Willum Þór dæmdi á Símamótinu Þórarinn Þórarinsson skrifar 15. júlí 2019 06:30 Willum Þór fylgdist með dóttur sinni keppa með Breiðabliki á Símamótinu um helgina og svaraði kallinu þegar dómara vantaði í nokkra leiki og munaði lítið um viðvikið enda reyndur leikmaður og þjálfari. FBL/VALLI „Ég tók einhverja leiki. Dóttir mín var að spila og við vorum bara eins og aðrir foreldrar að vinna þarna,“ segir Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjármálanefndar Alþingis, í samtali við Fréttablaðið. „Ég var bara nánast í kallfæri um helgina þegar á þurfti að halda en það eru ótrúlega margir sem koma að þessu og eru tilbúnir að leggja hönd á plóginn,“ segir Willum sem munaði vitaskuld lítið um að dæma nokkra leiki, hokinn af reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari. „Ég hef nú aðallega haft skoðanir á dómgæslu í gegnum tíðina,“ segir þingmaðurinn og segist halda ró sinni fullkomlega þótt hann eigi barn sem berjist á vellinum. Hann sé víðs fjarri því að vera „fótboltapabbi“ sem standi gargandi brjálaður við hliðarlínuna. „Nei, ég er alveg svakalega slakur. Alveg rosalega slakur og það er eiginlega fátt sem ég nýt eins vel og að horfa á fótbolta án þess að bera nokkra ábyrgð á því sem fram fer á vellinum. Þannig að mér finnst bara alveg ótrúlega góð afslöppun að horfa á fótbolta. Og þá sérstaklega þessi yngstu vegna þess að þau eru svo einlæg í þessu.“Milli tveggja elda Símamótið á rætur að rekja til Gullog silfurmótsins sem varð til um miðjan níunda áratuginn í Kópavoginum þegar nokkrum feðrum stelpna sem æfðu með Breiðabliki fannst tilfinnanlega vanta alvöru mót fyrir stelpurnar að keppa á. Mótið breyttist síðar í Símamótið og enn á það varnarþing sitt í Kópavoginum og þar er Willum vel kunnur enda gamall leikmaður Breiðabliks þótt hann verði í raun alltaf fyrst og fremst KR-ingur. „Ég er auðvitað fæddur og uppalinn í Vesturbæ Reykjavíkur þannig að ég er nú KR-ingur í grunninn,“ segir Willum sem hóf feril sinn með KR og bætir við að hann verði alltaf trúr upprunanum. „Ég skipti yfir í Breiðablik kringum 1990 og ég bjó ég í Kópavoginum og þykir nú alltaf vænt um Blikana og svo eru öll börnin mín í Breiðabliki.“ Willum segir Blikana vissulega eiga heiður skilinn fyrir Símamótið og hann muni vel eftir því þegar ævintýrið byrjaði með Gull- og silfurmótinu. „Ég man vel eftir þessu. Þetta er merkileg og ótrúlega flott saga,“ segir hann og tekur fram að andinn hafi ekkert breyst og foreldrarnir taki þátt af lífi og sál og leggi hönd á plóg eins og í upphafi. „Svo bara stækkar þetta og stækkar og er bara algerlega til fyrirmyndar.“Á enn orku í pakkanum Willum segist aðspurður ekki svo uppgefinn eftir deilurnar um þriðja orkupakkann á þingi að hann geti ekki vel stokkið til og dæmt fótboltaleiki. „Nú tekur maður þetta bara til þess að safna orku fyrir loka orkustríðið. Ég reyni nú að hugsa sem minnst um það að við fáum þriðja orkupakkann aftur inn í þingið í lok ágúst en við hljótum að klára þetta þá,“ segir formaður fjárlaganefndar og bætir við að honum finnist mun skemmtilegra að tala um fótbolta, Breiðablik og KR en orkupakkann. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira
„Ég tók einhverja leiki. Dóttir mín var að spila og við vorum bara eins og aðrir foreldrar að vinna þarna,“ segir Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjármálanefndar Alþingis, í samtali við Fréttablaðið. „Ég var bara nánast í kallfæri um helgina þegar á þurfti að halda en það eru ótrúlega margir sem koma að þessu og eru tilbúnir að leggja hönd á plóginn,“ segir Willum sem munaði vitaskuld lítið um að dæma nokkra leiki, hokinn af reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari. „Ég hef nú aðallega haft skoðanir á dómgæslu í gegnum tíðina,“ segir þingmaðurinn og segist halda ró sinni fullkomlega þótt hann eigi barn sem berjist á vellinum. Hann sé víðs fjarri því að vera „fótboltapabbi“ sem standi gargandi brjálaður við hliðarlínuna. „Nei, ég er alveg svakalega slakur. Alveg rosalega slakur og það er eiginlega fátt sem ég nýt eins vel og að horfa á fótbolta án þess að bera nokkra ábyrgð á því sem fram fer á vellinum. Þannig að mér finnst bara alveg ótrúlega góð afslöppun að horfa á fótbolta. Og þá sérstaklega þessi yngstu vegna þess að þau eru svo einlæg í þessu.“Milli tveggja elda Símamótið á rætur að rekja til Gullog silfurmótsins sem varð til um miðjan níunda áratuginn í Kópavoginum þegar nokkrum feðrum stelpna sem æfðu með Breiðabliki fannst tilfinnanlega vanta alvöru mót fyrir stelpurnar að keppa á. Mótið breyttist síðar í Símamótið og enn á það varnarþing sitt í Kópavoginum og þar er Willum vel kunnur enda gamall leikmaður Breiðabliks þótt hann verði í raun alltaf fyrst og fremst KR-ingur. „Ég er auðvitað fæddur og uppalinn í Vesturbæ Reykjavíkur þannig að ég er nú KR-ingur í grunninn,“ segir Willum sem hóf feril sinn með KR og bætir við að hann verði alltaf trúr upprunanum. „Ég skipti yfir í Breiðablik kringum 1990 og ég bjó ég í Kópavoginum og þykir nú alltaf vænt um Blikana og svo eru öll börnin mín í Breiðabliki.“ Willum segir Blikana vissulega eiga heiður skilinn fyrir Símamótið og hann muni vel eftir því þegar ævintýrið byrjaði með Gull- og silfurmótinu. „Ég man vel eftir þessu. Þetta er merkileg og ótrúlega flott saga,“ segir hann og tekur fram að andinn hafi ekkert breyst og foreldrarnir taki þátt af lífi og sál og leggi hönd á plóg eins og í upphafi. „Svo bara stækkar þetta og stækkar og er bara algerlega til fyrirmyndar.“Á enn orku í pakkanum Willum segist aðspurður ekki svo uppgefinn eftir deilurnar um þriðja orkupakkann á þingi að hann geti ekki vel stokkið til og dæmt fótboltaleiki. „Nú tekur maður þetta bara til þess að safna orku fyrir loka orkustríðið. Ég reyni nú að hugsa sem minnst um það að við fáum þriðja orkupakkann aftur inn í þingið í lok ágúst en við hljótum að klára þetta þá,“ segir formaður fjárlaganefndar og bætir við að honum finnist mun skemmtilegra að tala um fótbolta, Breiðablik og KR en orkupakkann.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira