Fordæma „opinbera aðför“ þingmanna Pírata gegn Birgittu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2019 13:26 Helgi Hrafn Gunnarsson og Halldóra Mogensen voru á meðal þeirra sem beittu sér gegn skipun Birgittu Jónsdóttur í trúnaðarráð Pírata. Vísir/Samsett Rúmlega fjörutíu manns, sem segjast félagar í Pírötum, hafa ritað nafn sitt undir undirskriftalista þar sem framganga áhrifafólks innan flokksins gagnvart Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi þingmanni Pírata, er fordæmd. Varaþingmaður Pírata sem skrifar undir listann segir ekki um að ræða stuðningsyfirlýsingu við Birgittu af sinni hálfu heldur yfirlýsingu um óánægju með framkomu valdafólks innan Pírata. Tilefni undirskriftalistans, sem Stundin greindi fyrst frá í dag, er hitafundur Pírata sem haldinn var þann 15. júlí síðastliðinn. Þar fór Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata ófögrum orðum um Birgittu, sem sóttist eftir sæti í trúnaðarráði flokksins en var hafnað. Þá var Halldóra Mogensen þingmaður Pírata einnig á meðal þeirra sem beittu sér gegn skipun Birgittu í trúnaðarráðið. Fleiri Píratar stigu fram í kjölfarið og lýstu samskiptum sínum við Birgittu. Ásta Guðrún Helgadóttir, sem sat á þingi fyrir flokkinn frá 2015 til 2017, sagði Birgittu til að mynda af beitt samstarfsfólk sitt andlegu ofbeldi. Sara Elísa Þórðardóttir varaþingmaður Pírata lýsti því jafnframt í viðtali við Stundina að Birgitta hefði komið óheiðarlega fram við samstarfsfólk og Píratar verið meðvirkir gagnvart henni of lengi.Sjá einnig: Ásta Guðrún lýsir samstarfinu við Birgittu: „Hinn frekasti fékk að ráða“Í yfirlýsingu með undirskriftalistanum, sem 43 hafa skrifað undir þegar þetta er ritað og birtur er undir yfirskriftinni „Ekki í mínu nafni“, segir að undirritaðir harmi þá atburðarás sem varð á umræddum fundi í júlí. Hin „opinbera aðför“ sem Birgitta hafi orðið fyrir af valdafólki innan flokksins sé með öllu ólíðandi. „Þingmenn Pírata og annað valdafólk innan flokksins sem tóku til máls á fundinum fóru offari gegn einum félagsmanni. Sú opinbera aðför, óháð því hvaða stöðu umræddur félagsmaður gegndi áður og hvað kann að hafa farið aðila á milli fyrr, er með öllu ólíðandi. Öllum skal sýnd kurteisi og virðing, sérstaklega þegar rætt er um og/eða talað til ákveðinna einstaklinga,“ segir í yfirlýsingunni. „Framkoma þeirra sem fóru offari á fyrrnefndum fundi er ámælisverð, engum til gagns, og ber að fordæma.Þá skyldi ekki líta hjá stöðu þeirra sem um ræðir, en það traust sem fulltrúum grasrótar á Alþingi er falið er ekki sjálfsagður hlutur og bíður eðlilega hnekki, innan hreyfingarinnar sem utan, þegar komið er fram með þessum hætti.“Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata í Suðurkjördæmi.Mynd/Stöð 2Ekki stuðningsyfirlýsing við Birgittu Á meðal þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna er áhrifafólk innan Pírata. Þar má nefna Guðrúnu Ágústu Þórdísardóttur fyrrverandi varaþingmann, Þórólf Júlían Dagsson, oddvita Pírata í Reykjanesbæ, og Álfheiði Eymarsdóttur, varaþingmann Pírata í Suðurkjördæmi. Álfheiður segir í samtali við Vísi að hún hafi litlu við málið að bæta sem ekki kemur þegar fram í yfirlýsingunni. „Ég held að þetta sé hófsöm birtingarmynd óánægju með framgöngu ákveðinna einstaklinga á fundinum.“ Hún segist ekki líta á sig sem sérstaka stuðningskonu Birgittu. „Þetta er ekki stuðningsyfirlýsing við Birgittu. Þetta er óánægja með framgöngu ákveðinna einstaklinga á opinberum fundi í garð persónu einstaks félagsmanns í Pírötum,“ segir Álfheiður.Fréttin hefur verið uppfærð. Píratar Tengdar fréttir Upptaka af átakafundi Pírata: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu Jónsdóttur á fundi Pírata í gær. 16. júlí 2019 19:09 Helgi Hrafn um ræðuna: „Þetta var ömurlegt fyrir alla en ég myndi gera þetta aftur“ Helgi Hrafn segist ekki hafa beint orðum sínum að almenningi og hafi ekki verið að reyna að gera lítið úr Birgittu á fundinum. Honum hafi einfaldlega þótt mikilvægt að þetta kæmi fram fyrir atkvæðagreiðsluna. 17. júlí 2019 15:04 Ásta Guðrún lýsir samstarfinu við Birgittu: „Hinn frekasti fékk að ráða“ Píratinn Ásta Guðrún Helgadóttir, sem sat á þingi fyrir flokkinn 2015 til 2017, ásamt Helga Hrafni Gunnarssyni og Birgittu Jónsdóttur, segir samstarf hennar og Birgittu Jónsdóttur hafa verið svo erfitt að kalla hafi þurft til vinnustaðarsálfræðings. 19. júlí 2019 15:15 Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16. júlí 2019 12:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Rúmlega fjörutíu manns, sem segjast félagar í Pírötum, hafa ritað nafn sitt undir undirskriftalista þar sem framganga áhrifafólks innan flokksins gagnvart Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi þingmanni Pírata, er fordæmd. Varaþingmaður Pírata sem skrifar undir listann segir ekki um að ræða stuðningsyfirlýsingu við Birgittu af sinni hálfu heldur yfirlýsingu um óánægju með framkomu valdafólks innan Pírata. Tilefni undirskriftalistans, sem Stundin greindi fyrst frá í dag, er hitafundur Pírata sem haldinn var þann 15. júlí síðastliðinn. Þar fór Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata ófögrum orðum um Birgittu, sem sóttist eftir sæti í trúnaðarráði flokksins en var hafnað. Þá var Halldóra Mogensen þingmaður Pírata einnig á meðal þeirra sem beittu sér gegn skipun Birgittu í trúnaðarráðið. Fleiri Píratar stigu fram í kjölfarið og lýstu samskiptum sínum við Birgittu. Ásta Guðrún Helgadóttir, sem sat á þingi fyrir flokkinn frá 2015 til 2017, sagði Birgittu til að mynda af beitt samstarfsfólk sitt andlegu ofbeldi. Sara Elísa Þórðardóttir varaþingmaður Pírata lýsti því jafnframt í viðtali við Stundina að Birgitta hefði komið óheiðarlega fram við samstarfsfólk og Píratar verið meðvirkir gagnvart henni of lengi.Sjá einnig: Ásta Guðrún lýsir samstarfinu við Birgittu: „Hinn frekasti fékk að ráða“Í yfirlýsingu með undirskriftalistanum, sem 43 hafa skrifað undir þegar þetta er ritað og birtur er undir yfirskriftinni „Ekki í mínu nafni“, segir að undirritaðir harmi þá atburðarás sem varð á umræddum fundi í júlí. Hin „opinbera aðför“ sem Birgitta hafi orðið fyrir af valdafólki innan flokksins sé með öllu ólíðandi. „Þingmenn Pírata og annað valdafólk innan flokksins sem tóku til máls á fundinum fóru offari gegn einum félagsmanni. Sú opinbera aðför, óháð því hvaða stöðu umræddur félagsmaður gegndi áður og hvað kann að hafa farið aðila á milli fyrr, er með öllu ólíðandi. Öllum skal sýnd kurteisi og virðing, sérstaklega þegar rætt er um og/eða talað til ákveðinna einstaklinga,“ segir í yfirlýsingunni. „Framkoma þeirra sem fóru offari á fyrrnefndum fundi er ámælisverð, engum til gagns, og ber að fordæma.Þá skyldi ekki líta hjá stöðu þeirra sem um ræðir, en það traust sem fulltrúum grasrótar á Alþingi er falið er ekki sjálfsagður hlutur og bíður eðlilega hnekki, innan hreyfingarinnar sem utan, þegar komið er fram með þessum hætti.“Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata í Suðurkjördæmi.Mynd/Stöð 2Ekki stuðningsyfirlýsing við Birgittu Á meðal þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna er áhrifafólk innan Pírata. Þar má nefna Guðrúnu Ágústu Þórdísardóttur fyrrverandi varaþingmann, Þórólf Júlían Dagsson, oddvita Pírata í Reykjanesbæ, og Álfheiði Eymarsdóttur, varaþingmann Pírata í Suðurkjördæmi. Álfheiður segir í samtali við Vísi að hún hafi litlu við málið að bæta sem ekki kemur þegar fram í yfirlýsingunni. „Ég held að þetta sé hófsöm birtingarmynd óánægju með framgöngu ákveðinna einstaklinga á fundinum.“ Hún segist ekki líta á sig sem sérstaka stuðningskonu Birgittu. „Þetta er ekki stuðningsyfirlýsing við Birgittu. Þetta er óánægja með framgöngu ákveðinna einstaklinga á opinberum fundi í garð persónu einstaks félagsmanns í Pírötum,“ segir Álfheiður.Fréttin hefur verið uppfærð.
Píratar Tengdar fréttir Upptaka af átakafundi Pírata: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu Jónsdóttur á fundi Pírata í gær. 16. júlí 2019 19:09 Helgi Hrafn um ræðuna: „Þetta var ömurlegt fyrir alla en ég myndi gera þetta aftur“ Helgi Hrafn segist ekki hafa beint orðum sínum að almenningi og hafi ekki verið að reyna að gera lítið úr Birgittu á fundinum. Honum hafi einfaldlega þótt mikilvægt að þetta kæmi fram fyrir atkvæðagreiðsluna. 17. júlí 2019 15:04 Ásta Guðrún lýsir samstarfinu við Birgittu: „Hinn frekasti fékk að ráða“ Píratinn Ásta Guðrún Helgadóttir, sem sat á þingi fyrir flokkinn 2015 til 2017, ásamt Helga Hrafni Gunnarssyni og Birgittu Jónsdóttur, segir samstarf hennar og Birgittu Jónsdóttur hafa verið svo erfitt að kalla hafi þurft til vinnustaðarsálfræðings. 19. júlí 2019 15:15 Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16. júlí 2019 12:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Upptaka af átakafundi Pírata: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu Jónsdóttur á fundi Pírata í gær. 16. júlí 2019 19:09
Helgi Hrafn um ræðuna: „Þetta var ömurlegt fyrir alla en ég myndi gera þetta aftur“ Helgi Hrafn segist ekki hafa beint orðum sínum að almenningi og hafi ekki verið að reyna að gera lítið úr Birgittu á fundinum. Honum hafi einfaldlega þótt mikilvægt að þetta kæmi fram fyrir atkvæðagreiðsluna. 17. júlí 2019 15:04
Ásta Guðrún lýsir samstarfinu við Birgittu: „Hinn frekasti fékk að ráða“ Píratinn Ásta Guðrún Helgadóttir, sem sat á þingi fyrir flokkinn 2015 til 2017, ásamt Helga Hrafni Gunnarssyni og Birgittu Jónsdóttur, segir samstarf hennar og Birgittu Jónsdóttur hafa verið svo erfitt að kalla hafi þurft til vinnustaðarsálfræðings. 19. júlí 2019 15:15
Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16. júlí 2019 12:00