Ratcliffe boðar nýja laxastiga og miklar hrognasleppingar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. ágúst 2019 06:30 Jim Ratcliffe og börn í Selá. Sam,Julia, Gísli Ásgeirsson frá veiðifélaginu Streng, Jim og George. Mynd/Einar Falur Jim Ratcliffe, stofnandi og stjórnarformaður INEOS, segir að hluti af aðgerðum til verndar laxinum sem áætlaðar séu á næstu fimm árum snúi að því að útvíkka hrygningarsvæði laxins með byggingu nýrra laxastiga í Hafralónsá í Þistilfirði og Hofsá og Miðfjarðará í Vopnafirði. „Þá er fyrirhuguð umfangsmikil slepping á frjóvguðum hrognum í þessum ám, auk Selár. Þetta er í samræmi við almenna veiðireglu ánna um að veiddum fiski sé sleppt aftur,“ segir í yfirlýsingu sem Fréttablaðinu barst í gær frá kynningarfyrirtækinu KOM sem starfar fyrir breska auðmanninn hér á landi. „Í samstarfi við nærsamfélagið á Norðausturlandi vinnur Jim Ratcliffe einnig gegn jarðeyðingu og að bættu heilsufari vistkerfis ánna, með fjárfestingu í endurræktun skóga og endurheimt gróðurfars,“ segir í yfirlýsingunni. „Til þess að hægt sé að auka lífslíkur tegundarinnar sem mest, þá stendur Ratcliffe einnig að ítarlegri langtímarannsókn á afkomu íslenska laxins í ánum og í norðanverðu Atlantshafi. Rannsóknir fara fram í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og háskóla innan lands og utan.“ Haft er eftir Ratcliffe að Norðausturland standi hjarta hans nær. „Eftir því sem heimsóknunum þangað fjölgar eykst löngun mín til þess að gefa svæðinu til baka, til að hjálpa Norður-Atlantshafslaxinum, sem er ógnað, og einnig til að styðja við samfélagið nærri ánum. Mín skoðun er að sjálfbær langtímanálgun með starfsemi sem stendur undir eigin fjármögnun skipti sköpum, geri laxinum kleift að þrífast vel, ekki bara um skemmri tíma heldur um alla framtíð,“ segir Jim Ratcliffe. Rakið er að verndaráætlunin feli í sér sér nýja fjárfestingu og standsetningu veiðiskála, þar sem að komi iðnaðarmenn og fyrirtæki á svæðinu. „Um leið eru bændur á markvissan hátt hvattir til að halda búsetu á jörðum sem keyptar hafa verið, til að viðhalda hefðbundnum landbúnaði og jarðgæðum nærri ánum, og styðja með búsetu sinni með beinum hætti við nærsamfélagið.“ Fullyrt er að kaup Ratcliffes á sínum tíma á meirihlutaeign í jörðinni Grímsstöðum sé „birtingarmynd heildstæðrar nálgunar Jim Ratcliffe á þetta mikilvæga verndarstarf“. Meðeigendur Ratcliffes á Grímsstöðum eru íslenska ríkið auk smærri hluthafa. „Þótt svæðið sé að mestum hluta óbyggt mýrlendi, er á hálendi þess að finna helstu vatnasvið ánna á Norðausturströndinni. Markmið kaupanna voru að vernda og viðhalda þessu einstæða umhverfi hálendisins.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Jim Ratcliffe, stofnandi og stjórnarformaður INEOS, segir að hluti af aðgerðum til verndar laxinum sem áætlaðar séu á næstu fimm árum snúi að því að útvíkka hrygningarsvæði laxins með byggingu nýrra laxastiga í Hafralónsá í Þistilfirði og Hofsá og Miðfjarðará í Vopnafirði. „Þá er fyrirhuguð umfangsmikil slepping á frjóvguðum hrognum í þessum ám, auk Selár. Þetta er í samræmi við almenna veiðireglu ánna um að veiddum fiski sé sleppt aftur,“ segir í yfirlýsingu sem Fréttablaðinu barst í gær frá kynningarfyrirtækinu KOM sem starfar fyrir breska auðmanninn hér á landi. „Í samstarfi við nærsamfélagið á Norðausturlandi vinnur Jim Ratcliffe einnig gegn jarðeyðingu og að bættu heilsufari vistkerfis ánna, með fjárfestingu í endurræktun skóga og endurheimt gróðurfars,“ segir í yfirlýsingunni. „Til þess að hægt sé að auka lífslíkur tegundarinnar sem mest, þá stendur Ratcliffe einnig að ítarlegri langtímarannsókn á afkomu íslenska laxins í ánum og í norðanverðu Atlantshafi. Rannsóknir fara fram í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og háskóla innan lands og utan.“ Haft er eftir Ratcliffe að Norðausturland standi hjarta hans nær. „Eftir því sem heimsóknunum þangað fjölgar eykst löngun mín til þess að gefa svæðinu til baka, til að hjálpa Norður-Atlantshafslaxinum, sem er ógnað, og einnig til að styðja við samfélagið nærri ánum. Mín skoðun er að sjálfbær langtímanálgun með starfsemi sem stendur undir eigin fjármögnun skipti sköpum, geri laxinum kleift að þrífast vel, ekki bara um skemmri tíma heldur um alla framtíð,“ segir Jim Ratcliffe. Rakið er að verndaráætlunin feli í sér sér nýja fjárfestingu og standsetningu veiðiskála, þar sem að komi iðnaðarmenn og fyrirtæki á svæðinu. „Um leið eru bændur á markvissan hátt hvattir til að halda búsetu á jörðum sem keyptar hafa verið, til að viðhalda hefðbundnum landbúnaði og jarðgæðum nærri ánum, og styðja með búsetu sinni með beinum hætti við nærsamfélagið.“ Fullyrt er að kaup Ratcliffes á sínum tíma á meirihlutaeign í jörðinni Grímsstöðum sé „birtingarmynd heildstæðrar nálgunar Jim Ratcliffe á þetta mikilvæga verndarstarf“. Meðeigendur Ratcliffes á Grímsstöðum eru íslenska ríkið auk smærri hluthafa. „Þótt svæðið sé að mestum hluta óbyggt mýrlendi, er á hálendi þess að finna helstu vatnasvið ánna á Norðausturströndinni. Markmið kaupanna voru að vernda og viðhalda þessu einstæða umhverfi hálendisins.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira