FH-ingar gætu sett nýtt félagsmet á 28. mínútu í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2019 14:30 FH-ingar deila við dómarann. Vísir/Bára FH-ingar taka á móti Skagamönnum í Pepsi Max deild karla í kvöld og þurfa að rífa sig upp eftir „núll“ uppskeru í síðustu tveimur leikjum sínum. FH-liðið er komið niður í áttunda sæti deildarinnar eftir tvo tapleiki í röð þar sem Hafnarfjarðarliðið náði heldur ekki að skora eitt mark. Ekkert stig og ekkert mark. Þetta þýðir að það eru liðnar 200 mínútur síðan FH-ingar skoruðu síðast í Pepsi Max deildinni og þeir nálgast nú lengstu bið liðsins í í tólf liða deild. Síðasta mark FH-inga skoraði Steven Lennon á móti botnliði ÍBV úti í Eyjum 13. júlí síðastliðinn. Markið kom á 70. mínútu í leiknum en Lennon hafði einnig skorað fyrra markið í þessum 2-1 sigri. Metið yfir lengstu bið FH-inga eftir marki í tólf liða deild er að verða ellefu ára gamalt eða síðan að FH-liðið skoraði ekki í 227 mínútur sumarið 2008. Þá var það Atli Guðnason sem endaði biðina eftir að hafa fengið langa sendingu frá Davíð Þór Viðarssyni. Atli og Davíð Þór eru einmitt enn þá að spila með FH-liðinu nú ellefu árum síðar. FH-liðið komst líka yfir þessa litlu markaþurrð og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 2008 eftir frábæran endasprett. Eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan þá hefur ekki verið algengt að FH-liðið þurfi að bíða í meira en tvo heila leiki eftir marki. Þetta er sem dæmi aðeins í fimmta skiptið sem biðin nær tvö hundruð mínútum. FH-ingar eru nú aðeins 28 mínútum frá því að bæta þetta óvinsæla félagsmet. FH verður að skora fyrir 28. mínútu á móti ÍA í kvöld annars er metið þeirra. Leikur FH og ÍA hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.55.Lengsta bið FH eftir marki í tólf liða efstu deild (2008-2019): 227 mínútur - 2008 (Atli Guðnason endaði biðina) 206 mínútur - 2017 (Steven Lennon endaði biðina) 204 mínútur - 2009 (Mattías Vilhjálmsson endaði biðina) 204 mínútur - 2016 (Emil Pálsson endaði biðina) 200 mínútur - 2019 (í gangi) 186 mínútur - 2011 (Hannes Þ. Sigurðsson endaði biðina) Hafnarfjörður Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Sjá meira
FH-ingar taka á móti Skagamönnum í Pepsi Max deild karla í kvöld og þurfa að rífa sig upp eftir „núll“ uppskeru í síðustu tveimur leikjum sínum. FH-liðið er komið niður í áttunda sæti deildarinnar eftir tvo tapleiki í röð þar sem Hafnarfjarðarliðið náði heldur ekki að skora eitt mark. Ekkert stig og ekkert mark. Þetta þýðir að það eru liðnar 200 mínútur síðan FH-ingar skoruðu síðast í Pepsi Max deildinni og þeir nálgast nú lengstu bið liðsins í í tólf liða deild. Síðasta mark FH-inga skoraði Steven Lennon á móti botnliði ÍBV úti í Eyjum 13. júlí síðastliðinn. Markið kom á 70. mínútu í leiknum en Lennon hafði einnig skorað fyrra markið í þessum 2-1 sigri. Metið yfir lengstu bið FH-inga eftir marki í tólf liða deild er að verða ellefu ára gamalt eða síðan að FH-liðið skoraði ekki í 227 mínútur sumarið 2008. Þá var það Atli Guðnason sem endaði biðina eftir að hafa fengið langa sendingu frá Davíð Þór Viðarssyni. Atli og Davíð Þór eru einmitt enn þá að spila með FH-liðinu nú ellefu árum síðar. FH-liðið komst líka yfir þessa litlu markaþurrð og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 2008 eftir frábæran endasprett. Eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan þá hefur ekki verið algengt að FH-liðið þurfi að bíða í meira en tvo heila leiki eftir marki. Þetta er sem dæmi aðeins í fimmta skiptið sem biðin nær tvö hundruð mínútum. FH-ingar eru nú aðeins 28 mínútum frá því að bæta þetta óvinsæla félagsmet. FH verður að skora fyrir 28. mínútu á móti ÍA í kvöld annars er metið þeirra. Leikur FH og ÍA hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.55.Lengsta bið FH eftir marki í tólf liða efstu deild (2008-2019): 227 mínútur - 2008 (Atli Guðnason endaði biðina) 206 mínútur - 2017 (Steven Lennon endaði biðina) 204 mínútur - 2009 (Mattías Vilhjálmsson endaði biðina) 204 mínútur - 2016 (Emil Pálsson endaði biðina) 200 mínútur - 2019 (í gangi) 186 mínútur - 2011 (Hannes Þ. Sigurðsson endaði biðina)
Hafnarfjörður Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Sjá meira