Hvalirnir fljótlega á bak og burt þegar björgunarfólk bar að garði Sylvía Hall skrifar 26. júlí 2019 23:40 Björgunarsveitir hafa áður þurft að grípa til aðgerða vegna grindhvala, síðast í Kolgrafafirði sumarið 2018. Vísir/Vilhelm Allar björgunarsveitir á Reykjanesi voru kallaðar út upp úr klukkan níu í kvöld þegar grindhvalavaða hafði komið sér fyrir í Keflavíkurhöfn. Óstaðfestar tölur segja að um þrettán hvalir hafi verið í höfninni, en þeir héldu sig í miðri höfninni. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, voru komnir tveir bátar á flot. Þegar fyrsti báturinn var kominn á flot um tíuleytið í kvöld sást ekki lengur til hvalanna og hafa þeir ekki sést síðan. Stuttu fyrir ellefu voru því allar björgunarsveitir afturkallaðar. Hann segir verkefninu lokið af hálfu Landsbjargar sem stendur en mögulegt er hvalirnir snúi aftur. Ekki er vitað hvort hvalirnir hafi fælst frá þegar fyrsti báturinn var settur á flot eða þeir horfið frá af sjálfsdáðum. „Í raun og veru þurftu björgunarsveitirnar ekkert að gera, það kom aldrei til þess að reka þá í burtu,“ segir Davíð í samtali við Vísi.Dæmi um að vöður snúi aftur Fyrr í vikunni var greint frá því að miklu magni af makríl hafði verið mokað upp úr höfninni en makrílvertíðin á Reykjanesi hófst mun fyrr en venjulega í ár. Hægt sé að rekja það til þess að sjávarhitinn er um tveimur gráðum hærri nú en í venjulegu árferði. Davíð segir það vera mögulega skýringu á veru hvalanna í höfninni. „Menn vilja mögulega vera að tengja þetta saman, að grindhvalirnir hafi verið að elta hann uppi. Þeir gætu alveg eins komið aftur.“ Björgunarsveitin hefur áður þurft að bregðast við vegna hvala sem sjást við strendur Íslands. Síðasta sumar þurftu björgunarsveitir að bregðast við vegna grindhvalavöðu í Kolgrafafirði sem sneri aftur þrátt fyrir að búið væri að fæla þær í burtu. „Það er mögulega hægt að segja það að þetta sé orðin ný sérhæfing hjá björgunarsveitum að reka hvali. Menn á Suðurnesjum voru fljótir að hringja í kollega sína á Snæfellsnesi að fá góð ráð því þeir voru náttúrulega á kafi í þessu í fyrra í nokkra daga,“ segir Davíð að lokum. Björgunarsveitir Dýr Reykjanesbær Tengdar fréttir Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Fyrr í dag festist grindhvalavaða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, björgunarsveitir voru kallaðir til og loks tókst að koma hvölunum út á haf. 12. ágúst 2018 20:50 Grindhvalavaða í miðri Keflavíkurhöfn Hvalirnir halda sig í hóp í miðri höfninni. 26. júlí 2019 21:28 Hvers vegna villast grindhvalir upp að landi? Það er sjaldgæft að grindhvalavaða villist upp að ströndum lands, líkt og gerðist undan ströndum Njarðvíkur í gær. Það hefur gerst um það bil á tíu ára fresti hér við land að sögn Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. Þá eiga dýrin það til að synda upp í fjöru og festast. Ekki er vitað hvað veldur þessari hegðun en ýmsar kenningar hafa verið settar fram. 29. júlí 2012 11:12 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Allar björgunarsveitir á Reykjanesi voru kallaðar út upp úr klukkan níu í kvöld þegar grindhvalavaða hafði komið sér fyrir í Keflavíkurhöfn. Óstaðfestar tölur segja að um þrettán hvalir hafi verið í höfninni, en þeir héldu sig í miðri höfninni. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, voru komnir tveir bátar á flot. Þegar fyrsti báturinn var kominn á flot um tíuleytið í kvöld sást ekki lengur til hvalanna og hafa þeir ekki sést síðan. Stuttu fyrir ellefu voru því allar björgunarsveitir afturkallaðar. Hann segir verkefninu lokið af hálfu Landsbjargar sem stendur en mögulegt er hvalirnir snúi aftur. Ekki er vitað hvort hvalirnir hafi fælst frá þegar fyrsti báturinn var settur á flot eða þeir horfið frá af sjálfsdáðum. „Í raun og veru þurftu björgunarsveitirnar ekkert að gera, það kom aldrei til þess að reka þá í burtu,“ segir Davíð í samtali við Vísi.Dæmi um að vöður snúi aftur Fyrr í vikunni var greint frá því að miklu magni af makríl hafði verið mokað upp úr höfninni en makrílvertíðin á Reykjanesi hófst mun fyrr en venjulega í ár. Hægt sé að rekja það til þess að sjávarhitinn er um tveimur gráðum hærri nú en í venjulegu árferði. Davíð segir það vera mögulega skýringu á veru hvalanna í höfninni. „Menn vilja mögulega vera að tengja þetta saman, að grindhvalirnir hafi verið að elta hann uppi. Þeir gætu alveg eins komið aftur.“ Björgunarsveitin hefur áður þurft að bregðast við vegna hvala sem sjást við strendur Íslands. Síðasta sumar þurftu björgunarsveitir að bregðast við vegna grindhvalavöðu í Kolgrafafirði sem sneri aftur þrátt fyrir að búið væri að fæla þær í burtu. „Það er mögulega hægt að segja það að þetta sé orðin ný sérhæfing hjá björgunarsveitum að reka hvali. Menn á Suðurnesjum voru fljótir að hringja í kollega sína á Snæfellsnesi að fá góð ráð því þeir voru náttúrulega á kafi í þessu í fyrra í nokkra daga,“ segir Davíð að lokum.
Björgunarsveitir Dýr Reykjanesbær Tengdar fréttir Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Fyrr í dag festist grindhvalavaða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, björgunarsveitir voru kallaðir til og loks tókst að koma hvölunum út á haf. 12. ágúst 2018 20:50 Grindhvalavaða í miðri Keflavíkurhöfn Hvalirnir halda sig í hóp í miðri höfninni. 26. júlí 2019 21:28 Hvers vegna villast grindhvalir upp að landi? Það er sjaldgæft að grindhvalavaða villist upp að ströndum lands, líkt og gerðist undan ströndum Njarðvíkur í gær. Það hefur gerst um það bil á tíu ára fresti hér við land að sögn Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. Þá eiga dýrin það til að synda upp í fjöru og festast. Ekki er vitað hvað veldur þessari hegðun en ýmsar kenningar hafa verið settar fram. 29. júlí 2012 11:12 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Fyrr í dag festist grindhvalavaða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, björgunarsveitir voru kallaðir til og loks tókst að koma hvölunum út á haf. 12. ágúst 2018 20:50
Grindhvalavaða í miðri Keflavíkurhöfn Hvalirnir halda sig í hóp í miðri höfninni. 26. júlí 2019 21:28
Hvers vegna villast grindhvalir upp að landi? Það er sjaldgæft að grindhvalavaða villist upp að ströndum lands, líkt og gerðist undan ströndum Njarðvíkur í gær. Það hefur gerst um það bil á tíu ára fresti hér við land að sögn Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. Þá eiga dýrin það til að synda upp í fjöru og festast. Ekki er vitað hvað veldur þessari hegðun en ýmsar kenningar hafa verið settar fram. 29. júlí 2012 11:12