Hinsegin myndlist: Ósýnileg í 35 ár Ynda Gestsson skrifar 6. ágúst 2019 14:10 Fyrsta myndlistarsýningin var haldin í húsakynnum Samtakanna ´78 árið 1985. Með henni var stigið mikilvægt skref í menningarlegum sýnileika hinsegin fólks á Íslandi og lagður grunnur að tjáningu sjálfsvitundar hinsegin fólks með hjálp myndlistarinnar. Sýningin var kynnt í fréttabréfi samtakanna og var hluti af vandaðri menningardagskrá. Ekki er að sjá að fréttatilkynningar um sýninguna hafi birst í fjölmiðlum enda hefur Örn Karlsson sem hélt sýninguna sagt að það hefði ekki þýtt vegna þeirrar ritskoðunar sem samtökin sættu á þessum árum. Sjálfgefið var því að einu sýningargestirnir væru félagsfólk Samtakanna ´78. Gagnrýnendur dagblaðanna létu ekki sjá sig á þessari sýningu né öðrum síðar. Það liðu tíu ár frá sýningu Arnar þar til gagnrýni um sýningu sem fjallaði um hinsegin málefni birtist í íslensku dagblaði. Þetta var sýning Sólrúnar Jónsdóttur (Sólu), Við minnumst þeirra og var sýningin tileinkuð minningu Íslendinga sem látist höfðu úr AIDS til ársins 1995. En sýningin var haldin á Mokka og engin hætta á að gagnrýnandinn skapaði sér vafasamt orðspor. Næstu árin fjölgaði fréttatilkynningum um sýningar og aðra menningarviðburði hjá samtökunum og hvöttu stjórnir og framkvæmdastjórar Samtakanna ´78 hinsegin myndlistarfólk til að sýna verk sín hjá samtökunum. Þau vissu hversu mikilvægt þetta var fyrir sjálfsmynd listafólksins, sýnileika og mannréttindabaráttu. Hinsvegar var það ekki fyrr en árið 2000 að sýning í húsakynnum samtakanna fékk veglega kynningu með viðtali og mynd af listakonunni Viktoríu Guðnadóttur og einu verka hennar. En myndlistargagnrýnandi dagblaðsins lét ekki sjá sig. Næstu fjögur árin heldur myndlistarfólk áfram að sýna í húsakynnum samtakanna og fjölmiðlaumfjöllun einskorðast við einstakar fréttatilkynningar. Frá og með október 2015 til dagsins í dag hafa verið reglulegar sýningar í Galleríi 78 sem rekið er í húsakynnum samtakanna. Á þessum fjórum árum hafa nokkrar fréttatilkynningar birst og mér er kunnugt um útvarpsviðtöl við a.m.k. tvær listamanneskjur. Það er allt og sumt. Hvers vegna er þetta rifjað upp núna þegar allt virðist slétt og fellt? Þegar raddir heyrast um að við getum nú hætt að berjast og farið að njóta ávaxtanna af erfiði okkar? Ástæðan er sú að mánudaginn 22. júlí sl. kölluðu stjórnendur Tengivagnsins á RÚV, Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Kristján Guðjónsson, til sín þau Guðrúnu Erlu Geirsdóttur myndhöfund og menningarmiðlara, Jón Proppé listheimspeking og Jónu Hlíf Halldórsdóttur stjórnanda Gerðarsafns í Kópavogi til að ræða um stöðu íslenskrar myndlistar þessa dagana. Núna hlýtur eitthvað að gerast hugsaði ég, heill þáttur með þessu frábæra, menntaða og víðsýna fólki. Eitthvert þeirra hlýtur að minnast á hinsegin list núna þegar sýningin Út fyrir sviga: Myndlist og Samtökin ´78, stendur yfir í Grófarhúsi, og Hinsegin dagar eru handan við hornið. Taldir voru upp hinir fjölbreyttustu sýningarsalir, sýningar, samfélagshópar og vaxandi áhugi ungra listnema á að fjalla um sjálfsmynd sína og sjálfsvitund í verkum sínum. Á hinsegin myndlist var aftur á móti ekki minnst einu orði í þættinum. Stundum finnst mér ekkert hafa breyst á Íslandi síðan 1985. Síðustu tæp 35 árin hafi bara verið löng og undarleg ferð hinsegin myndlistarfólks utan listheima. Þrátt fyrir augljóst gildi hinsegin myndlistar virðist ekki hafa tekist að brjóta henni leið inn í meðvitund þeirra sem hafa áhrif í íslenskri myndlist. Við erum enn ósýnileg. Hvers vegna?Höfundur er listfræðingur og baráttukona fyrir sýnileika hinsegin myndlistar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Myndlist Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta myndlistarsýningin var haldin í húsakynnum Samtakanna ´78 árið 1985. Með henni var stigið mikilvægt skref í menningarlegum sýnileika hinsegin fólks á Íslandi og lagður grunnur að tjáningu sjálfsvitundar hinsegin fólks með hjálp myndlistarinnar. Sýningin var kynnt í fréttabréfi samtakanna og var hluti af vandaðri menningardagskrá. Ekki er að sjá að fréttatilkynningar um sýninguna hafi birst í fjölmiðlum enda hefur Örn Karlsson sem hélt sýninguna sagt að það hefði ekki þýtt vegna þeirrar ritskoðunar sem samtökin sættu á þessum árum. Sjálfgefið var því að einu sýningargestirnir væru félagsfólk Samtakanna ´78. Gagnrýnendur dagblaðanna létu ekki sjá sig á þessari sýningu né öðrum síðar. Það liðu tíu ár frá sýningu Arnar þar til gagnrýni um sýningu sem fjallaði um hinsegin málefni birtist í íslensku dagblaði. Þetta var sýning Sólrúnar Jónsdóttur (Sólu), Við minnumst þeirra og var sýningin tileinkuð minningu Íslendinga sem látist höfðu úr AIDS til ársins 1995. En sýningin var haldin á Mokka og engin hætta á að gagnrýnandinn skapaði sér vafasamt orðspor. Næstu árin fjölgaði fréttatilkynningum um sýningar og aðra menningarviðburði hjá samtökunum og hvöttu stjórnir og framkvæmdastjórar Samtakanna ´78 hinsegin myndlistarfólk til að sýna verk sín hjá samtökunum. Þau vissu hversu mikilvægt þetta var fyrir sjálfsmynd listafólksins, sýnileika og mannréttindabaráttu. Hinsvegar var það ekki fyrr en árið 2000 að sýning í húsakynnum samtakanna fékk veglega kynningu með viðtali og mynd af listakonunni Viktoríu Guðnadóttur og einu verka hennar. En myndlistargagnrýnandi dagblaðsins lét ekki sjá sig. Næstu fjögur árin heldur myndlistarfólk áfram að sýna í húsakynnum samtakanna og fjölmiðlaumfjöllun einskorðast við einstakar fréttatilkynningar. Frá og með október 2015 til dagsins í dag hafa verið reglulegar sýningar í Galleríi 78 sem rekið er í húsakynnum samtakanna. Á þessum fjórum árum hafa nokkrar fréttatilkynningar birst og mér er kunnugt um útvarpsviðtöl við a.m.k. tvær listamanneskjur. Það er allt og sumt. Hvers vegna er þetta rifjað upp núna þegar allt virðist slétt og fellt? Þegar raddir heyrast um að við getum nú hætt að berjast og farið að njóta ávaxtanna af erfiði okkar? Ástæðan er sú að mánudaginn 22. júlí sl. kölluðu stjórnendur Tengivagnsins á RÚV, Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Kristján Guðjónsson, til sín þau Guðrúnu Erlu Geirsdóttur myndhöfund og menningarmiðlara, Jón Proppé listheimspeking og Jónu Hlíf Halldórsdóttur stjórnanda Gerðarsafns í Kópavogi til að ræða um stöðu íslenskrar myndlistar þessa dagana. Núna hlýtur eitthvað að gerast hugsaði ég, heill þáttur með þessu frábæra, menntaða og víðsýna fólki. Eitthvert þeirra hlýtur að minnast á hinsegin list núna þegar sýningin Út fyrir sviga: Myndlist og Samtökin ´78, stendur yfir í Grófarhúsi, og Hinsegin dagar eru handan við hornið. Taldir voru upp hinir fjölbreyttustu sýningarsalir, sýningar, samfélagshópar og vaxandi áhugi ungra listnema á að fjalla um sjálfsmynd sína og sjálfsvitund í verkum sínum. Á hinsegin myndlist var aftur á móti ekki minnst einu orði í þættinum. Stundum finnst mér ekkert hafa breyst á Íslandi síðan 1985. Síðustu tæp 35 árin hafi bara verið löng og undarleg ferð hinsegin myndlistarfólks utan listheima. Þrátt fyrir augljóst gildi hinsegin myndlistar virðist ekki hafa tekist að brjóta henni leið inn í meðvitund þeirra sem hafa áhrif í íslenskri myndlist. Við erum enn ósýnileg. Hvers vegna?Höfundur er listfræðingur og baráttukona fyrir sýnileika hinsegin myndlistar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun