Konur meirihluti forstöðumannanna tvíhliða sendiskrifstofa í fyrsta sinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. ágúst 2019 12:51 Utanríkisráðuneytið. Fréttablaðið/E.Ól Frá og með deginum í dag eru konur nú í í meirihluta forstöðumanna í tvíhliða sendiráðum Íslands í fyrsta sinn. Í dag tóku gildi flutningar á forstöðumönnum sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni sem tilkynnt var um í haust.Í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins segir að breytingarnar sem nú taka gildi séu samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Um reglubundna flutninga á forstöðumönnum sendiskrifstofa sé að ræða og ekki sé verið að skipa neina nýja sendiherra.Með breytingunum verður Helga Hauksdóttir, fráfarandi skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins, sendiherra í Kaupmannahöfn í stað Benedikts Jónssonar, sem verður aðalræðismaður Íslands í Þórshöfn í Færeyjum. Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra.Fréttablaðið/Andri MarínóPétur Gunnar Thorsteinsson, fráfarandi aðalræðismaður, kemur til starfa í ráðuneytinu. Þá verður María Erla Marelsdóttir, fráfarandi skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins, sendiherra í Berlín í stað Martins Eyjólfssonar, sem verður skrifstofustjóri alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins.Jörundur Valtýsson, fráfarandi skrifstofustjóri, verður fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York í stað Bergdísar Ellertsdóttur. Hún verður sendiherra í Washington í stað Geirs H. Haarde en hann tók sæti aðalfulltrúa í stjórn Alþjóðabankans fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja þann 1. júlí sl.Hermann Ingólfsson, sendiherra í Ósló, tekur við sem fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu af Önnu Jóhannsdóttur sem verður skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu ráðuneytisins. Ingibjörg Davíðsdóttir verður sendiherra í Ósló.„Frá og með deginum í dag verða konur forstöðumenn 9 af 26 sendiskrifstofum Íslands (í Berlín, Kampala, Kaupmannahöfn, Lilongwe, Moskvu, Ósló, Stokkhólmi, Tókýó og Washington) og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Konur eru nú raunar meirihluti forstöðumannanna ef aðeins er litið til tvíhliða sendiráðanna (9 af 17) en það hefur aldrei gerst áður,“ segir í tilkynningu ráðuneytisinns.Ísland starfrækir 26 sendiskrifstofur í 21 ríki en í íslensku utanríkisþjónustunni eru nú starfandi 34 sendiherrar. Jafnréttismál Utanríkismál Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Frá og með deginum í dag eru konur nú í í meirihluta forstöðumanna í tvíhliða sendiráðum Íslands í fyrsta sinn. Í dag tóku gildi flutningar á forstöðumönnum sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni sem tilkynnt var um í haust.Í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins segir að breytingarnar sem nú taka gildi séu samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Um reglubundna flutninga á forstöðumönnum sendiskrifstofa sé að ræða og ekki sé verið að skipa neina nýja sendiherra.Með breytingunum verður Helga Hauksdóttir, fráfarandi skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins, sendiherra í Kaupmannahöfn í stað Benedikts Jónssonar, sem verður aðalræðismaður Íslands í Þórshöfn í Færeyjum. Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra.Fréttablaðið/Andri MarínóPétur Gunnar Thorsteinsson, fráfarandi aðalræðismaður, kemur til starfa í ráðuneytinu. Þá verður María Erla Marelsdóttir, fráfarandi skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins, sendiherra í Berlín í stað Martins Eyjólfssonar, sem verður skrifstofustjóri alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins.Jörundur Valtýsson, fráfarandi skrifstofustjóri, verður fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York í stað Bergdísar Ellertsdóttur. Hún verður sendiherra í Washington í stað Geirs H. Haarde en hann tók sæti aðalfulltrúa í stjórn Alþjóðabankans fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja þann 1. júlí sl.Hermann Ingólfsson, sendiherra í Ósló, tekur við sem fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu af Önnu Jóhannsdóttur sem verður skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu ráðuneytisins. Ingibjörg Davíðsdóttir verður sendiherra í Ósló.„Frá og með deginum í dag verða konur forstöðumenn 9 af 26 sendiskrifstofum Íslands (í Berlín, Kampala, Kaupmannahöfn, Lilongwe, Moskvu, Ósló, Stokkhólmi, Tókýó og Washington) og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Konur eru nú raunar meirihluti forstöðumannanna ef aðeins er litið til tvíhliða sendiráðanna (9 af 17) en það hefur aldrei gerst áður,“ segir í tilkynningu ráðuneytisinns.Ísland starfrækir 26 sendiskrifstofur í 21 ríki en í íslensku utanríkisþjónustunni eru nú starfandi 34 sendiherrar.
Jafnréttismál Utanríkismál Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira