Eldum rétt taldi sig breyta rétt Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2019 12:15 Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum rétt. fréttablaðið/Stefán Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. Stéttarfélagið Efling hefur höfðað mál gegn Eldum rétt og MIV vegna fjögurra rúmenskra verkamanna. Mál Eflingar og verkamannanna gegn Eldum rétt og MIV hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur en Eldum rétt er stefnt á grundvelli laga um keðjuábyrgð, sem gerir fyrirtækið ábyrgt fyrir því að kjör verkamanna og aðstæður séu sómasamlegar. Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti og nauðungarvinnu. Í tilkynningu frá Eflingu segir jafnframt að nokkur fyrirtæki hafi keypt vinnuafl frá Mönnum í vinnu. Lögmannsstofan Réttur hafi að beiðni Eflingar farið fram á að þau ábyrgist kaup og kjör starfsmanna sem Menn í vinnu höfðu brotið á. Öll fyrirtækin hafi gengist við því, nema Eldum rétt sem keypti vinnuafl af starfsmannaleigunni í janúar.Fengu upplýsingar um að allt væri í lagi Kristófer Júlíus Leifsson framkvæmdastjóri Eldum rétt segir að þegar fyrirtækið hafi ráðið starfsfólk frá Mönnum í vinnu hafi Vinnumálastofnun þegar gefið grænt ljós á starfsemi starfsmannaleigunnar. „Það eru þær upplýsingar sem við höfum í höndunum. Að það sé búið að fara í úttekt á þessu fyrirtæki og það sé allt í lagi.“Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Efling segir að því fylgi augljós áhætta að flytja inn vinnuafl í gegnum starfsmannaleigur.Vísir/vilhelmÍ yfirlýsingu sem Eldum rétt sendi frá sér nú skömmu fyrir hádegi segir að ágreiningurinn snúi aðallega að því hvort starfsmannaleigunni hafi verið heimilt að draga frá launum starfsmanna fyrirframgreidd laun og útlagðan kostnað, einkum vegna húsnæðis síma, líkamsræktar og ferðalaga. Umræddir starfsmenn hafi unnið hjá Eldum rétt í gegnum Menn í vinnu í samtals fjóra daga á tvegja til fjögurra vikna tímabili í janúar og febrúar. Ekki sé deilt um að starfsmennirnir nutu allra lágmarkskjara á þeim tíma. Ábyrgð Eldum rétt nái samkvæmt lögum ekki til þess að greiða fyrirframgreidd laun og útlagðan kostnað fyrir starfsmennina. Vilja axla ábyrgð Kristófer segir að ef starfsmennirnir hafi ekki fengið greidd fyrir fram greidd laun þurfi að sjálfsögðu að fara yfir það. Hann ítrekar hins vegar að starfsmennirnir hafi aðeins unnið hjá fyrirtækinu í fjóra daga en reikningurinn frá Eflingu geri ráð fyrir miklu hærri upphæð en sem því nemur. „Við hörmum það ef það er búið að vera að beita þetta starfsfólk einhvers konar nauðung og við viljum svo sannarlega koma til móts við og ganga frá öllu sem þarf að ganga frá gagnvart þessu fólki, það er enginn vafi á því,“ segir Kristófer. „Við viljum axla ábyrgð og við viljum greiða þessa keðjuábyrgð en við viljum að hún sé greidd á réttum forsendum.“ Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26 Menn í vinnu krefjast skaðabóta frá Sýn, Eiríki og Unni Sverrisdóttur Starfsmannaleigan hefur nú krafið í það minnsta átta aðila um skaðabætur. 1. mars 2019 14:14 Forkólfum í verkalýðshreyfingunni stefnt vegna ummæla um Menn í vinnu Lögmaður starfsmannaleigunnar segir hin harkalegu ummæli algerlega tilhæfulaus. 28. febrúar 2019 16:45 Margt í starfsháttum starfsmannaleigu kalli á lögreglurannsókn Lögmaður segir margt við starfshætti starfsmannaleigunnar Menn í vinnu kalla á lögreglurannsókn. Meðal annars þurfi að skoða persónulega ábyrgð stjórnenda leigunnar vegna vangoldinna launa. 25. apríl 2019 19:15 Mest lesið Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Sjá meira
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. Stéttarfélagið Efling hefur höfðað mál gegn Eldum rétt og MIV vegna fjögurra rúmenskra verkamanna. Mál Eflingar og verkamannanna gegn Eldum rétt og MIV hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur en Eldum rétt er stefnt á grundvelli laga um keðjuábyrgð, sem gerir fyrirtækið ábyrgt fyrir því að kjör verkamanna og aðstæður séu sómasamlegar. Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti og nauðungarvinnu. Í tilkynningu frá Eflingu segir jafnframt að nokkur fyrirtæki hafi keypt vinnuafl frá Mönnum í vinnu. Lögmannsstofan Réttur hafi að beiðni Eflingar farið fram á að þau ábyrgist kaup og kjör starfsmanna sem Menn í vinnu höfðu brotið á. Öll fyrirtækin hafi gengist við því, nema Eldum rétt sem keypti vinnuafl af starfsmannaleigunni í janúar.Fengu upplýsingar um að allt væri í lagi Kristófer Júlíus Leifsson framkvæmdastjóri Eldum rétt segir að þegar fyrirtækið hafi ráðið starfsfólk frá Mönnum í vinnu hafi Vinnumálastofnun þegar gefið grænt ljós á starfsemi starfsmannaleigunnar. „Það eru þær upplýsingar sem við höfum í höndunum. Að það sé búið að fara í úttekt á þessu fyrirtæki og það sé allt í lagi.“Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Efling segir að því fylgi augljós áhætta að flytja inn vinnuafl í gegnum starfsmannaleigur.Vísir/vilhelmÍ yfirlýsingu sem Eldum rétt sendi frá sér nú skömmu fyrir hádegi segir að ágreiningurinn snúi aðallega að því hvort starfsmannaleigunni hafi verið heimilt að draga frá launum starfsmanna fyrirframgreidd laun og útlagðan kostnað, einkum vegna húsnæðis síma, líkamsræktar og ferðalaga. Umræddir starfsmenn hafi unnið hjá Eldum rétt í gegnum Menn í vinnu í samtals fjóra daga á tvegja til fjögurra vikna tímabili í janúar og febrúar. Ekki sé deilt um að starfsmennirnir nutu allra lágmarkskjara á þeim tíma. Ábyrgð Eldum rétt nái samkvæmt lögum ekki til þess að greiða fyrirframgreidd laun og útlagðan kostnað fyrir starfsmennina. Vilja axla ábyrgð Kristófer segir að ef starfsmennirnir hafi ekki fengið greidd fyrir fram greidd laun þurfi að sjálfsögðu að fara yfir það. Hann ítrekar hins vegar að starfsmennirnir hafi aðeins unnið hjá fyrirtækinu í fjóra daga en reikningurinn frá Eflingu geri ráð fyrir miklu hærri upphæð en sem því nemur. „Við hörmum það ef það er búið að vera að beita þetta starfsfólk einhvers konar nauðung og við viljum svo sannarlega koma til móts við og ganga frá öllu sem þarf að ganga frá gagnvart þessu fólki, það er enginn vafi á því,“ segir Kristófer. „Við viljum axla ábyrgð og við viljum greiða þessa keðjuábyrgð en við viljum að hún sé greidd á réttum forsendum.“
Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26 Menn í vinnu krefjast skaðabóta frá Sýn, Eiríki og Unni Sverrisdóttur Starfsmannaleigan hefur nú krafið í það minnsta átta aðila um skaðabætur. 1. mars 2019 14:14 Forkólfum í verkalýðshreyfingunni stefnt vegna ummæla um Menn í vinnu Lögmaður starfsmannaleigunnar segir hin harkalegu ummæli algerlega tilhæfulaus. 28. febrúar 2019 16:45 Margt í starfsháttum starfsmannaleigu kalli á lögreglurannsókn Lögmaður segir margt við starfshætti starfsmannaleigunnar Menn í vinnu kalla á lögreglurannsókn. Meðal annars þurfi að skoða persónulega ábyrgð stjórnenda leigunnar vegna vangoldinna launa. 25. apríl 2019 19:15 Mest lesið Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Sjá meira
Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26
Menn í vinnu krefjast skaðabóta frá Sýn, Eiríki og Unni Sverrisdóttur Starfsmannaleigan hefur nú krafið í það minnsta átta aðila um skaðabætur. 1. mars 2019 14:14
Forkólfum í verkalýðshreyfingunni stefnt vegna ummæla um Menn í vinnu Lögmaður starfsmannaleigunnar segir hin harkalegu ummæli algerlega tilhæfulaus. 28. febrúar 2019 16:45
Margt í starfsháttum starfsmannaleigu kalli á lögreglurannsókn Lögmaður segir margt við starfshætti starfsmannaleigunnar Menn í vinnu kalla á lögreglurannsókn. Meðal annars þurfi að skoða persónulega ábyrgð stjórnenda leigunnar vegna vangoldinna launa. 25. apríl 2019 19:15
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent