Jóhannes Karl: Fannst við vera með yfirburði Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 15. júlí 2019 22:37 Jóhannes Karl var ánægður með frammistöðu Skagamanna í Grindavík. vísir/daníel þór „Þetta var náttúrulega mikill baráttuleikur. Ég er virkilega ánægður með það sem leikmennirnir voru tilbúnir að leggja á sig. Það var mikið af löngum boltum og barátta. Við vorum yfir að mínu mati í flestum leiktilfellum og ég er virkilega ánægður með það. Ég er líka ánægður með það að við sköpuðum okkur slatta af færum, sluppum aftur fyrir og hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir leik kvöldsins. ÍA voru að spila á móti vind í fyrri hálfleik og það sást að það truflaði þá stundum. Boltinn hægði oft vel á sér í vindinum og snéri einfaldlega við einu sinni. Það hentar leikstíl Skagamanna ekki endilega en þeir eru oft að treysta á langar spyrnur upp völlinn. „Við ætluðum að nýta okkur það að vera á móti vindi í fyrri hálfleik og spila boltanum aðeins betur okkar á milli. Komast aftur fyrir Grindvíkingana. Við töldum það kannski vera veikleikana hjá þeim að geta keyrt aftan fyrir þá. Það heppnaðist kannski ekki eins oft og við vildum. Það kannski snérist aðeins í seinni hálfleik og þá pressuðum við þá hærra á völlinn,“ sagði Jóhannes Karl. Hann hrósaði Herði Inga Gunnarssyni fyrir markið sem hann skoraði. „Hörður hitti hann ansi vel. Boltinn söng í netinu eins og sagt er. Geggjað að sjá svona mörk.“ Aðspuður um í hverju Jón Gísli Eyland Gíslason væri góður eftir leik ÍA og Víkings um daginn sagði Jóhannes meðal annars hvað hann væri með góðar fyrirgjafir. Jón Gísli sýndi það með frábærri fyrirgjöf í markinu hjá Herði í kvöld. „Hann er með frábæra krossa og við vitum það alveg. Við þurfum að nýta okkur það og við viljum halda áfram að nýta þessa styrkleika hjá honum. Hann gerði virkilega vel í dag.“ ÍA náði að skapa sér einhver færi í seinni hálfleik en það gekk ekki nægilega vel hjá þeim að skapa sér dauðafæri. Baráttan var hinsvegar alltaf til staðar. „Mér fannst við vera með yfirburði. Við vorum að koma okkur í hættulegar stöður í kringum vítateiginn hjá Grindvíkingunum. Við fengum færi og við hefðum kannski getað gert aðeins betur í að ógna beint á markið. Í heildina var ég virkilega sáttur við að strákarnir voru að reyna og við héldum alltaf áfram. Þetta datt ekki með okkur í dag sem hefði verið sanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn.“ Skagamenn eru núna í 3. sæti deildarinnar eftir rúmlega hálft mótið. Þeir eru duglegir að minnast á að vera nýliðar í flestum viðtölum en það verður þó að teljast vera ansi góður árangur. „Ég er virkilega sáttur með hvernig hefur gengið hjá okkur. Við duttum í smá kafla þar sem hlutirnir voru ekki alveg eins og við vildum hafa þá. Við erum búnir að vinna vel í okkar skipulagi og við sýndum það aftur í dag að við erum erfiðir að eiga við. Við erum líka stórhættulegir fram á við, þannig að já ég er sáttur með stöðuna í deildinni. Ég er fyrst og fremst sáttur með liðið,“ sagði Jóhannes. Næsti leikur ÍA er gegn KA á útivelli. Skagamenn unnu fyrri leik liðanna, 3-1. „Það verður náttúrulega mjög erfiður leikur að spila úti á móti KA. Þó að það hafi gengið illa hjá þeim undanfarið. Við ætlum að fara og sækja stig.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍA 1-1 | Ófarir Skagamanna á móti botnliðunum halda áfram Grindavík og ÍA gerðu 1-1 jafntefli þar sem bæði mörkin komu í skemmtilegum fyrri hálfleik. 15. júlí 2019 22:15 Sjáðu fallegt mark Guðmundar Andra og hin þrjú úr leikjum kvöldsins Tólftu umferð Pepsi Max-deildar karla lauk í kvöld með tveimur leikjum. 15. júlí 2019 22:01 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
„Þetta var náttúrulega mikill baráttuleikur. Ég er virkilega ánægður með það sem leikmennirnir voru tilbúnir að leggja á sig. Það var mikið af löngum boltum og barátta. Við vorum yfir að mínu mati í flestum leiktilfellum og ég er virkilega ánægður með það. Ég er líka ánægður með það að við sköpuðum okkur slatta af færum, sluppum aftur fyrir og hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir leik kvöldsins. ÍA voru að spila á móti vind í fyrri hálfleik og það sást að það truflaði þá stundum. Boltinn hægði oft vel á sér í vindinum og snéri einfaldlega við einu sinni. Það hentar leikstíl Skagamanna ekki endilega en þeir eru oft að treysta á langar spyrnur upp völlinn. „Við ætluðum að nýta okkur það að vera á móti vindi í fyrri hálfleik og spila boltanum aðeins betur okkar á milli. Komast aftur fyrir Grindvíkingana. Við töldum það kannski vera veikleikana hjá þeim að geta keyrt aftan fyrir þá. Það heppnaðist kannski ekki eins oft og við vildum. Það kannski snérist aðeins í seinni hálfleik og þá pressuðum við þá hærra á völlinn,“ sagði Jóhannes Karl. Hann hrósaði Herði Inga Gunnarssyni fyrir markið sem hann skoraði. „Hörður hitti hann ansi vel. Boltinn söng í netinu eins og sagt er. Geggjað að sjá svona mörk.“ Aðspuður um í hverju Jón Gísli Eyland Gíslason væri góður eftir leik ÍA og Víkings um daginn sagði Jóhannes meðal annars hvað hann væri með góðar fyrirgjafir. Jón Gísli sýndi það með frábærri fyrirgjöf í markinu hjá Herði í kvöld. „Hann er með frábæra krossa og við vitum það alveg. Við þurfum að nýta okkur það og við viljum halda áfram að nýta þessa styrkleika hjá honum. Hann gerði virkilega vel í dag.“ ÍA náði að skapa sér einhver færi í seinni hálfleik en það gekk ekki nægilega vel hjá þeim að skapa sér dauðafæri. Baráttan var hinsvegar alltaf til staðar. „Mér fannst við vera með yfirburði. Við vorum að koma okkur í hættulegar stöður í kringum vítateiginn hjá Grindvíkingunum. Við fengum færi og við hefðum kannski getað gert aðeins betur í að ógna beint á markið. Í heildina var ég virkilega sáttur við að strákarnir voru að reyna og við héldum alltaf áfram. Þetta datt ekki með okkur í dag sem hefði verið sanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn.“ Skagamenn eru núna í 3. sæti deildarinnar eftir rúmlega hálft mótið. Þeir eru duglegir að minnast á að vera nýliðar í flestum viðtölum en það verður þó að teljast vera ansi góður árangur. „Ég er virkilega sáttur með hvernig hefur gengið hjá okkur. Við duttum í smá kafla þar sem hlutirnir voru ekki alveg eins og við vildum hafa þá. Við erum búnir að vinna vel í okkar skipulagi og við sýndum það aftur í dag að við erum erfiðir að eiga við. Við erum líka stórhættulegir fram á við, þannig að já ég er sáttur með stöðuna í deildinni. Ég er fyrst og fremst sáttur með liðið,“ sagði Jóhannes. Næsti leikur ÍA er gegn KA á útivelli. Skagamenn unnu fyrri leik liðanna, 3-1. „Það verður náttúrulega mjög erfiður leikur að spila úti á móti KA. Þó að það hafi gengið illa hjá þeim undanfarið. Við ætlum að fara og sækja stig.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍA 1-1 | Ófarir Skagamanna á móti botnliðunum halda áfram Grindavík og ÍA gerðu 1-1 jafntefli þar sem bæði mörkin komu í skemmtilegum fyrri hálfleik. 15. júlí 2019 22:15 Sjáðu fallegt mark Guðmundar Andra og hin þrjú úr leikjum kvöldsins Tólftu umferð Pepsi Max-deildar karla lauk í kvöld með tveimur leikjum. 15. júlí 2019 22:01 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍA 1-1 | Ófarir Skagamanna á móti botnliðunum halda áfram Grindavík og ÍA gerðu 1-1 jafntefli þar sem bæði mörkin komu í skemmtilegum fyrri hálfleik. 15. júlí 2019 22:15
Sjáðu fallegt mark Guðmundar Andra og hin þrjú úr leikjum kvöldsins Tólftu umferð Pepsi Max-deildar karla lauk í kvöld með tveimur leikjum. 15. júlí 2019 22:01
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti