Erfið ár eftir brotthvarf Heimis Hallgríms: Þjálfararnir koma og fara í Eyjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2019 13:30 Heimir Hallgrímsson. Getty/Elsa Eyjamenn hafa enn á ný þurft að skipta um þjálfara karlaliðsins síns en knattspyrnuráð ÍBV og Pedro Hipolito komust í gær að samkomulagi um að ljúka samstarfi sínu. Eyjamenn hafa því farið í gegnum tólf mismunandi þjálfara á aðeins sjö og hálfu tímabili síðan þeir misstu Eyjamanninn sem hefur náð lengst í þjálfarastarfinu. Portúgalinn Pedro Hipolito var á sínu fyrsta tímabili með Eyjaliðið en hann tók við því af Kristjáni Guðmundssyni í vetur. ÍBV liðið náði aðeins fimm stigum í tíu leikjum sínum undir stjórn Hipolito í Pepsi Max deildinni. Hipolito yfirgefur ÍBV-liðið í botnsæti deildarinnar, fimm stigum frá öruggi sæti. Liðin sem eru í síðustu öruggu sætunum eiga enn fremur leik inni á ÍBV sem gerir slæma stöðu Eyjamanna enn verri.Hermann Hreiðarsson þjálfarði ÍBV liðið sumarið 2013.Vísir/DaníelHeimir Hallgrímsson, fyrrverandi A-landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari Al-Arabi í Katar, þjálfaði ÍBV-liðið í fimm ár eða frá 2006 til 2011. Hann hætti hjá ÍBV eftir 2011 tímabilið og gerðist aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck hjá íslenska landsliðinu. Heimir Hallgrímsson kom ÍBV aftur upp í deild þeirra bestu sumarið 2008 og undir hans stjórn varð liðið tvisvar í þriðja sæti deildarinnar. Það þekkja allir ævintýri íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis og Lars en síðan þá hafa margir sest í þjálfarsæti ÍBV-liðsins og flestir í bara stuttan tíma.Kristján Guðmundsson vann Heimi Guðjónsson í úrslitaleik bikarkeppninnar.Vísir/VilhelmKristján Guðmundsson varð í fyrra fyrsti þjálfarinn til að þjálfa ÍBV-liðið tvo sumur í röð síðan að Heimir hætti. ÍBV varð bikarmeistari fyrra árið sitt undir stjórn Kristjáns. Á fjórum af átta tímabilum síðan að Heimir hætti hafa Eyjamenn skipt um þjálfara á miðju tímabili. Það gerðist einnig sumurin 2012, 2015 og 2016 Ian Jeffs mun taka yfir þjálfun meistaraflokks ÍBV til að byrja með en hann tók einni við liðinu ásamt Alfreð Jóhannssyni í lok 2016 tímabilsins. Alls hafa tólf menn þjálfað ÍBV-liðið þessi undanfarin átta tímabil og þetta er orðinn myndarlegur listi eins og sjá má hér fyrir neðan. Fái Ian Jeffs ekki að klára þetta tímabil verða þjálfararnir orðnir þrettán áður en tímabilið klárast.Pedro Hipolito eftir leik á KR-vellinum.vísir/báraÞjálfarar ÍBV-liðsins síðan að Heimir Hallgrímsson hætti 2011: 2012 - Magnús Gylfason (19 leikir) 2012 - Dragan Kazic (3 leikir) 2013 - Hermann Hreiðarsson (22 leikir) 2014 - Sigurður Ragnar Eyjólfsson (22 leikir) 2015 - Jóhannes Harðarson (10 leikir) 2015 - Ingi Sigurðsson (2 leikir) 2015 - Ásmundur Arnarsson (10 leikir) 2016 - Bjarni Jóhannsson (15 leikir) 2016 - Ian Jeffs og Alfreð Jóhannsson (7 leikir) 2017 - Kristján Guðmundsson (22 leikir) 2018 - Kristján Guðmundsson (22 leikir) 2019 - Pedro Hipolito (22 leikir) 2019 - Ian Jeffs (??)Sigurður Ragnar Eyjólfsson, sem þjálfari ÍBV.Vísir/VilhelmMagnús Gylfason með aðstoðarmanni sínum Dragan Kazic sem síðan tók við af honum undir lok tímabilsins.Mynd/StefánJóhannes Harðarson stýrði ÍBV liðinu í hálf tímabil.vísir/vilhelmBjarni Jóhannsson fór aftur út í Eyjar en náði ekki að klára tímabilið með ÍBV.vísir/hanna Pepsi Max-deild karla Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Fleiri fréttir Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Sjá meira
Eyjamenn hafa enn á ný þurft að skipta um þjálfara karlaliðsins síns en knattspyrnuráð ÍBV og Pedro Hipolito komust í gær að samkomulagi um að ljúka samstarfi sínu. Eyjamenn hafa því farið í gegnum tólf mismunandi þjálfara á aðeins sjö og hálfu tímabili síðan þeir misstu Eyjamanninn sem hefur náð lengst í þjálfarastarfinu. Portúgalinn Pedro Hipolito var á sínu fyrsta tímabili með Eyjaliðið en hann tók við því af Kristjáni Guðmundssyni í vetur. ÍBV liðið náði aðeins fimm stigum í tíu leikjum sínum undir stjórn Hipolito í Pepsi Max deildinni. Hipolito yfirgefur ÍBV-liðið í botnsæti deildarinnar, fimm stigum frá öruggi sæti. Liðin sem eru í síðustu öruggu sætunum eiga enn fremur leik inni á ÍBV sem gerir slæma stöðu Eyjamanna enn verri.Hermann Hreiðarsson þjálfarði ÍBV liðið sumarið 2013.Vísir/DaníelHeimir Hallgrímsson, fyrrverandi A-landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari Al-Arabi í Katar, þjálfaði ÍBV-liðið í fimm ár eða frá 2006 til 2011. Hann hætti hjá ÍBV eftir 2011 tímabilið og gerðist aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck hjá íslenska landsliðinu. Heimir Hallgrímsson kom ÍBV aftur upp í deild þeirra bestu sumarið 2008 og undir hans stjórn varð liðið tvisvar í þriðja sæti deildarinnar. Það þekkja allir ævintýri íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis og Lars en síðan þá hafa margir sest í þjálfarsæti ÍBV-liðsins og flestir í bara stuttan tíma.Kristján Guðmundsson vann Heimi Guðjónsson í úrslitaleik bikarkeppninnar.Vísir/VilhelmKristján Guðmundsson varð í fyrra fyrsti þjálfarinn til að þjálfa ÍBV-liðið tvo sumur í röð síðan að Heimir hætti. ÍBV varð bikarmeistari fyrra árið sitt undir stjórn Kristjáns. Á fjórum af átta tímabilum síðan að Heimir hætti hafa Eyjamenn skipt um þjálfara á miðju tímabili. Það gerðist einnig sumurin 2012, 2015 og 2016 Ian Jeffs mun taka yfir þjálfun meistaraflokks ÍBV til að byrja með en hann tók einni við liðinu ásamt Alfreð Jóhannssyni í lok 2016 tímabilsins. Alls hafa tólf menn þjálfað ÍBV-liðið þessi undanfarin átta tímabil og þetta er orðinn myndarlegur listi eins og sjá má hér fyrir neðan. Fái Ian Jeffs ekki að klára þetta tímabil verða þjálfararnir orðnir þrettán áður en tímabilið klárast.Pedro Hipolito eftir leik á KR-vellinum.vísir/báraÞjálfarar ÍBV-liðsins síðan að Heimir Hallgrímsson hætti 2011: 2012 - Magnús Gylfason (19 leikir) 2012 - Dragan Kazic (3 leikir) 2013 - Hermann Hreiðarsson (22 leikir) 2014 - Sigurður Ragnar Eyjólfsson (22 leikir) 2015 - Jóhannes Harðarson (10 leikir) 2015 - Ingi Sigurðsson (2 leikir) 2015 - Ásmundur Arnarsson (10 leikir) 2016 - Bjarni Jóhannsson (15 leikir) 2016 - Ian Jeffs og Alfreð Jóhannsson (7 leikir) 2017 - Kristján Guðmundsson (22 leikir) 2018 - Kristján Guðmundsson (22 leikir) 2019 - Pedro Hipolito (22 leikir) 2019 - Ian Jeffs (??)Sigurður Ragnar Eyjólfsson, sem þjálfari ÍBV.Vísir/VilhelmMagnús Gylfason með aðstoðarmanni sínum Dragan Kazic sem síðan tók við af honum undir lok tímabilsins.Mynd/StefánJóhannes Harðarson stýrði ÍBV liðinu í hálf tímabil.vísir/vilhelmBjarni Jóhannsson fór aftur út í Eyjar en náði ekki að klára tímabilið með ÍBV.vísir/hanna
Pepsi Max-deild karla Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Fleiri fréttir Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Sjá meira