ON átti ekki í viðskiptum við Hlöðu á meðan eigandinn starfaði hjá félaginu Ari Brynjólfsson skrifar 17. júlí 2019 06:00 ON segir tæknilegt viðhald á hleðslustöðvum krefjast mikillar sérþekkingar. Fréttablaðið/Valli Orka náttúrunnar segist ekki hafa átt í neinum viðskiptum við Hleðslu ehf. eftir að framkvæmdastjóri og einn eigandi fyrirtækisins hóf störf hjá ON. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku var Ólafur Davíð Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hlöðu, ráðinn sem ráðgjafi til ON. Í bréfi sem ON sendi Fréttablaðinu segir að hann hafi verið ráðinn með stuttum fyrirvara eftir að tæknistjóri þurfti að fara frá tímabundið af persónulegum ástæðum. „Við þessu þurfti að bregðast hratt og finna einstakling með nauðsynlega þekkingu og réttindi til að tryggja rekstur og halda uppi þjónustu við viðskiptavini,“ segir í bréfinu. „Með mjög stuttum fyrirvara var fenginn ráðgjafi, sem jafnframt starfar hjá og er einn eigenda Hleðslu ehf., með framúrskarandi tæknilega þekkingu á hlöðum í tímabundið hlutastarf.“ Segir einnig að Ólafur Davíð hafi verið ráðinn sem ráðgjafi í tímabundið hlutastarf til þess að sinna viðhaldi og rekstri rafbílahleðslunets Orku náttúrunnar. ON hefur alls keypt 29 hleðslustöðvar af Hlöðu. Í fyrra pantaði ON sex hraðhleðslustöðvar og 22 hleðslustöðvar af fyrirtækinu. Í febrúar síðastliðnum pantaði ON eina hleðslustöð af Hlöðu. Líkt og Fréttablaðið sagði frá hafnaði Ólafur Davíð því að hafa beitt sér fyrir fyrirtækið í störfum sínum fyrir ON. Sama kemur fram í bréfinu. „Á þeim tíma sem hann hefur starfað fyrir ON sem ráðgjafi hafa önnur viðskipti við fyrirtækið ekki átt sér stað,“ segir í bréfi ON. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Samgöngur Tengdar fréttir Eigandi Hlöðu ráðinn sem ráðgjafi hjá ON Orka náttúrunnar réð framkvæmdastjóra og eiganda fyrirtækis sem selur hleðslustöðvar sem ráðgjafa og tæknistjóra hleðslustöðva. Ákvörðun var tekin af ON segir framkvæmdastjórinn. Hann hafi hins vegar aðeins sinnt viðhaldi. 11. júlí 2019 07:07 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Orka náttúrunnar segist ekki hafa átt í neinum viðskiptum við Hleðslu ehf. eftir að framkvæmdastjóri og einn eigandi fyrirtækisins hóf störf hjá ON. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku var Ólafur Davíð Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hlöðu, ráðinn sem ráðgjafi til ON. Í bréfi sem ON sendi Fréttablaðinu segir að hann hafi verið ráðinn með stuttum fyrirvara eftir að tæknistjóri þurfti að fara frá tímabundið af persónulegum ástæðum. „Við þessu þurfti að bregðast hratt og finna einstakling með nauðsynlega þekkingu og réttindi til að tryggja rekstur og halda uppi þjónustu við viðskiptavini,“ segir í bréfinu. „Með mjög stuttum fyrirvara var fenginn ráðgjafi, sem jafnframt starfar hjá og er einn eigenda Hleðslu ehf., með framúrskarandi tæknilega þekkingu á hlöðum í tímabundið hlutastarf.“ Segir einnig að Ólafur Davíð hafi verið ráðinn sem ráðgjafi í tímabundið hlutastarf til þess að sinna viðhaldi og rekstri rafbílahleðslunets Orku náttúrunnar. ON hefur alls keypt 29 hleðslustöðvar af Hlöðu. Í fyrra pantaði ON sex hraðhleðslustöðvar og 22 hleðslustöðvar af fyrirtækinu. Í febrúar síðastliðnum pantaði ON eina hleðslustöð af Hlöðu. Líkt og Fréttablaðið sagði frá hafnaði Ólafur Davíð því að hafa beitt sér fyrir fyrirtækið í störfum sínum fyrir ON. Sama kemur fram í bréfinu. „Á þeim tíma sem hann hefur starfað fyrir ON sem ráðgjafi hafa önnur viðskipti við fyrirtækið ekki átt sér stað,“ segir í bréfi ON.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Samgöngur Tengdar fréttir Eigandi Hlöðu ráðinn sem ráðgjafi hjá ON Orka náttúrunnar réð framkvæmdastjóra og eiganda fyrirtækis sem selur hleðslustöðvar sem ráðgjafa og tæknistjóra hleðslustöðva. Ákvörðun var tekin af ON segir framkvæmdastjórinn. Hann hafi hins vegar aðeins sinnt viðhaldi. 11. júlí 2019 07:07 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Eigandi Hlöðu ráðinn sem ráðgjafi hjá ON Orka náttúrunnar réð framkvæmdastjóra og eiganda fyrirtækis sem selur hleðslustöðvar sem ráðgjafa og tæknistjóra hleðslustöðva. Ákvörðun var tekin af ON segir framkvæmdastjórinn. Hann hafi hins vegar aðeins sinnt viðhaldi. 11. júlí 2019 07:07