Efling telur engan vafa á að Eldum rétt beri að axla keðjuábyrgð Eiður Þór Árnason skrifar 7. júlí 2019 15:47 Eldum rétt er sagt vera eitt af nokkrum fyrirtækjum sem keypt hafa vinnuafl af starfsmannaleigunni. Vísir/Ernir Stéttarfélagið Efling telur engan vafa á því að fyrirtækinu Eldum rétt beri að axla keðjuábyrgð á öllum þeim brotum sem framin voru á starfsmönnum sem það leigði frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. „Í stað þess að gangast við ábyrgð sinni hefur Eldum rétt kosið að taka upp sömu málsvörn og Menn í vinnu, nefnilega að samningarnir sem verkamennirnir undirrituðu hafi leyft frádrátt af launum,“ segir í tilkynningunni. Í samtali við fréttastofu sagði Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar að á sáttafundi aðilanna fyrr í vikunni hafi þau viljað gefa fyrirtækinu færi á að rétta hlut starfsmannanna sem um ræðir: „Þar setjum við fram að okkar mati hóflegt tilboð sem er hugsað til að gefa fyrirtækinu færi á því að sýna raunverulegan vilja til að rétta hlut þeirra sem þarna var brotið á. Því var einfaldlega hafnað.“ Í ljósi þess telji hann fátt annað í stöðunni en að fylgja málinu eftir af fullum krafti fyrir dómi. Forsvarsmenn Eldum rétt hafa sagt í fjölmiðlum að starfsmennirnir sem um ræðir hafi einungis starfað hjá þeim í fjóra daga. Efling segir að fyrirtækið hafi aldrei afhent gögn þess efnis í viðræðum fyrirtækisins við félagið, eða kosið að gera vinnutíma starfsmannanna að umræðuefni fyrr en dómsmálið kom upp í fjölmiðlum. Jafnframt kemur fram í máli Eflingar að í stefnunni á hendur fyrirtækinu sé krafist endurgreiðslu á ólögmætum launafrádrætti, en einnig miskabóta fyrir „þá svívirðu sem mennirnir voru látnir sæta“. Á sáttafundi í liðinni viku hafi Efling lagt fram sáttatilboð sem tók mið af því að Eldum rétt hafi þegar greitt fyrrverandi starfsmönnunum hluta þeirrar upphæðar. Fram kom í tilkynningu Eldum rétt frá því fyrr í dag Efling hafi á fundinum tekið skýrt fram að engin önnur lausn væri til að ljúka málinu en að Eldum rétt myndi greiða 4.404.295 krónur vegna málsins en af þeirri fjárhæð væru þrjár milljónir í miskabætur. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15 Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26 Eldum rétt hafnaði sáttatilboði Eflingar í máli Rúmena Efling segir þetta vera í annað sinn sem Eldum rétt hafni sáttatilboði Eflingar. 6. júlí 2019 11:05 Segir það einlægan vilja að standa undir keðjuábyrgð Fyrirtækið Eldum rétt ehf. hefur sent frá sér tilkynningu þar sem tilkynningu Eflingar frá því í gær er svarað. 7. júlí 2019 10:18 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Stéttarfélagið Efling telur engan vafa á því að fyrirtækinu Eldum rétt beri að axla keðjuábyrgð á öllum þeim brotum sem framin voru á starfsmönnum sem það leigði frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. „Í stað þess að gangast við ábyrgð sinni hefur Eldum rétt kosið að taka upp sömu málsvörn og Menn í vinnu, nefnilega að samningarnir sem verkamennirnir undirrituðu hafi leyft frádrátt af launum,“ segir í tilkynningunni. Í samtali við fréttastofu sagði Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar að á sáttafundi aðilanna fyrr í vikunni hafi þau viljað gefa fyrirtækinu færi á að rétta hlut starfsmannanna sem um ræðir: „Þar setjum við fram að okkar mati hóflegt tilboð sem er hugsað til að gefa fyrirtækinu færi á því að sýna raunverulegan vilja til að rétta hlut þeirra sem þarna var brotið á. Því var einfaldlega hafnað.“ Í ljósi þess telji hann fátt annað í stöðunni en að fylgja málinu eftir af fullum krafti fyrir dómi. Forsvarsmenn Eldum rétt hafa sagt í fjölmiðlum að starfsmennirnir sem um ræðir hafi einungis starfað hjá þeim í fjóra daga. Efling segir að fyrirtækið hafi aldrei afhent gögn þess efnis í viðræðum fyrirtækisins við félagið, eða kosið að gera vinnutíma starfsmannanna að umræðuefni fyrr en dómsmálið kom upp í fjölmiðlum. Jafnframt kemur fram í máli Eflingar að í stefnunni á hendur fyrirtækinu sé krafist endurgreiðslu á ólögmætum launafrádrætti, en einnig miskabóta fyrir „þá svívirðu sem mennirnir voru látnir sæta“. Á sáttafundi í liðinni viku hafi Efling lagt fram sáttatilboð sem tók mið af því að Eldum rétt hafi þegar greitt fyrrverandi starfsmönnunum hluta þeirrar upphæðar. Fram kom í tilkynningu Eldum rétt frá því fyrr í dag Efling hafi á fundinum tekið skýrt fram að engin önnur lausn væri til að ljúka málinu en að Eldum rétt myndi greiða 4.404.295 krónur vegna málsins en af þeirri fjárhæð væru þrjár milljónir í miskabætur.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15 Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26 Eldum rétt hafnaði sáttatilboði Eflingar í máli Rúmena Efling segir þetta vera í annað sinn sem Eldum rétt hafni sáttatilboði Eflingar. 6. júlí 2019 11:05 Segir það einlægan vilja að standa undir keðjuábyrgð Fyrirtækið Eldum rétt ehf. hefur sent frá sér tilkynningu þar sem tilkynningu Eflingar frá því í gær er svarað. 7. júlí 2019 10:18 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15
Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26
Eldum rétt hafnaði sáttatilboði Eflingar í máli Rúmena Efling segir þetta vera í annað sinn sem Eldum rétt hafni sáttatilboði Eflingar. 6. júlí 2019 11:05
Segir það einlægan vilja að standa undir keðjuábyrgð Fyrirtækið Eldum rétt ehf. hefur sent frá sér tilkynningu þar sem tilkynningu Eflingar frá því í gær er svarað. 7. júlí 2019 10:18