Kvarta yfir „pervertum í runnum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júlí 2019 18:34 Tveir stríplar á góðri stundu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Striplingar (e. nudist) í Bois de Vincennes garðinum í París, höfuðborg Frakklands, hafa að undanförnu kvartað sáran yfir gægjum (e. voyeur) og fólki með sýniþörf sem truflar þá í viðleitni þeirra til þess að njóta lífsins nakið í garðinum. Segjast stríplarnir ekki hafa fengið að afklæðast óáreittir upp á síðkastið, en tæp tvö ár eru síðan þeir fengu til umráða rúmlega átta þúsund fermetra svæði í garðinum þar sem þeir geta löglega stundað iðju sína, það er að vera allsberir. Þeir segjast hafa orðið varir við „ámælisverða hegðun“ einstaklinga sem tilheyra ekki hópi þeirra, þar á meðal sé fólk sem nýtur þess að horfa í laumi á kynfæri annarra og fólk með sýniþörf. Sögðust aðrir hafa orðið varir við „perverta í runnum.“Guardian hefur eftir einum striplingi að konur í hópi þeirra séu hræddar. „Þeir koma og angra konurnar, auðvitað eru þær hræddar. Stundum kemur lögreglan og lítur við en ef hún stendur menn ekki að verki við skýlaust brot, þá getur hún lítið sem ekkert gert.“ Catherine Baratti-Elbaz, sem fer með málefni borgarhlutans sem garðurinn tilheyrir, segir að beiðni um aukið eftirlit á svæðinu hafi verið lögð fram til lögreglu eftir að kvartanir stríplanna tóku að berast.Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Laurent Luft, forseti Striplingasamtaka Parísar, segir málið hafa verið blásið upp innan raða stríplinga. „Eftir að hafa heyrt af þessum kvörtunum spjallaði ég við karlkyns vin minn sem fer á þetta svæði á hverjum degi. Hann sagðist aldrei hafa séð neina skuggalega hegðun sem ekki samræmist hugmyndinni um stripl.“ Hann viðurkennir þó að upplifun kvenstrípla kunni að vera önnur. „Ég er ekki viss um að ég myndi fara þangað ef ég væri kona, en margar vinkonur mínar gera það þó. Öll striplingasvæði, til að mynda strendur, jafnvel venjulegar strendur þar sem konur eru í bikiníi, muna draga að sér frústreraða karlmenn,“ sagði Luft. Frakkland er meðal þeirra landa sem skora hæst sem áfangastaður strípla, en um 4,7 milljónir strípla fækka þar fötum á ári hverju. Frakkland Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Striplingar (e. nudist) í Bois de Vincennes garðinum í París, höfuðborg Frakklands, hafa að undanförnu kvartað sáran yfir gægjum (e. voyeur) og fólki með sýniþörf sem truflar þá í viðleitni þeirra til þess að njóta lífsins nakið í garðinum. Segjast stríplarnir ekki hafa fengið að afklæðast óáreittir upp á síðkastið, en tæp tvö ár eru síðan þeir fengu til umráða rúmlega átta þúsund fermetra svæði í garðinum þar sem þeir geta löglega stundað iðju sína, það er að vera allsberir. Þeir segjast hafa orðið varir við „ámælisverða hegðun“ einstaklinga sem tilheyra ekki hópi þeirra, þar á meðal sé fólk sem nýtur þess að horfa í laumi á kynfæri annarra og fólk með sýniþörf. Sögðust aðrir hafa orðið varir við „perverta í runnum.“Guardian hefur eftir einum striplingi að konur í hópi þeirra séu hræddar. „Þeir koma og angra konurnar, auðvitað eru þær hræddar. Stundum kemur lögreglan og lítur við en ef hún stendur menn ekki að verki við skýlaust brot, þá getur hún lítið sem ekkert gert.“ Catherine Baratti-Elbaz, sem fer með málefni borgarhlutans sem garðurinn tilheyrir, segir að beiðni um aukið eftirlit á svæðinu hafi verið lögð fram til lögreglu eftir að kvartanir stríplanna tóku að berast.Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Laurent Luft, forseti Striplingasamtaka Parísar, segir málið hafa verið blásið upp innan raða stríplinga. „Eftir að hafa heyrt af þessum kvörtunum spjallaði ég við karlkyns vin minn sem fer á þetta svæði á hverjum degi. Hann sagðist aldrei hafa séð neina skuggalega hegðun sem ekki samræmist hugmyndinni um stripl.“ Hann viðurkennir þó að upplifun kvenstrípla kunni að vera önnur. „Ég er ekki viss um að ég myndi fara þangað ef ég væri kona, en margar vinkonur mínar gera það þó. Öll striplingasvæði, til að mynda strendur, jafnvel venjulegar strendur þar sem konur eru í bikiníi, muna draga að sér frústreraða karlmenn,“ sagði Luft. Frakkland er meðal þeirra landa sem skora hæst sem áfangastaður strípla, en um 4,7 milljónir strípla fækka þar fötum á ári hverju.
Frakkland Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira