Garðar að öllum líkindum hættur í fótbolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2019 18:07 Garðar í leik með ÍA. Hann er þriðja markahæstur í sögu félagsins. vísir/ernir Garðar Gunnlaugsson hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. Hann hefur lítið leikið með Val í sumar vegna brjóskloss í neðra baki. Þá er hann að flytja til Ítalíu þar sem hann er kominn með starf hjá innréttingafyrirtækinu Gili Creations.Garðar greindi frá þessu á Instagram í dag. „Fyrr í sumar fékk ég brjósklos í neðra bak sem hefur aftrað mér frá því að gera sem ég elska mest, að spila fótbolta. Endurhæfingin hefur gengið hægt með ýmsum áföllum og niðurstaðan var sú í samráði við sjúkrateymi Vals að ég myndi ekki ná að spila neitt það sem eftir væri af sumrinu og fókusinn væri bara á að ná heilsu aftur,“ skrifaði Garðar á Instagram. „Með góðfúslegu leyfi Vals fékk ég að fara til Ítalíu í nokkra daga ásamt Fanney til að undirbúa flutning fjölskyldunnar í haust/vetur til N-Ítalíu sökum vinnu. Ég mun þar starfa hjá fyrirtæki sem heitir Gili Creations ( www.gilicreations.com ) sem hefur meðal annars komið að framleiðslu og uppsetningu á innréttingum á stórum hótelum á Íslandi ásamt víðsvegar um heiminn.“ Skagamaðurinn segir að fótboltaferlinum sé líklega lokið. „Fótboltaskórnir eru því að öllum líkindum komnir á hilluna frægu þó maður vilji nú aldrei loka endanlega á þær dyr. Langar að þakka öllum þeim sem ég hef starfað með og kynnst á þessum langa, brösótta en jafnframt skemmtilega ferli.“ Garðar, sem er 36 ára, lék með ÍA og Val hér á landi. Á árunum 2006-11 lék hann erlendis með Dunfermline í Skotlandi, Norrköping í Svíþjóð, CSKA Sofia í Búlgaríu, LASK Linz í Austurríki og Unterhaching í Þýskalandi. Garðar er þriðji markahæstur leikmaður í sögu ÍA með 135 mörk. Hann var markakóngur Pepsi-deildarinnar 2016 þegar hann skoraði 14 mörk fyrir ÍA. Sama ár lék hann sinn fyrsta og eina landsleik. Garðar skoraði alls 58 mörk í 162 leikjum í efstu deild hér á landi, 21 mark í 46 leikjum í næstefstu deild og 21 mark í 27 bikarleikjum. View this post on Instagram Fyrr í sumar fékk ég brjósklos í neðra bak sem hefur aftrað mér frá því að gera sem ég elska mest, að spila fótbolta. Endurhæfingin hefur gengið hægt með ýmsum áföllum og niðurstaðan var sú í samráði við sjúkrateymi Vals að ég myndi ekki ná að spila neitt það sem eftir væri af sumrinu og fókusinn væri bara á að ná heilsu aftur. Með góðfúslegu leyfi Vals fékk ég að fara til Ítalíu í nokkra daga ásamt Fanney til að undirbúa flutning fjölskyldunnar í haust/vetur til N-Ítalíu sökum vinnu. Ég mun þar starfa hjá fyrirtæki sem heitir Gili Creations ( www.gilicreations.com ) sem hefur meðal annars komið að framleiðslu og uppsetningu á innréttingum á stórum hótelum á Íslandi ásamt víðsvegar um heiminn. Fótboltaskórnir eru því að öllum líkindum komnir á hilluna frægu þó maður vilji nú aldrei loka endanlega á þær dyr. Langar að þakka öllum þeim sem ég hef starfað með og kynnst á þessum langa, brösótta en jafnframt skemmtilega ferliLove GG A post shared by Garðar Gunnlaugsson (@gardar_gunnlaugsson) on Aug 3, 2019 at 7:58am PDT Akranes Pepsi Max-deild karla Tímamót Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira
Garðar Gunnlaugsson hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. Hann hefur lítið leikið með Val í sumar vegna brjóskloss í neðra baki. Þá er hann að flytja til Ítalíu þar sem hann er kominn með starf hjá innréttingafyrirtækinu Gili Creations.Garðar greindi frá þessu á Instagram í dag. „Fyrr í sumar fékk ég brjósklos í neðra bak sem hefur aftrað mér frá því að gera sem ég elska mest, að spila fótbolta. Endurhæfingin hefur gengið hægt með ýmsum áföllum og niðurstaðan var sú í samráði við sjúkrateymi Vals að ég myndi ekki ná að spila neitt það sem eftir væri af sumrinu og fókusinn væri bara á að ná heilsu aftur,“ skrifaði Garðar á Instagram. „Með góðfúslegu leyfi Vals fékk ég að fara til Ítalíu í nokkra daga ásamt Fanney til að undirbúa flutning fjölskyldunnar í haust/vetur til N-Ítalíu sökum vinnu. Ég mun þar starfa hjá fyrirtæki sem heitir Gili Creations ( www.gilicreations.com ) sem hefur meðal annars komið að framleiðslu og uppsetningu á innréttingum á stórum hótelum á Íslandi ásamt víðsvegar um heiminn.“ Skagamaðurinn segir að fótboltaferlinum sé líklega lokið. „Fótboltaskórnir eru því að öllum líkindum komnir á hilluna frægu þó maður vilji nú aldrei loka endanlega á þær dyr. Langar að þakka öllum þeim sem ég hef starfað með og kynnst á þessum langa, brösótta en jafnframt skemmtilega ferli.“ Garðar, sem er 36 ára, lék með ÍA og Val hér á landi. Á árunum 2006-11 lék hann erlendis með Dunfermline í Skotlandi, Norrköping í Svíþjóð, CSKA Sofia í Búlgaríu, LASK Linz í Austurríki og Unterhaching í Þýskalandi. Garðar er þriðji markahæstur leikmaður í sögu ÍA með 135 mörk. Hann var markakóngur Pepsi-deildarinnar 2016 þegar hann skoraði 14 mörk fyrir ÍA. Sama ár lék hann sinn fyrsta og eina landsleik. Garðar skoraði alls 58 mörk í 162 leikjum í efstu deild hér á landi, 21 mark í 46 leikjum í næstefstu deild og 21 mark í 27 bikarleikjum. View this post on Instagram Fyrr í sumar fékk ég brjósklos í neðra bak sem hefur aftrað mér frá því að gera sem ég elska mest, að spila fótbolta. Endurhæfingin hefur gengið hægt með ýmsum áföllum og niðurstaðan var sú í samráði við sjúkrateymi Vals að ég myndi ekki ná að spila neitt það sem eftir væri af sumrinu og fókusinn væri bara á að ná heilsu aftur. Með góðfúslegu leyfi Vals fékk ég að fara til Ítalíu í nokkra daga ásamt Fanney til að undirbúa flutning fjölskyldunnar í haust/vetur til N-Ítalíu sökum vinnu. Ég mun þar starfa hjá fyrirtæki sem heitir Gili Creations ( www.gilicreations.com ) sem hefur meðal annars komið að framleiðslu og uppsetningu á innréttingum á stórum hótelum á Íslandi ásamt víðsvegar um heiminn. Fótboltaskórnir eru því að öllum líkindum komnir á hilluna frægu þó maður vilji nú aldrei loka endanlega á þær dyr. Langar að þakka öllum þeim sem ég hef starfað með og kynnst á þessum langa, brösótta en jafnframt skemmtilega ferliLove GG A post shared by Garðar Gunnlaugsson (@gardar_gunnlaugsson) on Aug 3, 2019 at 7:58am PDT
Akranes Pepsi Max-deild karla Tímamót Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira