Gildistaka nýju laganna hefur lítil áhrif á milligjöld Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 1. ágúst 2019 08:00 Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors. Fréttablaðið/Stefán Ný lög um milligjöld munu hafa lítil áhrif þegar þau taka gildi í byrjun september enda hafa væntingar um setningu laganna endurspeglast í samningum við kaupmenn undanfarin ár. Þetta segir forstjóri Valitor í samtali við Fréttablaðið. Alþingi samþykkti í vor frumvarp til laga um milligjöld sem kveður á um að hámörk leggist á milligjöld sem nemi 0,2 prósentum af fjárhæð greiðslu með debetkorti og 0,3 prósentum með kreditkorti. Lögin taka gildi 1. september en nú standa hámörkin í 0,2 prósentum og 0,6 prósentum. Í mati ráðuneytisins kom fram að lækkun kostnaðar gæti numið allt að 1,15 milljörðum króna ef lækkunin skilaði sér að fullu til neytenda. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, segir að áhrifin séu að langmestu leyti komin fram. „Markaðurinn vænti þess að það yrði lækkun árið 2016 en síðan urðu tíð stjórnarskipti og afgreiðsla málsins dróst í takt við það. Í okkar tilfelli hafa samningar við kaupmenn endurspeglað væntingar um þessa lækkun,“ segir Viðar. „Afkoma kortafyrirtækja hefur ekki verið góð á síðustu árum, meðal annars vegna þess að fyrirtækin aðlöguðu sig væntingum um lækkun gjaldanna miklu fyrr en nú er að verða,“ segir Viðar og tekur fram að viðskiptakjörin á Íslandi séu afar góð í alþjóðlegum samanburði. Á móti lækkun milligjalda hafa komið ýmsar kostnaðarhækkanir, meðal annars vegna breyttrar samsetningar þeirra korta sem notuð eru hér á landi. „Síðan hefur áhrif að stýrivextir eru að lækka. Það er vegna þess að hér á landi tíðkast mánaðarleg kortauppgjör þannig að færsluhirðar hafa getað fengið fjármagnstekjur af kortafærslum en jafnframt boðið kaupmönnum lægri þóknanir í staðinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Sjá meira
Ný lög um milligjöld munu hafa lítil áhrif þegar þau taka gildi í byrjun september enda hafa væntingar um setningu laganna endurspeglast í samningum við kaupmenn undanfarin ár. Þetta segir forstjóri Valitor í samtali við Fréttablaðið. Alþingi samþykkti í vor frumvarp til laga um milligjöld sem kveður á um að hámörk leggist á milligjöld sem nemi 0,2 prósentum af fjárhæð greiðslu með debetkorti og 0,3 prósentum með kreditkorti. Lögin taka gildi 1. september en nú standa hámörkin í 0,2 prósentum og 0,6 prósentum. Í mati ráðuneytisins kom fram að lækkun kostnaðar gæti numið allt að 1,15 milljörðum króna ef lækkunin skilaði sér að fullu til neytenda. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, segir að áhrifin séu að langmestu leyti komin fram. „Markaðurinn vænti þess að það yrði lækkun árið 2016 en síðan urðu tíð stjórnarskipti og afgreiðsla málsins dróst í takt við það. Í okkar tilfelli hafa samningar við kaupmenn endurspeglað væntingar um þessa lækkun,“ segir Viðar. „Afkoma kortafyrirtækja hefur ekki verið góð á síðustu árum, meðal annars vegna þess að fyrirtækin aðlöguðu sig væntingum um lækkun gjaldanna miklu fyrr en nú er að verða,“ segir Viðar og tekur fram að viðskiptakjörin á Íslandi séu afar góð í alþjóðlegum samanburði. Á móti lækkun milligjalda hafa komið ýmsar kostnaðarhækkanir, meðal annars vegna breyttrar samsetningar þeirra korta sem notuð eru hér á landi. „Síðan hefur áhrif að stýrivextir eru að lækka. Það er vegna þess að hér á landi tíðkast mánaðarleg kortauppgjör þannig að færsluhirðar hafa getað fengið fjármagnstekjur af kortafærslum en jafnframt boðið kaupmönnum lægri þóknanir í staðinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Sjá meira