Styttist óðum í að íslenskt grænmeti komi í búðirnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. júlí 2019 07:30 Uppskerutímabil útiræktaðs grænmetis á Íslandi er fremur stutt. Fréttablaðið/Hari Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs Sölufélags garðyrkjumanna, segir veðrið í sumar hafa verið garðyrkjubændum mjög gott. Þeir eigi von á góðri uppskeru. Nýjar kartöflur eru almennt komnar í búðir. Spergilkál og blómkál er væntanlegt innan tíðar. Gulrætur fylgja í kjölfarið. „Það er að minnsta kosti komið sýnishorn af flestu,“ segir Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs Sölufélags garðyrkjumanna, um það hvernig gangi að koma sumaruppskerunni af íslensku grænmeti í verslanir. „Kartöflurnar eru komnar á fullt, má segja, og ættu að vera til í flestum búðum. Annað af þessu útiræktaða er kannski ekki alveg komið á fullan skrið enn þá en það fer að koma töluvert af spergilkáli seinni partinn í þessari viku eða í næstu viku,“ segir Guðni. Síðan muni aðrar tegundir fylgja koll af kolli.Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs Sölufélags garðyrkjumanna.Mynd/SFG„Blómkál og kínakál verður vonandi komið á fullt um mánaðamótin og gulrætur eru aðeins byrjaðar og það ætti að bætast við með hverri viku og um miðjan ágúst ættum við að sjá töluvert af gulrótum í búðum,“ heldur Guðni áfram. Kínakál kemur reyndar oft í lok júní en það verður sennilega ekki fyrr en í ágúst núna. „Þannig að það er alveg mánuði seinna.“ Þessar tegundir verða síðan í boði fram á haust. „Blómkál og spergilkál klárast yfirleitt í október eða nóvember,“ nefnir Guðni sem dæmi. Um verðlag segir Guðni litlar breytingar vera á milli ára. „Það eru náttúrlega einhverja vísitölubreytingar,“ útskýrir hann. Ekki sé um að ræða toppa og lægðir eftir framboðinu. „Tímabilið er auðvitað mjög stutt fyrir blómkál og spergilkál og framboðið helst yfirleitt stöðugt þann tíma.“ Tíðin í sumar hefur að sögn Guðna verið hagstæð garðyrkjubændum. „Það hefur kannski vantað vætu þetta árið en þá eru menn bara að vökva á fullu. Ef menn eru í þessu þurfa þeir að vera búnir undir að vökva,“ segir hann. Uppskera ársins lítur því mjög vel út. „Flestar tegundir ættu að vera á góðu róli.“ Stórir jarðarberjaframleiðendur undir hatti Sölufélags garðyrkjumanna voru þrír en eru nú tveir eftir að gróðurhús skemmdist hjá einum þeirra í fyrravetur. Framboðið er því minna en Guðni segir það ekki valda erfiðleikum. „Það er verið að flytja inn jarðarber og þetta er bara brot af magninu og það hefur gengið vel í íslensku jarðarberjunum þetta árið.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs Sölufélags garðyrkjumanna, segir veðrið í sumar hafa verið garðyrkjubændum mjög gott. Þeir eigi von á góðri uppskeru. Nýjar kartöflur eru almennt komnar í búðir. Spergilkál og blómkál er væntanlegt innan tíðar. Gulrætur fylgja í kjölfarið. „Það er að minnsta kosti komið sýnishorn af flestu,“ segir Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs Sölufélags garðyrkjumanna, um það hvernig gangi að koma sumaruppskerunni af íslensku grænmeti í verslanir. „Kartöflurnar eru komnar á fullt, má segja, og ættu að vera til í flestum búðum. Annað af þessu útiræktaða er kannski ekki alveg komið á fullan skrið enn þá en það fer að koma töluvert af spergilkáli seinni partinn í þessari viku eða í næstu viku,“ segir Guðni. Síðan muni aðrar tegundir fylgja koll af kolli.Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs Sölufélags garðyrkjumanna.Mynd/SFG„Blómkál og kínakál verður vonandi komið á fullt um mánaðamótin og gulrætur eru aðeins byrjaðar og það ætti að bætast við með hverri viku og um miðjan ágúst ættum við að sjá töluvert af gulrótum í búðum,“ heldur Guðni áfram. Kínakál kemur reyndar oft í lok júní en það verður sennilega ekki fyrr en í ágúst núna. „Þannig að það er alveg mánuði seinna.“ Þessar tegundir verða síðan í boði fram á haust. „Blómkál og spergilkál klárast yfirleitt í október eða nóvember,“ nefnir Guðni sem dæmi. Um verðlag segir Guðni litlar breytingar vera á milli ára. „Það eru náttúrlega einhverja vísitölubreytingar,“ útskýrir hann. Ekki sé um að ræða toppa og lægðir eftir framboðinu. „Tímabilið er auðvitað mjög stutt fyrir blómkál og spergilkál og framboðið helst yfirleitt stöðugt þann tíma.“ Tíðin í sumar hefur að sögn Guðna verið hagstæð garðyrkjubændum. „Það hefur kannski vantað vætu þetta árið en þá eru menn bara að vökva á fullu. Ef menn eru í þessu þurfa þeir að vera búnir undir að vökva,“ segir hann. Uppskera ársins lítur því mjög vel út. „Flestar tegundir ættu að vera á góðu róli.“ Stórir jarðarberjaframleiðendur undir hatti Sölufélags garðyrkjumanna voru þrír en eru nú tveir eftir að gróðurhús skemmdist hjá einum þeirra í fyrravetur. Framboðið er því minna en Guðni segir það ekki valda erfiðleikum. „Það er verið að flytja inn jarðarber og þetta er bara brot af magninu og það hefur gengið vel í íslensku jarðarberjunum þetta árið.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira