„Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 31. júlí 2019 07:20 Slökkviliðsmenn á vettvangi í Hafnarfirði í morgun. Vísir/Jói K. Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að á tímabili hafi slökkvilið óttast að allt húsið yrði eldinum að bráð. Slökkvistarf beinist nú að því að halda húsinu í tveimur hlutum og verja annan hlutann eldinum.Sjá einnig: Stórbruni í Hafnarfirði Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var tilkynnt um eldsvoðann skömmu eftir klukkan þrjú í nótt. Engin slys urðu á fólki en því er beint til íbúa í nágrenninu að loka gluggum og hækka hitastig í vistarverum sínum. Smáskilaboð þess efnis hafa verið send út. Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri sagði í samtali við fréttastofu klukkan sjö í morgun að slökkvistarf gangi bærilega. „Þetta var mikill eldur í þessum hluta hússins þar sem er starfsemi. Við hann var ekki ráðið þannig að við þurftum að fara mjög fljótlega í að verja aðra hluta hússins.“Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri.Vísir/Jói K.Því hafi húsinu verið skipt upp í tvo hluta og hafa slökkviliðsmenn unnið að því að verja annan hlutann. Þá benti Birgir á að húsið sé stórt og breitt sem hafi gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið,“ sagði Birgir. Veðrið hefur hingað til verið hliðhollt slökkvistarfinu í morgun. Birgir bjóst við því að slökkviliðsmenn myndu starfa áfram á vettvangi í einhverjar klukkustundir til viðbótar en þeir ættu mikið verk fyrir höndum. Þá hafa slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og Suðurnesja verið kallaðir út til aðstoðar í Hafnarfirði. „Okkar starf núna er að halda þessu húsi í tveimur hlutum, verja annan hlutann. Þegar við teljum okkur hafa náð góðum árangri i því þá munum við slökkva sjálfan eldinn,“ sagði Birgir. „Við förum í þetta af afli þegar við erum búin að ná tökum á þessu.“Það logar enn mikill eldur í húsinu.Vísir/Jói K. Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að á tímabili hafi slökkvilið óttast að allt húsið yrði eldinum að bráð. Slökkvistarf beinist nú að því að halda húsinu í tveimur hlutum og verja annan hlutann eldinum.Sjá einnig: Stórbruni í Hafnarfirði Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var tilkynnt um eldsvoðann skömmu eftir klukkan þrjú í nótt. Engin slys urðu á fólki en því er beint til íbúa í nágrenninu að loka gluggum og hækka hitastig í vistarverum sínum. Smáskilaboð þess efnis hafa verið send út. Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri sagði í samtali við fréttastofu klukkan sjö í morgun að slökkvistarf gangi bærilega. „Þetta var mikill eldur í þessum hluta hússins þar sem er starfsemi. Við hann var ekki ráðið þannig að við þurftum að fara mjög fljótlega í að verja aðra hluta hússins.“Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri.Vísir/Jói K.Því hafi húsinu verið skipt upp í tvo hluta og hafa slökkviliðsmenn unnið að því að verja annan hlutann. Þá benti Birgir á að húsið sé stórt og breitt sem hafi gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið,“ sagði Birgir. Veðrið hefur hingað til verið hliðhollt slökkvistarfinu í morgun. Birgir bjóst við því að slökkviliðsmenn myndu starfa áfram á vettvangi í einhverjar klukkustundir til viðbótar en þeir ættu mikið verk fyrir höndum. Þá hafa slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og Suðurnesja verið kallaðir út til aðstoðar í Hafnarfirði. „Okkar starf núna er að halda þessu húsi í tveimur hlutum, verja annan hlutann. Þegar við teljum okkur hafa náð góðum árangri i því þá munum við slökkva sjálfan eldinn,“ sagði Birgir. „Við förum í þetta af afli þegar við erum búin að ná tökum á þessu.“Það logar enn mikill eldur í húsinu.Vísir/Jói K.
Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira