Fyrr og síðar Einar Benediktsson skrifar 29. júlí 2019 07:00 Gildi sagnaritunar Íslendinga fyrir menningarheiminn í löndum austan hafs og vestan varð mér æ ljósara í ævistarfi mínu í utanríkisþjónustunni. Nærtækastur er Noregur. Án Snorra væri engin heildarmynd til af nokkurra alda tímabili norskrar sögu. Sagan af víkingaöldinni er ávallt til reiðu ef Íslendingar kunna með þá auðlegð að fara og flytja öðrum þjóðum. Íslandskynningin í Bandaríkjunum og Kanada í tilefni 1000 ára afmælis landafundar Leifs Eiríkssonar var hin mesta sigurför tengd siglingu víkingaskipsins Íslendings um hafnir Nýfundnalands, Nova Scotia og austurstrandar Bandaríkjanna til New York. Var athygli allra fjölmiðla hvarvetna miklu meiri en dæmi eru um slíka viðburði á Íslands vegum. Háskólasamfélög í Evrópu og Ameríku hafa lengi haft í sínu liði sérfræðinga á sviði íslenskra fræða. Við marga úr þeim hópi mikilla Íslandsvina hafði ég í Frakklandi, Bretlandi, Noregi og Bandaríkjunum afar gagnleg og ánægjuleg samskipti og ber að þakka. Eftir þá og forvera þeirra liggur ótrúlegur forði ritverka og þýðinga úr íslenskum fræðum, sem komið hafa samfara kennslustörfum og einnig ná til nemenda frá Asíulöndum Það verður að telja fráleitt, að á öld rappsins hættum við að rækja hlutverk okkar sem Íslendinga við varðveislu tungunnar og þeirra fjársjóða sem hún geymir. Eitthvað slíkt hefur verið fyrir hendi mína lífstíð: dönskuslettur áður, enskan og Hollywood-bylgjan með stríðinu og lengi á eftir eða þá fyrirferð erlendra sjónvarpsstöðva síðan. En íslensk fjölmiðlun dafnar og við eigum öflugt menntakerfi. Við risum upp úr Hruninu með fullgerða Hörpu til eflingar menningu þjóðfélagsins. Við eigum rétt til þátttöku, svo sem sérstaða krefst, í samfélagi Evrópuþjóða. Sá ótvíræði réttur er reistur á menningu þjóðarinnar, sem er hinn norðlægi burðarás í grunni Evrópu. Hann sköpuðu Íslendingar og varðveittu til eignar og útbreiðslu. Dagrenning sögu hins norræna kynstofns er skráð í Reykholti.Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar Benediktsson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Undirliggjandi verðbólguþrýstingur“ – afsökun fyrir háum vöxtum? Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Gildi sagnaritunar Íslendinga fyrir menningarheiminn í löndum austan hafs og vestan varð mér æ ljósara í ævistarfi mínu í utanríkisþjónustunni. Nærtækastur er Noregur. Án Snorra væri engin heildarmynd til af nokkurra alda tímabili norskrar sögu. Sagan af víkingaöldinni er ávallt til reiðu ef Íslendingar kunna með þá auðlegð að fara og flytja öðrum þjóðum. Íslandskynningin í Bandaríkjunum og Kanada í tilefni 1000 ára afmælis landafundar Leifs Eiríkssonar var hin mesta sigurför tengd siglingu víkingaskipsins Íslendings um hafnir Nýfundnalands, Nova Scotia og austurstrandar Bandaríkjanna til New York. Var athygli allra fjölmiðla hvarvetna miklu meiri en dæmi eru um slíka viðburði á Íslands vegum. Háskólasamfélög í Evrópu og Ameríku hafa lengi haft í sínu liði sérfræðinga á sviði íslenskra fræða. Við marga úr þeim hópi mikilla Íslandsvina hafði ég í Frakklandi, Bretlandi, Noregi og Bandaríkjunum afar gagnleg og ánægjuleg samskipti og ber að þakka. Eftir þá og forvera þeirra liggur ótrúlegur forði ritverka og þýðinga úr íslenskum fræðum, sem komið hafa samfara kennslustörfum og einnig ná til nemenda frá Asíulöndum Það verður að telja fráleitt, að á öld rappsins hættum við að rækja hlutverk okkar sem Íslendinga við varðveislu tungunnar og þeirra fjársjóða sem hún geymir. Eitthvað slíkt hefur verið fyrir hendi mína lífstíð: dönskuslettur áður, enskan og Hollywood-bylgjan með stríðinu og lengi á eftir eða þá fyrirferð erlendra sjónvarpsstöðva síðan. En íslensk fjölmiðlun dafnar og við eigum öflugt menntakerfi. Við risum upp úr Hruninu með fullgerða Hörpu til eflingar menningu þjóðfélagsins. Við eigum rétt til þátttöku, svo sem sérstaða krefst, í samfélagi Evrópuþjóða. Sá ótvíræði réttur er reistur á menningu þjóðarinnar, sem er hinn norðlægi burðarás í grunni Evrópu. Hann sköpuðu Íslendingar og varðveittu til eignar og útbreiðslu. Dagrenning sögu hins norræna kynstofns er skráð í Reykholti.Höfundur er fyrrverandi sendiherra.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun „Undirliggjandi verðbólguþrýstingur“ – afsökun fyrir háum vöxtum? Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun