Ósætti með samskipti við borgina vegna ástandsins í Fossvogsskóla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2019 20:00 Skólahald hefst á ný í Fossvogsskóla í næstu viku þrátt fyrir að rakaskemmdir séu enn á austurhlið hússins. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir húsnæðið öruggt en nokkrir foreldrar ætla ekki að senda börn sín í skólann á fimmtudaginn. Forsaga málsins er sú að í Fossvogsskóla fundust raka- og loftgæðavandamál um miðjan mars og var skólanum lokað á meðan ráðist var í framkvæmdir. Sjá einnig: Foreldrar bálreiðir á hitafundi í Fossvogsskóla Í síðustu viku var aðstandendum nemenda greint frá því að framkvæmdum verði ekki lokið áður en skólastarf hefst í næstu viku. Enn eru rakaskemmdir á austurhlið skólans og verður skólahald því í öðrum hlutum byggingarinnar. Helga Guðmundsdóttir er foreldri barns í Fossvogsskóla.Vísir/SIGURJÓN „Ég held að margir hafi álitið að þegar skólinn yrði tekinn í notkun þá yrði hann tilbúinn. Það var gengið út frá því. Það er ljóst að svo verður ekki,“ segir Helga Guðmundsdóttir, foreldri barns í Fossvogsskóla. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur segir að borgin hafi í einu og öllu farið eftir fyrirmælum heilbrigðiseftirlitsins. „Auðvitað eru vonbrigði að við þurfum að þétta í húsinu því það eru ekki allir hlutar hússins tilbúnir til afhendingar því það á eftir að klára ákveðin atriði,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Aðspurður hvort öruggt sé að senda börn í skólann á meðan enn sé rakaskemmdir að finna segir hann að svo sé. „Við getum sagt já miðað við leiðbeiningarnar og það sem búið er að segja okkur þá er þetta öruggt skólahúsnæði,“ segir Helgi. Mikillar reiði gætti meðal foreldra á fundi í Fossvogsskóla í gærkvöldi, sér í lagi vegna ákvörðunar um að bera aftur inn í skólann bækur og húsgögn. Helga segist þó afar þakklát starfsfólki skólans fyrir að halda skólastarfi gangandi miðað við aðstæður. „Það var búið að fullvissa nokkra foreldra um það að það yrði ekki gert. Það getur reynst afar erfitt og sumir segja ómögulegt að þrífa blöð og svamp þannig að það sé alveg öruggt að ekki sé gró í blöðunum og svampnum.“ Mynd tekin af Fossvogsskóla í dag.Vísir/Egill Hún segir að fátt hafi verið um svör frá borginni á fundinum í gær. „Þeir sem hefðu helst þurft að vera þarna voru ekki á staðnum til að svara fyrir.“ Helgi hafði sjálfur ekki tök á því að mæta á fundinn. „En þarna voru fulltrúar frá Verkís, sú verkfræðistofa sem hefur fylgst náið með framkvæmdunum.“ Í samtali við fréttastofu sögðu nokkrir foreldrar að þau hafi ákveðið að senda börnin sín ekki í Fossvogsskóla þegar skólahald hefst í næstu viku vegna ástandsins. Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Skólahald hefst á ný í Fossvogsskóla í næstu viku þrátt fyrir að rakaskemmdir séu enn á austurhlið hússins. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir húsnæðið öruggt en nokkrir foreldrar ætla ekki að senda börn sín í skólann á fimmtudaginn. Forsaga málsins er sú að í Fossvogsskóla fundust raka- og loftgæðavandamál um miðjan mars og var skólanum lokað á meðan ráðist var í framkvæmdir. Sjá einnig: Foreldrar bálreiðir á hitafundi í Fossvogsskóla Í síðustu viku var aðstandendum nemenda greint frá því að framkvæmdum verði ekki lokið áður en skólastarf hefst í næstu viku. Enn eru rakaskemmdir á austurhlið skólans og verður skólahald því í öðrum hlutum byggingarinnar. Helga Guðmundsdóttir er foreldri barns í Fossvogsskóla.Vísir/SIGURJÓN „Ég held að margir hafi álitið að þegar skólinn yrði tekinn í notkun þá yrði hann tilbúinn. Það var gengið út frá því. Það er ljóst að svo verður ekki,“ segir Helga Guðmundsdóttir, foreldri barns í Fossvogsskóla. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur segir að borgin hafi í einu og öllu farið eftir fyrirmælum heilbrigðiseftirlitsins. „Auðvitað eru vonbrigði að við þurfum að þétta í húsinu því það eru ekki allir hlutar hússins tilbúnir til afhendingar því það á eftir að klára ákveðin atriði,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Aðspurður hvort öruggt sé að senda börn í skólann á meðan enn sé rakaskemmdir að finna segir hann að svo sé. „Við getum sagt já miðað við leiðbeiningarnar og það sem búið er að segja okkur þá er þetta öruggt skólahúsnæði,“ segir Helgi. Mikillar reiði gætti meðal foreldra á fundi í Fossvogsskóla í gærkvöldi, sér í lagi vegna ákvörðunar um að bera aftur inn í skólann bækur og húsgögn. Helga segist þó afar þakklát starfsfólki skólans fyrir að halda skólastarfi gangandi miðað við aðstæður. „Það var búið að fullvissa nokkra foreldra um það að það yrði ekki gert. Það getur reynst afar erfitt og sumir segja ómögulegt að þrífa blöð og svamp þannig að það sé alveg öruggt að ekki sé gró í blöðunum og svampnum.“ Mynd tekin af Fossvogsskóla í dag.Vísir/Egill Hún segir að fátt hafi verið um svör frá borginni á fundinum í gær. „Þeir sem hefðu helst þurft að vera þarna voru ekki á staðnum til að svara fyrir.“ Helgi hafði sjálfur ekki tök á því að mæta á fundinn. „En þarna voru fulltrúar frá Verkís, sú verkfræðistofa sem hefur fylgst náið með framkvæmdunum.“ Í samtali við fréttastofu sögðu nokkrir foreldrar að þau hafi ákveðið að senda börnin sín ekki í Fossvogsskóla þegar skólahald hefst í næstu viku vegna ástandsins.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira