlutabréfaverð hefur fallið og fjárfestar flýja með fé sitt í öruggari eignir á borð við ríkisskuldabréf, gull og svissneska frankann og japanska jenið. Svigrúm peningamálayfirvalda, einkum á evrusvæðinu, til að stemma stigu við niðursveiflu með frekari vaxtalækkunum er takmarkað. Neikvæða vexti má nú finna víða í Evrópu – sænska ríkið gaf út tíu ára skuldabréf í fyrradag á neikvæðum vöxtum í fyrsta sinn – og ávöxtunarkrafa bandarískra ríkisskuldabréfa fer hríðlækkandi. Hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Ólíkt evruríkjunum, sem hafa fá úrræði með vextina við núllið og eru föst í spennitreyju misheppnaðs myntbandalags, erum við – með stýrivextina í 3,75 prósentum – vel í stakk búin til að takast á við samdrátt. Við núverandi aðstæður er það í reynd heilbrigðismerki að vera með vextina á þeim stað – réttum megin við núllið. Óþarfi er að fjölyrða um hver áhrifin hefðu verið á stöðugleika ef vaxtastigið hefði verið ákvarðað af Evrópska seðlabankanum á sama tíma og Ísland upplifði fordæmalausa uppsveiflu. Þótt flestum ætti að vera ljóst þetta samhengi hlutanna hafa samt verið stofnaðir stjórnmálaflokkar út frá þeirri misráðnu greiningu að flest efnahagsleg vandamál Íslands stafi af því hver sé skammstöfunin á gjaldmiðlinum. Alþjóðahagkerfið hefur ekki verið í veikari stöðu í mörg ár. Verði samdráttur í eftirspurn á erlendum mörkuðum mun það að óbreyttu að skapa forsendur fyrir frekari vaxtalækkunum hér á landi. Verðbólga ætti að haldast lág og ef vextir úti í heimi lækka enn gæti það þýtt aukið innstreymi fjármagns sem mun styðja við krónuna. Fátt bendir því til annars en að langtímavextir á Íslandi lækki verulega á komandi árum, rétt eins og Agnar Tómas Möller, forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpiter, benti á í samtali við Markaðinn í vikunni. Með skynsamlegri hagstjórn og hóflegum launahækkunum er ástæða til að ætla að þróunin verði sú hin sama og hjá öðrum litlum ríkjum með sjálfstæða mynt, eins og Nýja-Sjálandi og Ísrael, þar sem langtímavextir hafa hríðlækkað á einum áratug og eru í dag um eitt prósent. Fáir skilja þetta betur en Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri. Hans bíður snúin staða þegar hann tekur við embættinu í næstu viku. Á sama tíma og óveðursskýin hafa hrannast upp á alþjóðamörkuðum, sem mun hafa einhver áhrif á íslenskt efnahagslíf, er margt sem bendir til að samdrátturinn vegna falls WOW verði minni en margir óttuðust. Þótt ferðamönnum hafi fækkað um fimmtung hefur erlend kortavelta ekki dregist saman, gistinóttum útlendinga á hótelum hefur fjölgað og ekki er útlit fyrir sama atvinnuleysi og svartsýnni spár gerðu ráð fyrir. Stóru tíðindin eru hins vegar þau að Seðlabankinn getur nú, sökum sterkrar stöðu þjóðarbúsins, lækkað vexti í niðursveiflu án þess að þurfa að óttast að slíkt valdi gengisfalli og aukinni verðbólgu. Nýr seðlabankastjóri mun að líkindum nýta það tækifæri og mæla fyrir hóflegri lækkun vaxta á fyrsta vaxtaákvörðunarfundi sínum í lok mánaðarins.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun