Segir sýslumannsembættið halda fólki í gíslingu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2019 21:00 Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður. Kerfið heldur fólki í gíslingu með langri bið við afgreiðslu mála á fjölskyldusviði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, að mati lögmanns sem sérhæfir sig í persónurétti. Ástandið sé grafalvarlegt og sameining sýslumannaembættanna hafi eingöngu haft neikvæð áhrif. Í upphafi árs 2015 var sýslumannsembættum fækkað úr 24 í 9 með það að markmiði að efla embættin. Í fréttum okkar fyrr á árinu benti formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á að nýleg stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um embættin leiði í ljós að þar ríki ófremdarástand. Úttektin sýni að engin af þeim markmiðum sem ná átti með sameiningunni hafi tekist. Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður sem sérhæfir sig í persónurétti, segir algjörlega ólíðandi að fólk þurfi að bíða uppundir ár með að fá lausn sinna mála. Líf fólks, sem lögum samkvæmt þarf að senda erindi til sýslumanns, sé bara í biðstöðu. „Það getur kannski ekki ákveðið hvar börnin eiga að fara í skóla, það eru þá einhverjar undanþágur varðandi það. Það getur ekki fariðí sundur og verður kannski að búa á sama lögheimili því hvorugt vill flytja lögheimilið frá börnunum sínum. Auðvitað hefur þetta gríðarlega mikil áhrif. Líka út á við, bara á lífið sjálft,“ segir Kolbrún. Sameining embættanna hafi ekki verið hugsuð til enda. „Henni fylgdi ekki fjármagn til þess að sinna þessu fólki. Það er alveg ljóst að fólki á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað. Starfsmönnum á fjölskyldusviði var ekki fjölgað þrátt fyrir sameiningu embættanna. Þannig að það segir sig sjálft að fólk situr bara á hakanum. Það er bara í gíslingu kerfisins,“ segir hún. Málin séu af ýmsum toga, sum flókin en svo séu líka bara einföld mál sem lögum samkvæmt verða að fara í gegnum sýslumann. „Maður veltir fyrir sér hverra hagsmuna þessi breyting átti aðþjóna. Er það kerfið? Eða átti þetta að vera fyrir fólkið? Ef það var fyrir fólkiðþá er það greinilega ekki að skila sér,“ segir hún. Fjölskyldumál Stjórnsýsla Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Kerfið heldur fólki í gíslingu með langri bið við afgreiðslu mála á fjölskyldusviði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, að mati lögmanns sem sérhæfir sig í persónurétti. Ástandið sé grafalvarlegt og sameining sýslumannaembættanna hafi eingöngu haft neikvæð áhrif. Í upphafi árs 2015 var sýslumannsembættum fækkað úr 24 í 9 með það að markmiði að efla embættin. Í fréttum okkar fyrr á árinu benti formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á að nýleg stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um embættin leiði í ljós að þar ríki ófremdarástand. Úttektin sýni að engin af þeim markmiðum sem ná átti með sameiningunni hafi tekist. Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður sem sérhæfir sig í persónurétti, segir algjörlega ólíðandi að fólk þurfi að bíða uppundir ár með að fá lausn sinna mála. Líf fólks, sem lögum samkvæmt þarf að senda erindi til sýslumanns, sé bara í biðstöðu. „Það getur kannski ekki ákveðið hvar börnin eiga að fara í skóla, það eru þá einhverjar undanþágur varðandi það. Það getur ekki fariðí sundur og verður kannski að búa á sama lögheimili því hvorugt vill flytja lögheimilið frá börnunum sínum. Auðvitað hefur þetta gríðarlega mikil áhrif. Líka út á við, bara á lífið sjálft,“ segir Kolbrún. Sameining embættanna hafi ekki verið hugsuð til enda. „Henni fylgdi ekki fjármagn til þess að sinna þessu fólki. Það er alveg ljóst að fólki á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað. Starfsmönnum á fjölskyldusviði var ekki fjölgað þrátt fyrir sameiningu embættanna. Þannig að það segir sig sjálft að fólk situr bara á hakanum. Það er bara í gíslingu kerfisins,“ segir hún. Málin séu af ýmsum toga, sum flókin en svo séu líka bara einföld mál sem lögum samkvæmt verða að fara í gegnum sýslumann. „Maður veltir fyrir sér hverra hagsmuna þessi breyting átti aðþjóna. Er það kerfið? Eða átti þetta að vera fyrir fólkið? Ef það var fyrir fólkiðþá er það greinilega ekki að skila sér,“ segir hún.
Fjölskyldumál Stjórnsýsla Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira