„Hefur verið draumur lengi að koma til Íslands“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 19. ágúst 2019 21:30 Gott samband virðist á milli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Angelu Merkel þýskalandskanslara. Mynd/Sigurjón „Það er mikill persónulegur heiður að taka á móti henni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í upphafi blaðamannafundar hennar og Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, í sumarbústað forsætisráðherra á Þingvöllum. „Ekki bara af því að hún er áhrifamesti stjórnmálaleiðtogi Evrópu heldur einnig af því að hún hefur verið mikil fyrirmynd fyrir konur í stjórnmálum.“ Í inngangsorðum sínum sagði Katrín að hún vildi leggja áherslu á þrjá hluti á fundi þeirra. Ris öfgaafla í Evrópu, kynjajafnrétti og umhverfismálin en hún minntist á að í gær fór fram minningarathöfn um Okjökul sem missti stöðu sína sem jökull árið 2014. Fyrir blaðamannafundinn hafði Katrín tekið á móti Merkel á hakinu á Þingvöllum þar sem hún og Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, leiddu hana um helstu kennileiti garðsins. „Ég sagði henni frá öllum hrikalegu sögunum af Þingvöllum og það er við hæfi að hittast hér á stað sem geymir svo mikið af sagnaminni þjóðarinnar,“ sagði Katrín. Angela Merkel hlýðir á Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörð á Þingvöllum segja frá sögu garðsins.Mynd/Egill„Mig hefur alltaf dreymt um að koma til Íslands,“ sagði Angela Merkel í stuttu ávarpi. „Það er ótrúleg tilfinning að ganga um Þingvelli.“ Hún sagði að það væri við hæfi að hittast á Þingvöllum þar sem Alþingi var fyrst stofnað og er vagga lýðræðis á Íslandi. Hún sagði það góða áminningu um að berjast áfram fyrir lýðræðislegum gildum. Meðal þess sem Merkel ræddi við Katrínu voru samskipti Evrópuríkja vestur yfir Atlantshafið og vísaði þar aftur til Þingvalla. „Við erum hér stödd á mótum jarðflekanna á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Samskipti Íslands og Bandaríkjanna hafa sögulega verið góð. Samskipti þvert yfir Atlantshafið eru sögulega góð. Bæði Þýskaland og Ísland hafa reitt sig á aðstöð Bandaríkjanna líkt og Marshall aðstoðin er dæmi um.“ Þá var Merkel jafnréttismálin einnig hugleikin og hrósaði Íslandi í þeim efnum. „Það er heiður að vera gestur á landi sem státar sig af því að vera á toppi jafnréttisvísitölu World Economic Forum. Þýskaland er í fjórtánda sæti og þarf að herða sig í þeim efnum. Sérstaklega þegar kemur að viðskiptalífinu og stjórnmálunum.“ Að lokum tók hún undir með Katrínu um að umhverfismálin væru eitt mikilvægasta viðfangsefnið. „Ég er ánægð að hafa kynnst forsætisráðherra sem er svo umhugað um framtíðina,“ sagði Merkel um Katrínu. Hún nefndi eigin reynslusögu af því að hafa nær verið strandaglópur í Bandaríkjunum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli árið 2010. Íslensk náttúruöfl séu áminning um að bera virðingu fyrir umhverfinu. „Við þurfum að sýna auðmýkt gagnvart náttúrunni.“Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá útsendingu Vísis af blaðamannafundi katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Angelu Merkel, Kanslara Þýskalands. Íslandsvinir Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Lögreglan varar við umferðartöfum í dag og á morgun vegna heimsókna Fjöldi þjóðarleiðtoga streyma nú til landsins í tilefni af sumarfundi leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun. 19. ágúst 2019 18:48 Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15 Blaðamannafundur Katrínar Jakobsdóttur og Angelu Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, héldu blaðamannafund í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum. 19. ágúst 2019 19:15 Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira
„Það er mikill persónulegur heiður að taka á móti henni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í upphafi blaðamannafundar hennar og Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, í sumarbústað forsætisráðherra á Þingvöllum. „Ekki bara af því að hún er áhrifamesti stjórnmálaleiðtogi Evrópu heldur einnig af því að hún hefur verið mikil fyrirmynd fyrir konur í stjórnmálum.“ Í inngangsorðum sínum sagði Katrín að hún vildi leggja áherslu á þrjá hluti á fundi þeirra. Ris öfgaafla í Evrópu, kynjajafnrétti og umhverfismálin en hún minntist á að í gær fór fram minningarathöfn um Okjökul sem missti stöðu sína sem jökull árið 2014. Fyrir blaðamannafundinn hafði Katrín tekið á móti Merkel á hakinu á Þingvöllum þar sem hún og Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, leiddu hana um helstu kennileiti garðsins. „Ég sagði henni frá öllum hrikalegu sögunum af Þingvöllum og það er við hæfi að hittast hér á stað sem geymir svo mikið af sagnaminni þjóðarinnar,“ sagði Katrín. Angela Merkel hlýðir á Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörð á Þingvöllum segja frá sögu garðsins.Mynd/Egill„Mig hefur alltaf dreymt um að koma til Íslands,“ sagði Angela Merkel í stuttu ávarpi. „Það er ótrúleg tilfinning að ganga um Þingvelli.“ Hún sagði að það væri við hæfi að hittast á Þingvöllum þar sem Alþingi var fyrst stofnað og er vagga lýðræðis á Íslandi. Hún sagði það góða áminningu um að berjast áfram fyrir lýðræðislegum gildum. Meðal þess sem Merkel ræddi við Katrínu voru samskipti Evrópuríkja vestur yfir Atlantshafið og vísaði þar aftur til Þingvalla. „Við erum hér stödd á mótum jarðflekanna á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Samskipti Íslands og Bandaríkjanna hafa sögulega verið góð. Samskipti þvert yfir Atlantshafið eru sögulega góð. Bæði Þýskaland og Ísland hafa reitt sig á aðstöð Bandaríkjanna líkt og Marshall aðstoðin er dæmi um.“ Þá var Merkel jafnréttismálin einnig hugleikin og hrósaði Íslandi í þeim efnum. „Það er heiður að vera gestur á landi sem státar sig af því að vera á toppi jafnréttisvísitölu World Economic Forum. Þýskaland er í fjórtánda sæti og þarf að herða sig í þeim efnum. Sérstaklega þegar kemur að viðskiptalífinu og stjórnmálunum.“ Að lokum tók hún undir með Katrínu um að umhverfismálin væru eitt mikilvægasta viðfangsefnið. „Ég er ánægð að hafa kynnst forsætisráðherra sem er svo umhugað um framtíðina,“ sagði Merkel um Katrínu. Hún nefndi eigin reynslusögu af því að hafa nær verið strandaglópur í Bandaríkjunum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli árið 2010. Íslensk náttúruöfl séu áminning um að bera virðingu fyrir umhverfinu. „Við þurfum að sýna auðmýkt gagnvart náttúrunni.“Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá útsendingu Vísis af blaðamannafundi katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Angelu Merkel, Kanslara Þýskalands.
Íslandsvinir Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Lögreglan varar við umferðartöfum í dag og á morgun vegna heimsókna Fjöldi þjóðarleiðtoga streyma nú til landsins í tilefni af sumarfundi leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun. 19. ágúst 2019 18:48 Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15 Blaðamannafundur Katrínar Jakobsdóttur og Angelu Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, héldu blaðamannafund í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum. 19. ágúst 2019 19:15 Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira
Lögreglan varar við umferðartöfum í dag og á morgun vegna heimsókna Fjöldi þjóðarleiðtoga streyma nú til landsins í tilefni af sumarfundi leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun. 19. ágúst 2019 18:48
Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15
Blaðamannafundur Katrínar Jakobsdóttur og Angelu Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, héldu blaðamannafund í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum. 19. ágúst 2019 19:15
Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33