Gera líkamann að yfirlýsingu Sólrún Freyja Sen skrifar 25. júlí 2019 09:00 Tilgangurinn með varningnum er að styðja við málstað Druslugöngunnar og veita styrk til þolenda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nýir bolir og töskur frá skipuleggjendum Druslugöngunnar í ár voru sett í sölu á þriðjudaginn var. Í ár er varningurinn einfaldlega með druslulógóinu og skýrum skilaboðum um málstað göngunnar. Það stendur líka enn til boða að kaupa varning frá því í fyrra. Tilgangurinn með varningnum er að styðja málstað Druslugöngunnar og veita þolendum kynferðisofbeldis og aðstandendum þeirra styrk. Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, segir að varningurinn snúist um að geta gert líkama sinn að yfirlýsingu. „Manni getur kannski fundist það vera skrýtin nálgun á málstaðinn að selja einhverja boli með lógói eða setningu. En það að klæðast orðunum sem mann langar til að segja, sama hvort maður er þolandi eða aðstandandi, gerir það auðveldara að segja eitthvað. Það er auðveldara að fara í bol með áletruninni „ég er ekki lygari“ heldur en að standa upp á hverjum einasta degi og segja „ég er ekki lygari“.Sækja styrk í fötin Helga tekur eftir að margir þolendur kynferðisofbeldis sækja styrk í að klæðast fötum Druslugöngunnar og að sjá aðra í fötunum. Með því að gera klæðnaðinn vinsælan getur það líka hjálpað til við að setja ákveðin mál á dagskrá. Helga segir að varningurinn geti stuðlað að því að umræðan haldi áfram á milli Druslugangna þar sem fólk getur auðvitað klæðst bolunum og notað töskurnar allan ársins hring. Varningurinn hefur alltaf selst vel að sögn Helgu, sem segir jafnframt að hún sjái kaupendur úr öllum samfélagshópum. „Samt hefur mér oft fundist að ákveðnir hópar leggi of mikla áherslu á klæðnaðinn.“ Miðað við spenninginn sem myndast fyrir varningi Druslugöngunnar mætti halda að tískumerki væri að gefa út nýja línu að sögn Helgu. „Druslugangan á ekki að vera tískumerki. Varningurinn á ekki að taka pláss frá málstaðnum heldur að styðja við hann.“Fólk úr öllum samfélagshópum hefur tileinkað sér varning Druslugöngunnar.Það að klæðast bolunum eða nota töskurnar kallar Helga míní-aktívisma. Það getur gert gott fyrir einstakling, sem burðast með óæskilega skömm vegna kynferðisofbeldis, að sjá einhvern klæðast flík sem sýnir að viðkomandi er með honum í liði. „Það er mjög fallegur míní-aktívismi.“Hannyrðapönk í krosssaumi Í dag verður haldin hannyrðavinnustofa með Sigrúnu Bragadóttur sem er þekkt á Twitter fyrir myllumerkið #bataferlisigrúnar. Undir því merki hefur Sigrún deilt saumuðum yfirlýsingum sem fjalla um eigin bata eftir kynferðisofbeldi. Meðal annars notar Sigrún krosssaum í því ferli. Eftir Klaustursmálið saumaði Sigrún út „húrrandi klikkuð kunta“, orð sem Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, lét falla um Ingu Sæland og gaf Ingu að gjöf. „Hún er svona hannyrðapönkari,“ segir Helga. „Hún er með aktívisma í gegnum hannyrðir og er mikill töffari.“ Tilgangurinn með hannyrðavinnustofunni er að kenna fólki að sauma út yfirlýsingar á boli eða annan fatnað. Í ár leggja skipuleggjendur Druslugöngunnar áherslu á endurnotkun og hvetja fólk til að sauma út eða skrifa á gamla boli orð sem það vill koma á framfæri. „Við höfum alltaf verið með lykilsetningar eins og „ég er ekki drusla“ og „ég er ekki lygari“, en við viljum hvetja fólk til að koma með sína eigin boli og skrifa á þá sjálft. Við erum líka öll með mismunandi hluti sem við viljum segja. En ef fólk finnur það ekki hjá sér og veit ekki hvað það vill segja, þá verðum við með helling af bolum með druslulógóinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Nýir bolir og töskur frá skipuleggjendum Druslugöngunnar í ár voru sett í sölu á þriðjudaginn var. Í ár er varningurinn einfaldlega með druslulógóinu og skýrum skilaboðum um málstað göngunnar. Það stendur líka enn til boða að kaupa varning frá því í fyrra. Tilgangurinn með varningnum er að styðja málstað Druslugöngunnar og veita þolendum kynferðisofbeldis og aðstandendum þeirra styrk. Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, segir að varningurinn snúist um að geta gert líkama sinn að yfirlýsingu. „Manni getur kannski fundist það vera skrýtin nálgun á málstaðinn að selja einhverja boli með lógói eða setningu. En það að klæðast orðunum sem mann langar til að segja, sama hvort maður er þolandi eða aðstandandi, gerir það auðveldara að segja eitthvað. Það er auðveldara að fara í bol með áletruninni „ég er ekki lygari“ heldur en að standa upp á hverjum einasta degi og segja „ég er ekki lygari“.Sækja styrk í fötin Helga tekur eftir að margir þolendur kynferðisofbeldis sækja styrk í að klæðast fötum Druslugöngunnar og að sjá aðra í fötunum. Með því að gera klæðnaðinn vinsælan getur það líka hjálpað til við að setja ákveðin mál á dagskrá. Helga segir að varningurinn geti stuðlað að því að umræðan haldi áfram á milli Druslugangna þar sem fólk getur auðvitað klæðst bolunum og notað töskurnar allan ársins hring. Varningurinn hefur alltaf selst vel að sögn Helgu, sem segir jafnframt að hún sjái kaupendur úr öllum samfélagshópum. „Samt hefur mér oft fundist að ákveðnir hópar leggi of mikla áherslu á klæðnaðinn.“ Miðað við spenninginn sem myndast fyrir varningi Druslugöngunnar mætti halda að tískumerki væri að gefa út nýja línu að sögn Helgu. „Druslugangan á ekki að vera tískumerki. Varningurinn á ekki að taka pláss frá málstaðnum heldur að styðja við hann.“Fólk úr öllum samfélagshópum hefur tileinkað sér varning Druslugöngunnar.Það að klæðast bolunum eða nota töskurnar kallar Helga míní-aktívisma. Það getur gert gott fyrir einstakling, sem burðast með óæskilega skömm vegna kynferðisofbeldis, að sjá einhvern klæðast flík sem sýnir að viðkomandi er með honum í liði. „Það er mjög fallegur míní-aktívismi.“Hannyrðapönk í krosssaumi Í dag verður haldin hannyrðavinnustofa með Sigrúnu Bragadóttur sem er þekkt á Twitter fyrir myllumerkið #bataferlisigrúnar. Undir því merki hefur Sigrún deilt saumuðum yfirlýsingum sem fjalla um eigin bata eftir kynferðisofbeldi. Meðal annars notar Sigrún krosssaum í því ferli. Eftir Klaustursmálið saumaði Sigrún út „húrrandi klikkuð kunta“, orð sem Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, lét falla um Ingu Sæland og gaf Ingu að gjöf. „Hún er svona hannyrðapönkari,“ segir Helga. „Hún er með aktívisma í gegnum hannyrðir og er mikill töffari.“ Tilgangurinn með hannyrðavinnustofunni er að kenna fólki að sauma út yfirlýsingar á boli eða annan fatnað. Í ár leggja skipuleggjendur Druslugöngunnar áherslu á endurnotkun og hvetja fólk til að sauma út eða skrifa á gamla boli orð sem það vill koma á framfæri. „Við höfum alltaf verið með lykilsetningar eins og „ég er ekki drusla“ og „ég er ekki lygari“, en við viljum hvetja fólk til að koma með sína eigin boli og skrifa á þá sjálft. Við erum líka öll með mismunandi hluti sem við viljum segja. En ef fólk finnur það ekki hjá sér og veit ekki hvað það vill segja, þá verðum við með helling af bolum með druslulógóinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira