Gjörsamlega út fyrir öll velsæmismörk Pálmi Kormákur skrifar 3. júlí 2019 06:15 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Fréttablaðið/anton brink Á laugardag mótmælti hópur nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur aðgerðarleysi stjórnmálamanna í loftslagsmálum, ásamt því að heimsækja umhverfisráð borgarinnar og læra um getu sína til aðgerða, gera mótmælaskilti og spila leiki tengda umhverfismálum og lýðræði. Um 40 til 50 manns af 2.250 tóku þátt. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er ósátt. „Vinnuskólinn er kominn langt út fyrir verksvið sitt, þetta eru börn, ekki lögráða fólk. Þetta er gjörsamlega út fyrir öll velsæmismörk. Þessir krakkar eru ráðnir til vinnuskólans til þess að hjálpa til við að halda borginni hreinni. Ég er mjög hlynnt vinnuskólanum og vildi óska þess að hann gæti staðið yfir lengur, það er að segja allt sumarið til þess að kenna krökkunum að vinna og halda borginni hreinni, en ég fordæmi þetta, það er bara svar mitt,“ segir Vigdís. Aðspurð hvort þetta sé ekki framhald af skólaverkföllunum sem hafa staðið síðan í febrúar, þar sem börn á sama aldri og þau í vinnuskólanum mótmæltu alla föstudaga til skólaslita segir Vigdís skólaverkföllin vera sjálfsprottin. „Það er á engan hátt hægt að tengja þessi tvö mál. Þetta er í stíl við allt í borginni, það er farið fram úr á öllum stöðum, manni er hætt að koma á óvart bullið sem á sér stað hérna í Reykjavíkurborg og stjórn hennar. Þetta er bara ein birtingarmynd þess, og þessi skólaverkföll koma þessu ekkert við.“ Vigdís kveðst vera komin á fulla ferð með málið. „Ég ætla að fá upplýsingar um það af hverju ólögráða börn sem eru ráðin til vinnuskólans til þess að hjálpa til við að fegra borgina eru sett niður í Borgartún að búa til mótmælaspjöld og fara í kröfugöngu að beiðni borgarinnar, ég tel að þetta sé alveg á mörkunum að vera löglegt,“ útskýrir Vigdís. Málið er á dagskrá borgarráðs á morgun og skólastjóri vinnuskólans verður boðaður á fund ásamt formanni umhverfisráðs. Ræða á málið í dag í umhverfis- og heilbrigðisráði þar sem Vigdís á sæti. „Síðan er Viðar Freyr Guðmundsson [flokksbróðir Vigdísar] búinn að senda erindi um þetta mál til umboðsmanns barna, og það verður mjög spennandi að sjá að hverju umboðsmaður barna kemst í þessu máli.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Börn og uppeldi Loftslagsmál Reykjavík Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Sjá meira
Á laugardag mótmælti hópur nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur aðgerðarleysi stjórnmálamanna í loftslagsmálum, ásamt því að heimsækja umhverfisráð borgarinnar og læra um getu sína til aðgerða, gera mótmælaskilti og spila leiki tengda umhverfismálum og lýðræði. Um 40 til 50 manns af 2.250 tóku þátt. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er ósátt. „Vinnuskólinn er kominn langt út fyrir verksvið sitt, þetta eru börn, ekki lögráða fólk. Þetta er gjörsamlega út fyrir öll velsæmismörk. Þessir krakkar eru ráðnir til vinnuskólans til þess að hjálpa til við að halda borginni hreinni. Ég er mjög hlynnt vinnuskólanum og vildi óska þess að hann gæti staðið yfir lengur, það er að segja allt sumarið til þess að kenna krökkunum að vinna og halda borginni hreinni, en ég fordæmi þetta, það er bara svar mitt,“ segir Vigdís. Aðspurð hvort þetta sé ekki framhald af skólaverkföllunum sem hafa staðið síðan í febrúar, þar sem börn á sama aldri og þau í vinnuskólanum mótmæltu alla föstudaga til skólaslita segir Vigdís skólaverkföllin vera sjálfsprottin. „Það er á engan hátt hægt að tengja þessi tvö mál. Þetta er í stíl við allt í borginni, það er farið fram úr á öllum stöðum, manni er hætt að koma á óvart bullið sem á sér stað hérna í Reykjavíkurborg og stjórn hennar. Þetta er bara ein birtingarmynd þess, og þessi skólaverkföll koma þessu ekkert við.“ Vigdís kveðst vera komin á fulla ferð með málið. „Ég ætla að fá upplýsingar um það af hverju ólögráða börn sem eru ráðin til vinnuskólans til þess að hjálpa til við að fegra borgina eru sett niður í Borgartún að búa til mótmælaspjöld og fara í kröfugöngu að beiðni borgarinnar, ég tel að þetta sé alveg á mörkunum að vera löglegt,“ útskýrir Vigdís. Málið er á dagskrá borgarráðs á morgun og skólastjóri vinnuskólans verður boðaður á fund ásamt formanni umhverfisráðs. Ræða á málið í dag í umhverfis- og heilbrigðisráði þar sem Vigdís á sæti. „Síðan er Viðar Freyr Guðmundsson [flokksbróðir Vigdísar] búinn að senda erindi um þetta mál til umboðsmanns barna, og það verður mjög spennandi að sjá að hverju umboðsmaður barna kemst í þessu máli.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Börn og uppeldi Loftslagsmál Reykjavík Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Sjá meira