Meinaður aðgangur á Austur fyrir að vera samkynhneigður: „Ég hugsaði hann hlýtur að vera að djóka“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. júlí 2019 19:30 Ungum samkynhneigðum manni var meinaður aðgangur að skemmtistaðnum Austur um nýliðna helgi vegna kynhneigðar sinnar. Maðurinn segir að honum hafi blöskrað. Hann sé ánægður með viðbrögð staðarins en dyraverðinum sem meinaði honum aðgang var sagt upp. Síðastliðið laugardagskvöld ætlaði Númi Sveinsson, verkfræðinemi, á skemmtistaðinn Austur til að skemmta sér með vinum sínum. Vinir hans voru komnir á undan honum og var hann því einn á leið inn þegar dyravörður staðarins biður hann um skilríki. „Ég er eitthvað að reyna laga eyrnalokkinn minn á meðan ég er að finna skilríkið mitt og þá segir dyravörðurinn við mig „gay’s are not allowed inside eða samkynhneigðir eru ekki leyfðir hér,“ segir Númi. Dyravörðurinn hafi svo spurt hvort hann væri ekki samkynhneigður. „Ég hleyp þarna beint aftur inn í skápinn og segir nei, sem ég sé náttúrulega eftir núna,“ segir Númi en honum leið mjög skringilega eftir atvikið. Hann bað svo vini sína að koma út og þau fóru annað.„Þetta kom ótrúlega mikið á óvart. Ég hugsaði hann hlýtur að vera að djóka,“ segir Númi. Númi kveðst ánægður með viðbrögð forsvarsmanna Austurs í málinu en dyraverðinum var sagt upp störfum og Númi beðinn afsökunar „Þetta var sjokk fyrir okkur. Við stöndum ekki fyrir þetta. Þetta voru mistök einnar manneskju ekki klúbbsins,“ segir Raul Ferreira, framkvæmdastjóri Austurs og bætir við að svona líðist ekki á Austur. „Ég get ekki beðið um neitt meira en að maðurinn sem gerði þetta sé rekinn. Tíminn sem svona hatur á sér stað er bara liðinn,“ segir Númi og bætir við að hann hafi aldrei upplifað fordóma af þessu tagi. „Það eru meira duldir fordómar til dæmis augnglott og þannig,“ segir Númi sem óttast það eftir atvikið að aðrir sem tilheyri jaðarsettari hópnum verði fyrir svo grimmum fordómum. „Ég er í mikilli forréttindastöðu þannig séð, ég tala reiprennandi íslensku og er hvítur karlmaður. Það eru hópar sem eru í mun jaðarsettari stöðu en ég sem eiga erfiðara,“ segir Númi. Hinsegin Næturlíf Reykjavík Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Sjá meira
Ungum samkynhneigðum manni var meinaður aðgangur að skemmtistaðnum Austur um nýliðna helgi vegna kynhneigðar sinnar. Maðurinn segir að honum hafi blöskrað. Hann sé ánægður með viðbrögð staðarins en dyraverðinum sem meinaði honum aðgang var sagt upp. Síðastliðið laugardagskvöld ætlaði Númi Sveinsson, verkfræðinemi, á skemmtistaðinn Austur til að skemmta sér með vinum sínum. Vinir hans voru komnir á undan honum og var hann því einn á leið inn þegar dyravörður staðarins biður hann um skilríki. „Ég er eitthvað að reyna laga eyrnalokkinn minn á meðan ég er að finna skilríkið mitt og þá segir dyravörðurinn við mig „gay’s are not allowed inside eða samkynhneigðir eru ekki leyfðir hér,“ segir Númi. Dyravörðurinn hafi svo spurt hvort hann væri ekki samkynhneigður. „Ég hleyp þarna beint aftur inn í skápinn og segir nei, sem ég sé náttúrulega eftir núna,“ segir Númi en honum leið mjög skringilega eftir atvikið. Hann bað svo vini sína að koma út og þau fóru annað.„Þetta kom ótrúlega mikið á óvart. Ég hugsaði hann hlýtur að vera að djóka,“ segir Númi. Númi kveðst ánægður með viðbrögð forsvarsmanna Austurs í málinu en dyraverðinum var sagt upp störfum og Númi beðinn afsökunar „Þetta var sjokk fyrir okkur. Við stöndum ekki fyrir þetta. Þetta voru mistök einnar manneskju ekki klúbbsins,“ segir Raul Ferreira, framkvæmdastjóri Austurs og bætir við að svona líðist ekki á Austur. „Ég get ekki beðið um neitt meira en að maðurinn sem gerði þetta sé rekinn. Tíminn sem svona hatur á sér stað er bara liðinn,“ segir Númi og bætir við að hann hafi aldrei upplifað fordóma af þessu tagi. „Það eru meira duldir fordómar til dæmis augnglott og þannig,“ segir Númi sem óttast það eftir atvikið að aðrir sem tilheyri jaðarsettari hópnum verði fyrir svo grimmum fordómum. „Ég er í mikilli forréttindastöðu þannig séð, ég tala reiprennandi íslensku og er hvítur karlmaður. Það eru hópar sem eru í mun jaðarsettari stöðu en ég sem eiga erfiðara,“ segir Númi.
Hinsegin Næturlíf Reykjavík Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Sjá meira