Ríkisstjórn Nýja-Sjálands leggur til breytingar á þungunarrofslöggjöf Sylvía Hall skrifar 5. ágúst 2019 14:26 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands. Vísir/Getty Ríkisstjórn Jacindu Ardern hefur lagt til að réttur kvenna til þungunarrofs verði rýmkaður töluvert. Núgildandi lög í landinu kveða á um að konur megi einungis undirgangast þungunarrof ef tveir læknar samþykkja það og meðgangan er talin ógna heilsu þeirra eða lífi. Í frétt BBC kemur fram að núgildandi lög séu frá árinu 1977 og hafa staðið óbreytt síðan. Núverandi ríkisstjórn, samsteypustjórn Verkamannaflokks Ardern og þjóðernisflokksins Nýja-Sjáland fyrst með stuðningi Græningja, hefur ekki verið samstíga varðandi breytingarnar en Ardern á von á því að málið verði afgreitt fljótlega. Breytingarnar verða lagðar fyrir þingið í fyrsta sinn næstkomandi fimmtudag og verður málið afgreitt sem „samviskumál“, sem þýðir að þingmenn þurfi ekki að greiða atkvæði eftir flokkslínum heldur eftir eigin samvisku. Verði breytingarnar samþykktar geta konur farið í þungunarrof allt að 20. viku meðgöngu og þurfa ekki samþykki né skoðun heilbrigðisstarfsmanna. Viðeigandi stofnanir þurfa þó að bjóða konunum ráðgjöf og eftir 20. viku verður þungunarrof ekki framkvæmt nema heilbrigðisstarfsmenn votti fyrir að andlegt og líkamlegt heilbrigði konunnar sé fullnægjandi fyrir slíka aðgerð. Í breytingunum er einnig gert ráð fyrir því að svæðin í kringum þær stofnanir sem framkvæmda þungunarrof verði „örugg svæði“ til þess að koma í veg fyrir að andstæðingar þungunarrofs geti mótmælt og áreitt þær konur sem kjósa að undirgangast slíka aðgerð. Dómsmálaráðherra Nýja-Sjálands, Andrew Little, segir breytingarnar vera tímabærar og það eigi að líta á þungunarrof sem grundvallarheilbrigðismál. „Kona hefur fullan rétt til þess að ákveða hvað er gert við líkama hennar,“ sagði Little. Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra hefur verið samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Þrír greiddu ekki atkvæði. 13. maí 2019 18:45 Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Ríkisstjórn Jacindu Ardern hefur lagt til að réttur kvenna til þungunarrofs verði rýmkaður töluvert. Núgildandi lög í landinu kveða á um að konur megi einungis undirgangast þungunarrof ef tveir læknar samþykkja það og meðgangan er talin ógna heilsu þeirra eða lífi. Í frétt BBC kemur fram að núgildandi lög séu frá árinu 1977 og hafa staðið óbreytt síðan. Núverandi ríkisstjórn, samsteypustjórn Verkamannaflokks Ardern og þjóðernisflokksins Nýja-Sjáland fyrst með stuðningi Græningja, hefur ekki verið samstíga varðandi breytingarnar en Ardern á von á því að málið verði afgreitt fljótlega. Breytingarnar verða lagðar fyrir þingið í fyrsta sinn næstkomandi fimmtudag og verður málið afgreitt sem „samviskumál“, sem þýðir að þingmenn þurfi ekki að greiða atkvæði eftir flokkslínum heldur eftir eigin samvisku. Verði breytingarnar samþykktar geta konur farið í þungunarrof allt að 20. viku meðgöngu og þurfa ekki samþykki né skoðun heilbrigðisstarfsmanna. Viðeigandi stofnanir þurfa þó að bjóða konunum ráðgjöf og eftir 20. viku verður þungunarrof ekki framkvæmt nema heilbrigðisstarfsmenn votti fyrir að andlegt og líkamlegt heilbrigði konunnar sé fullnægjandi fyrir slíka aðgerð. Í breytingunum er einnig gert ráð fyrir því að svæðin í kringum þær stofnanir sem framkvæmda þungunarrof verði „örugg svæði“ til þess að koma í veg fyrir að andstæðingar þungunarrofs geti mótmælt og áreitt þær konur sem kjósa að undirgangast slíka aðgerð. Dómsmálaráðherra Nýja-Sjálands, Andrew Little, segir breytingarnar vera tímabærar og það eigi að líta á þungunarrof sem grundvallarheilbrigðismál. „Kona hefur fullan rétt til þess að ákveða hvað er gert við líkama hennar,“ sagði Little.
Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra hefur verið samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Þrír greiddu ekki atkvæði. 13. maí 2019 18:45 Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59
Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra hefur verið samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Þrír greiddu ekki atkvæði. 13. maí 2019 18:45
Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20