Segir dásamlegt að sjá líf færast í húsið á ný Sighvatur Arnmundsson skrifar 29. júlí 2019 07:00 Unnið hefur verið að endurbótum á húsnæði St. Jósefsspítala að undanförnu og styttist í að Lífsgæðasetur hefji þar starfsemi. Fréttablaðið/Ernir Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir skemmtilegt samfélag vera að myndast í St. Jósefsspítala sem hefur staðið auður frá 2011. Lífsgæðasetur mun taka þar til starfa í haust. Gert er ráð fyrir íbúðum í gömlu skólahúsi gegnt spítalanum. „Það er að verða til þarna mjög sérstakt og skemmtilegt samfélag með tilkomu Lífsgæðaseturs. Það er dásamlegt að sjá líf færast aftur í húsið,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, um nýtt hlutverk St. Jósefsspítala. Að undanförnu hefur verið unnið að endurbótum á spítalanum sem staðið hefur auður frá því að hann hætti rekstri 2011. Hafnarfjarðarbær eignaðist húsnæðið árið 2017 og var í framhaldinu ákveðið að þar yrði starfrækt Lífsgæðasetur en undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir frá því í byrjun síðasta árs.Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.„Það var auglýst eftir áhugasömum aðilum til að taka rými á leigu. Það hefur gengið mjög vel og færri sem komust að en vildu í fyrstu atrennu,“ segir Rósa. Ákveðið var að vinna að endurbótunum í áföngum og byrja á einni hæð. „Fyrstu aðilarnir eru komnir þarna inn, þetta er að verða tilbúið. Í byrjun september er ætlunin að þessi fyrsti áfangi í uppgerð hússins verði tilbúinn og þá verði opnað með formlegum hætti.“ Bæjarbúum gefist þá tækifæri til að skoða húsið sem þeim sé svo annt um og sjá hvernig til hafi tekist við endurbæturnar. „Við gerðum líka nýverið samning við Leikfélag Hafnarfjarðar sem hefur verið á hrakhólum með húsnæði í mörg ár um að það fái tímabundin afnot af kapellunni. Þannig að það mun færast mikið líf og fjör í húsið en fyrst og fremst er verið að hefja það aftur til vegs og virðingar.“Samkvæmt skipulagi á að breyta gamla skólahúsinu í íbúðarhúsnæði.Þá auglýstu Ríkiskaup í síðustu viku húseignina Suðurgötu 44 til sölu. Húsið, sem áður hýsti meðal annars skóla St. Jósefssystra og læknastofur, stendur gegnt spítalanum. Samkvæmt breyttu deiliskipulagi er gert ráð fyrir að húsnæðinu verði breytt í íbúðarhús með allt að tólf íbúðum í því skyni að stuðla að þéttingu byggðar. „Íbúðir þarna hljóta að verða mjög spennandi kostur því þessi reitur er að gjörbreytast frá því að hafa verið sögufræg hús sem voru farin að drabbast niður í það að þarna byggist upp skemmtilegt samfélag og íbúðir alveg í miðbæ Hafnarfjarðar.“ Samkvæmt auglýsingu er húsið nokkuð illa farið og þarfnast töluverðra lagfæringa. Húsið er alls um 885 fermetrar og er ásett verð 145 milljónir króna. Í úttekt sem Minjastofnun gerði á húsinu árið 2015 segir að það hafi gildi vegna menningarsögu og byggingarlistar. Var mælt með því að gert yrði við húsið og því fundið verðugt hlutverk. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skipulag Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Sjá meira
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir skemmtilegt samfélag vera að myndast í St. Jósefsspítala sem hefur staðið auður frá 2011. Lífsgæðasetur mun taka þar til starfa í haust. Gert er ráð fyrir íbúðum í gömlu skólahúsi gegnt spítalanum. „Það er að verða til þarna mjög sérstakt og skemmtilegt samfélag með tilkomu Lífsgæðaseturs. Það er dásamlegt að sjá líf færast aftur í húsið,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, um nýtt hlutverk St. Jósefsspítala. Að undanförnu hefur verið unnið að endurbótum á spítalanum sem staðið hefur auður frá því að hann hætti rekstri 2011. Hafnarfjarðarbær eignaðist húsnæðið árið 2017 og var í framhaldinu ákveðið að þar yrði starfrækt Lífsgæðasetur en undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir frá því í byrjun síðasta árs.Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.„Það var auglýst eftir áhugasömum aðilum til að taka rými á leigu. Það hefur gengið mjög vel og færri sem komust að en vildu í fyrstu atrennu,“ segir Rósa. Ákveðið var að vinna að endurbótunum í áföngum og byrja á einni hæð. „Fyrstu aðilarnir eru komnir þarna inn, þetta er að verða tilbúið. Í byrjun september er ætlunin að þessi fyrsti áfangi í uppgerð hússins verði tilbúinn og þá verði opnað með formlegum hætti.“ Bæjarbúum gefist þá tækifæri til að skoða húsið sem þeim sé svo annt um og sjá hvernig til hafi tekist við endurbæturnar. „Við gerðum líka nýverið samning við Leikfélag Hafnarfjarðar sem hefur verið á hrakhólum með húsnæði í mörg ár um að það fái tímabundin afnot af kapellunni. Þannig að það mun færast mikið líf og fjör í húsið en fyrst og fremst er verið að hefja það aftur til vegs og virðingar.“Samkvæmt skipulagi á að breyta gamla skólahúsinu í íbúðarhúsnæði.Þá auglýstu Ríkiskaup í síðustu viku húseignina Suðurgötu 44 til sölu. Húsið, sem áður hýsti meðal annars skóla St. Jósefssystra og læknastofur, stendur gegnt spítalanum. Samkvæmt breyttu deiliskipulagi er gert ráð fyrir að húsnæðinu verði breytt í íbúðarhús með allt að tólf íbúðum í því skyni að stuðla að þéttingu byggðar. „Íbúðir þarna hljóta að verða mjög spennandi kostur því þessi reitur er að gjörbreytast frá því að hafa verið sögufræg hús sem voru farin að drabbast niður í það að þarna byggist upp skemmtilegt samfélag og íbúðir alveg í miðbæ Hafnarfjarðar.“ Samkvæmt auglýsingu er húsið nokkuð illa farið og þarfnast töluverðra lagfæringa. Húsið er alls um 885 fermetrar og er ásett verð 145 milljónir króna. Í úttekt sem Minjastofnun gerði á húsinu árið 2015 segir að það hafi gildi vegna menningarsögu og byggingarlistar. Var mælt með því að gert yrði við húsið og því fundið verðugt hlutverk.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skipulag Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Sjá meira