HB Grandi kaupir sölufélög í Asíu af ÚR Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2019 16:22 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. HB Grandi hf. og Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á sölufélögum þess síðarnefnda í Asíu. Kaupverðið samsvarar alls 31,1 milljón evra, næstum 4,4 milljörðum króna, og er tilgangur kaupanna „að styrkja stöðu HB Granda og sjávarútvegs á Íslandi á mikilvægum og vaxandi mörkuðum í Asíu,“ eins og það er orðað í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir að um sé að ræða kaup HB Granda á öllu hlutafé í sölufélögum Útgerðarfélagsins í Japan, Hong Kong og á meginlandi Kína, sem og þjónustufélagi á Íslandi sem tengist framangreindum félögum. Öll hin keyptu félög eru í fullri eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur. Búið er að undirrita kaupsamninga en kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki stjórna HB Granda og Útgerðarfélagsins, sem og samþykkt hluthafafundar HB Granda. Fyrirhugað er að kaupverðið verði greitt með útgáfu 133.751.606 nýrra hluta í HB Granda til Útgerðarfélagsins. „Þetta samsvarar aukningu hlutafjár um 7,3% sem aftur myndi leiða til þess að Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. myndi eftir viðskiptin eiga samtals 42,31% heildarhlutafjár í HB Granda hf. Unnin verður áreiðanleikakönnun á hinum keyptu félögum og skýrsla um kaupin samkvæmt lögum um viðskipti tengdra aðila og verður hún kynnt hluthöfum með fundarboði. Hlutabréfin verða afhent við greiðslu kaupverðsins,“ segir í tilkynningunni. Þar er þess jafnframt getið að umrædd félög hafi staðið að sölu íslenskra sjávarútvegsafurða á Asíu markaði allt frá árinu 1989 og að þau hafi selt rúmlega 38 þúsund tonn af sjávarafurðum á síðasta ári. Velta félaganna hafi numið samtals 146 milljónum evra, hagnaður eftir afskriftir, skatta og fjármagnsliði (EBITDA) 4,2 milljónum evra og bókfært eigið fé félaganna hafi verið 11,5 milljónir evra. Brim Sjávarútvegur Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Sjá meira
HB Grandi hf. og Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á sölufélögum þess síðarnefnda í Asíu. Kaupverðið samsvarar alls 31,1 milljón evra, næstum 4,4 milljörðum króna, og er tilgangur kaupanna „að styrkja stöðu HB Granda og sjávarútvegs á Íslandi á mikilvægum og vaxandi mörkuðum í Asíu,“ eins og það er orðað í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir að um sé að ræða kaup HB Granda á öllu hlutafé í sölufélögum Útgerðarfélagsins í Japan, Hong Kong og á meginlandi Kína, sem og þjónustufélagi á Íslandi sem tengist framangreindum félögum. Öll hin keyptu félög eru í fullri eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur. Búið er að undirrita kaupsamninga en kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki stjórna HB Granda og Útgerðarfélagsins, sem og samþykkt hluthafafundar HB Granda. Fyrirhugað er að kaupverðið verði greitt með útgáfu 133.751.606 nýrra hluta í HB Granda til Útgerðarfélagsins. „Þetta samsvarar aukningu hlutafjár um 7,3% sem aftur myndi leiða til þess að Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. myndi eftir viðskiptin eiga samtals 42,31% heildarhlutafjár í HB Granda hf. Unnin verður áreiðanleikakönnun á hinum keyptu félögum og skýrsla um kaupin samkvæmt lögum um viðskipti tengdra aðila og verður hún kynnt hluthöfum með fundarboði. Hlutabréfin verða afhent við greiðslu kaupverðsins,“ segir í tilkynningunni. Þar er þess jafnframt getið að umrædd félög hafi staðið að sölu íslenskra sjávarútvegsafurða á Asíu markaði allt frá árinu 1989 og að þau hafi selt rúmlega 38 þúsund tonn af sjávarafurðum á síðasta ári. Velta félaganna hafi numið samtals 146 milljónum evra, hagnaður eftir afskriftir, skatta og fjármagnsliði (EBITDA) 4,2 milljónum evra og bókfært eigið fé félaganna hafi verið 11,5 milljónir evra.
Brim Sjávarútvegur Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Sjá meira