Segir leiðbeiningar Vinnumálastofnunar óskýrar og misvísandi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júlí 2019 18:02 Vinnuveitandi Momo Hayashi, japönsku konunnar sem synjað var um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi hér á landi, segir að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknar um atvinnuleyfi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríka leiðbeiningarskyldu hvíla á Vinnumálastofnun. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um japanska konu sem búið hefur hér undanfarin fjögur ár en var synjað um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi hér á landi. Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandi hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. Vinnuveitandi hennar segir að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknarinnar þegar sótt var um atvinnuleyfi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ríka leiðbeiningarskyldu hvíla á stjórnvöldum. „Öll stjórnvöld sem fást við málefni einstaklinga hafa ríka leiðbeiningaskyldu, þetta er í rauninni kæranlegt í sjálfu sér, að hafa ekki fengið nægar leiðbeiningar frá stjórnvaldi og getur orsakað það að ákvörðun er afturkölluð eða ógild,“ segir Helga Vala. Vinnuveitandi hennar segir mikinn missi af Momo enda sé tungumálakunnátta hennar sérstaklega góð. „Hún er ótrúlega dugleg og virkilega viljug til að læra og vinna. Við þurfum að stoppa hana í því að vinna því hún má bara vinna 40 prósent vegna námsleyfis. Við sjáum mikið eftir henni og viljum gera allt sem við getum til að halda henni áfram,“ sagði Herdís Þóra Hrafnsdóttir, skrifstofustjóri Special Tours. Þá segir Hega Vala undarlegt að Útlendingastofnun taki ákvörðun um dvalarleyfi áður en kærufrestur hennar á ákvörðun Vinnumálastofnunar renni út „Ég átta mig ekki á því hvernig Útlendingastofnun getur tekið ákvörðun í kjölfar ákvörðunar Vinnumálastofnunar sem er enn innan tímafrests. Ég held að stjórnvaldinu sé ekki stætt af því.“ Hvorki Vinnumálastofnun né Útlendingastofnun gátu veitt viðtal vegna málsins við vinnslu fréttarinnar. Félagsmál Japan Tengdar fréttir Mótmæla harðlega brottvísun Momo Hayashi Stjórn Íslenska viðskiptaráðsins í Japan, sem hefur aðsetur í Tókýó, mótmælir harðlega brottvísun verslunareigandans Momo Hayashi og hvetur íslensk stjórnvöld til þess að veita henni dvalarleyfi. 12. júlí 2019 14:00 Gagnrýnisvert að japanska konan fái ekki atvinnuleyfi Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. 12. júlí 2019 12:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Vinnuveitandi Momo Hayashi, japönsku konunnar sem synjað var um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi hér á landi, segir að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknar um atvinnuleyfi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríka leiðbeiningarskyldu hvíla á Vinnumálastofnun. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um japanska konu sem búið hefur hér undanfarin fjögur ár en var synjað um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi hér á landi. Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandi hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. Vinnuveitandi hennar segir að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknarinnar þegar sótt var um atvinnuleyfi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ríka leiðbeiningarskyldu hvíla á stjórnvöldum. „Öll stjórnvöld sem fást við málefni einstaklinga hafa ríka leiðbeiningaskyldu, þetta er í rauninni kæranlegt í sjálfu sér, að hafa ekki fengið nægar leiðbeiningar frá stjórnvaldi og getur orsakað það að ákvörðun er afturkölluð eða ógild,“ segir Helga Vala. Vinnuveitandi hennar segir mikinn missi af Momo enda sé tungumálakunnátta hennar sérstaklega góð. „Hún er ótrúlega dugleg og virkilega viljug til að læra og vinna. Við þurfum að stoppa hana í því að vinna því hún má bara vinna 40 prósent vegna námsleyfis. Við sjáum mikið eftir henni og viljum gera allt sem við getum til að halda henni áfram,“ sagði Herdís Þóra Hrafnsdóttir, skrifstofustjóri Special Tours. Þá segir Hega Vala undarlegt að Útlendingastofnun taki ákvörðun um dvalarleyfi áður en kærufrestur hennar á ákvörðun Vinnumálastofnunar renni út „Ég átta mig ekki á því hvernig Útlendingastofnun getur tekið ákvörðun í kjölfar ákvörðunar Vinnumálastofnunar sem er enn innan tímafrests. Ég held að stjórnvaldinu sé ekki stætt af því.“ Hvorki Vinnumálastofnun né Útlendingastofnun gátu veitt viðtal vegna málsins við vinnslu fréttarinnar.
Félagsmál Japan Tengdar fréttir Mótmæla harðlega brottvísun Momo Hayashi Stjórn Íslenska viðskiptaráðsins í Japan, sem hefur aðsetur í Tókýó, mótmælir harðlega brottvísun verslunareigandans Momo Hayashi og hvetur íslensk stjórnvöld til þess að veita henni dvalarleyfi. 12. júlí 2019 14:00 Gagnrýnisvert að japanska konan fái ekki atvinnuleyfi Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. 12. júlí 2019 12:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Mótmæla harðlega brottvísun Momo Hayashi Stjórn Íslenska viðskiptaráðsins í Japan, sem hefur aðsetur í Tókýó, mótmælir harðlega brottvísun verslunareigandans Momo Hayashi og hvetur íslensk stjórnvöld til þess að veita henni dvalarleyfi. 12. júlí 2019 14:00
Gagnrýnisvert að japanska konan fái ekki atvinnuleyfi Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. 12. júlí 2019 12:30