Róhingjar snúa ekki heim fái þeir ekki viðurkenningu Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 29. júlí 2019 06:00 Mikill fjöldi Róhingja hefst við í flóttamannabúðunum í Cox Bazar, en talið er að um 730.000 manns búi í búðunum. Þrátt fyrir ofbeldi og glæpi reynir fólkið að lifa eðlilegu lífi líkt og að fara á markaðinn. Nordicphotos/Getty Embættismenn frá Mjanmar heimsóttu um helgina flóttamannabúðir í borginni Cox Bazar í Bangladess þar sem um 730.000 Róhingjar hafa verið á flótta frá árinu 2017. Tilgangur heimsóknarinnar var að hefja flutning flóttamannanna aftur til Mjanmar. Þetta er í annað sinn sem mjanmarskir embættismenn heimsækja flóttamannabúðirnar en í október síðastliðnum höfnuðu leiðtogar Róhingja tilboði sendinefndar Mjanmar um að snúa aftur til landsins. Róhingjar flúðu ofsóknir og ofbeldi í heimalandinu Mjanmar árið 2017 og hefur hátt í milljón Róhingja gist flóttamannabúðirnar í Cox Bazar síðan. Búðirnar eru með þeim stærstu í heiminum og erfitt er að sjá fyrir þörfum þess fjölda sem þar dvelur ásamt því að ofbeldi og glæpir eiga sér þar stað daglega. Ríkjandi hugmyndafræði í Mjanmar er sú að þar skuli einungis iðkuð búddatrú en meiri hluti Róhingja eru múslimar. Aðgerðir hersins gagnvart þeim voru ofbeldisfullar og hafa æðstu ráðamenn landsins verið sakaðir um þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi. Róhingjar voru ekki viðurkenndir sem þjóðernishópur í landinu og fengu ekki ríkisborgararétt. Sendinefnd Mjanmar, með utanríkisráðherrann Myinth Thu í fararbroddi, ræddi á laugardag og sunnudag við þrjátíu og fimm leiðtoga Róhingja í flóttamannabúðunum um aðgerðir til að Róhingjar gætu snúið aftur til Mjanmar. Niðurstöður viðræðnanna voru þær að Róhingjar hyggjast ekki snúa aftur til Mjanmar verði þeir ekki viðurkenndir sem þjóðernishópur í landinu og hljóti þar ríkisborgararétt. Dil Mohammed, einn þeirra sem þátt tóku í viðræðunum fyrir hönd Róhingja, sagði í samtali við Reuters að enginn myndi snúa til baka nema kröfum um réttlæti og alþjóðlega vernd væri sinnt. „Við sögðum þeim að við myndum ekki snúa aftur nema við yrðum viðurkennd sem Róhingjar í Mjanmar,“ sagði Mohammed. „Við viljum ríkisborgararétt, við viljum öll réttindi okkar. Við treystum þeim ekki. Við munum ekki snúa aftur nema alþjóðleg vernd sé til staðar,“ sagði hann og bætti við að Róhingjar vilji snúa aftur til síns lands en ekki enda í búðum hinum megin við landamærin. Róhingjar eru ekki þeir einu sem eru áhyggjufullir yfir því sem bíður þeirra í Mjanmar snúi þeir til baka en flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna og aðrar hjálparstofnanir óttast einnig um öryggi þeirra. „Við erum tilbúin að hefja brottflutning héðan hvenær sem er. Það er undir Mjanmar komið að búa til stuðningsumhverfi sem gerir Róhingjum kleift að snúa aftur til heimalandsins,“ sagði Abul Kalam sem fer fyrir flóttamannahjálp í Bangladess. Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Embættismenn frá Mjanmar heimsóttu um helgina flóttamannabúðir í borginni Cox Bazar í Bangladess þar sem um 730.000 Róhingjar hafa verið á flótta frá árinu 2017. Tilgangur heimsóknarinnar var að hefja flutning flóttamannanna aftur til Mjanmar. Þetta er í annað sinn sem mjanmarskir embættismenn heimsækja flóttamannabúðirnar en í október síðastliðnum höfnuðu leiðtogar Róhingja tilboði sendinefndar Mjanmar um að snúa aftur til landsins. Róhingjar flúðu ofsóknir og ofbeldi í heimalandinu Mjanmar árið 2017 og hefur hátt í milljón Róhingja gist flóttamannabúðirnar í Cox Bazar síðan. Búðirnar eru með þeim stærstu í heiminum og erfitt er að sjá fyrir þörfum þess fjölda sem þar dvelur ásamt því að ofbeldi og glæpir eiga sér þar stað daglega. Ríkjandi hugmyndafræði í Mjanmar er sú að þar skuli einungis iðkuð búddatrú en meiri hluti Róhingja eru múslimar. Aðgerðir hersins gagnvart þeim voru ofbeldisfullar og hafa æðstu ráðamenn landsins verið sakaðir um þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi. Róhingjar voru ekki viðurkenndir sem þjóðernishópur í landinu og fengu ekki ríkisborgararétt. Sendinefnd Mjanmar, með utanríkisráðherrann Myinth Thu í fararbroddi, ræddi á laugardag og sunnudag við þrjátíu og fimm leiðtoga Róhingja í flóttamannabúðunum um aðgerðir til að Róhingjar gætu snúið aftur til Mjanmar. Niðurstöður viðræðnanna voru þær að Róhingjar hyggjast ekki snúa aftur til Mjanmar verði þeir ekki viðurkenndir sem þjóðernishópur í landinu og hljóti þar ríkisborgararétt. Dil Mohammed, einn þeirra sem þátt tóku í viðræðunum fyrir hönd Róhingja, sagði í samtali við Reuters að enginn myndi snúa til baka nema kröfum um réttlæti og alþjóðlega vernd væri sinnt. „Við sögðum þeim að við myndum ekki snúa aftur nema við yrðum viðurkennd sem Róhingjar í Mjanmar,“ sagði Mohammed. „Við viljum ríkisborgararétt, við viljum öll réttindi okkar. Við treystum þeim ekki. Við munum ekki snúa aftur nema alþjóðleg vernd sé til staðar,“ sagði hann og bætti við að Róhingjar vilji snúa aftur til síns lands en ekki enda í búðum hinum megin við landamærin. Róhingjar eru ekki þeir einu sem eru áhyggjufullir yfir því sem bíður þeirra í Mjanmar snúi þeir til baka en flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna og aðrar hjálparstofnanir óttast einnig um öryggi þeirra. „Við erum tilbúin að hefja brottflutning héðan hvenær sem er. Það er undir Mjanmar komið að búa til stuðningsumhverfi sem gerir Róhingjum kleift að snúa aftur til heimalandsins,“ sagði Abul Kalam sem fer fyrir flóttamannahjálp í Bangladess.
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira