Telja mengun í Kópavogslæk koma frá byggingarframkvæmdum Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2019 12:00 Greinilegur litur var í Kópavogslæk á fimmtudag. Reglulega berast heilbrigðiseftirlitinu ábendingar frá almenningi um mengun í læknum. Vísir Hvítleit mengunarslikja í Kópavogslæk er talinn koma að mestu frá steypu- og múrvinnu við byggingarframkvæmdir í Kópavogi og Breiðholti. Heilbrigðiseftirlitið telur mengunina ekki verulega skaðlega fyrir umhverfið en óæskilega og hvimleiða. Íbúar í Kópavogi hafa tekið eftir að Kópavogslækur verður reglulega hvítur á lit og hafa kenningar verið uppi um að málning komist í hann, mögulega frá fyrirtækjum í kring. Páll Stefánsson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, segir að síðast hafi borist tilkynning um mengun í Kópavogslæk á laugardagskvöld. Þá var mengunin ofarlega í læknum og kom sennilega frá Reykjavík en algengast sé að mengunin sé neðar í honum. Eftirlitið hafa rökstudda kenningu um að mengunin tengist að stærstum hluta byggingarframkvæmdum í Kópavogsdal, fyrir ofan Smáralind og á ÍR-svæðinu í Breiðholti í Reykjavík. „Við tengjum þetta við þessar framkvæmdir. Annars vegar þegar menn eru að dæla upp úr húsgrunnum eða eru í steypuvinnu, múrvinnu, þá flæðir vatnið yfir í drenlagnirnar sem opnast inn í lækinn,“ segir hann. Mengun af þessu tagi sjáist í öllum lækjum á svæði heilbrigðiseftirlitsins en þetta sumarið sé Kópavogslækur undir langmestu álagi.Börn að leik og fuglar á sundi í menguðum Kópavogslæk.VísirEngin hollusta fyrir lækinn Í sumum tilfellum telur Páll að mengunin komi frá því að menn þvoi málningartæki, sprautur og rúllur niður í drenið frekar en klóakið. Í langflestum tilfellum sé mengunin þó jarðefni frá byggingarframkvæmdunum. „Þetta er engin hollusta fyrir lækinn og þetta sest til í honum en þetta er ekki eins skaðlegt og gæti verið eins og í þeim tilvikum sem við fáum olíumálningu eða olíuleka í götum eða þegar menn eru að þvo bíla sína upp úr tjöruleysiefnum úti í götu,“ segir hann. Einfalda lausn á vandanum segir Páll vera að tengja drenið ekki við læki heldur setja það í skólp til sveitarfélaganna „Vandinn við þá lausn er að það þýðir að lækirnir bara þorna upp á þurrkatímum og það er enn skaðlegra fyrir lækina,“ segir hann. Gatnamálastjóri í Kópavogi hafi ítrekað tilmæli til byggingarverktaka að gæta þess að losa ekki úrgang í drenkerfið heldur í klóakið. Það geti þó oft verið erfitt því í steypuvinnu leki vatn gjarnan út á götu og niður í niðurföll. Páll skorar á fólk að leiða hugann að því að niðurfall í götum leiði út í lækina. Úrgangsefnum eigi frekar að veita út í skólp þar sem þau þynnast fljótt út. Spilliefni eins og olíumálningu eigi alltaf að skila í efnamóttökuna eða til Sorpu.Algengt er sagt að mjólkurlituð mengunin sjáist seinni hluta dags og vikunnar þegar framkvæmdir eru í mestum gangi.Vísir Kópavogur Umhverfismál Tengdar fréttir Kópavogslækur reglulega hvítur að lit: Íbúar telja að málning rati í lækinn Mikið dýralíf er í læknum og vinsælt að veiða síli. 29. júní 2019 19:45 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Sjá meira
Hvítleit mengunarslikja í Kópavogslæk er talinn koma að mestu frá steypu- og múrvinnu við byggingarframkvæmdir í Kópavogi og Breiðholti. Heilbrigðiseftirlitið telur mengunina ekki verulega skaðlega fyrir umhverfið en óæskilega og hvimleiða. Íbúar í Kópavogi hafa tekið eftir að Kópavogslækur verður reglulega hvítur á lit og hafa kenningar verið uppi um að málning komist í hann, mögulega frá fyrirtækjum í kring. Páll Stefánsson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, segir að síðast hafi borist tilkynning um mengun í Kópavogslæk á laugardagskvöld. Þá var mengunin ofarlega í læknum og kom sennilega frá Reykjavík en algengast sé að mengunin sé neðar í honum. Eftirlitið hafa rökstudda kenningu um að mengunin tengist að stærstum hluta byggingarframkvæmdum í Kópavogsdal, fyrir ofan Smáralind og á ÍR-svæðinu í Breiðholti í Reykjavík. „Við tengjum þetta við þessar framkvæmdir. Annars vegar þegar menn eru að dæla upp úr húsgrunnum eða eru í steypuvinnu, múrvinnu, þá flæðir vatnið yfir í drenlagnirnar sem opnast inn í lækinn,“ segir hann. Mengun af þessu tagi sjáist í öllum lækjum á svæði heilbrigðiseftirlitsins en þetta sumarið sé Kópavogslækur undir langmestu álagi.Börn að leik og fuglar á sundi í menguðum Kópavogslæk.VísirEngin hollusta fyrir lækinn Í sumum tilfellum telur Páll að mengunin komi frá því að menn þvoi málningartæki, sprautur og rúllur niður í drenið frekar en klóakið. Í langflestum tilfellum sé mengunin þó jarðefni frá byggingarframkvæmdunum. „Þetta er engin hollusta fyrir lækinn og þetta sest til í honum en þetta er ekki eins skaðlegt og gæti verið eins og í þeim tilvikum sem við fáum olíumálningu eða olíuleka í götum eða þegar menn eru að þvo bíla sína upp úr tjöruleysiefnum úti í götu,“ segir hann. Einfalda lausn á vandanum segir Páll vera að tengja drenið ekki við læki heldur setja það í skólp til sveitarfélaganna „Vandinn við þá lausn er að það þýðir að lækirnir bara þorna upp á þurrkatímum og það er enn skaðlegra fyrir lækina,“ segir hann. Gatnamálastjóri í Kópavogi hafi ítrekað tilmæli til byggingarverktaka að gæta þess að losa ekki úrgang í drenkerfið heldur í klóakið. Það geti þó oft verið erfitt því í steypuvinnu leki vatn gjarnan út á götu og niður í niðurföll. Páll skorar á fólk að leiða hugann að því að niðurfall í götum leiði út í lækina. Úrgangsefnum eigi frekar að veita út í skólp þar sem þau þynnast fljótt út. Spilliefni eins og olíumálningu eigi alltaf að skila í efnamóttökuna eða til Sorpu.Algengt er sagt að mjólkurlituð mengunin sjáist seinni hluta dags og vikunnar þegar framkvæmdir eru í mestum gangi.Vísir
Kópavogur Umhverfismál Tengdar fréttir Kópavogslækur reglulega hvítur að lit: Íbúar telja að málning rati í lækinn Mikið dýralíf er í læknum og vinsælt að veiða síli. 29. júní 2019 19:45 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Sjá meira
Kópavogslækur reglulega hvítur að lit: Íbúar telja að málning rati í lækinn Mikið dýralíf er í læknum og vinsælt að veiða síli. 29. júní 2019 19:45