Verja eigi fólk gagnvart heimilisofbeldi í vinnunni Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 7. júlí 2019 20:30 Forseti ASÍ vonast til að Ísland geti fullgilt nýja alþjóðlega samþykkt um ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfinu hratt og örugglega. Í samþykktinni felst sú nýung að fólk verði varið í vinnunni búi það við heimilisofbeldi og að atvinnurekanda beri skylda að taka tillit til fólks sem er að losna úr ofbeldissambandi. Þörf sé á umræðu um þessi mál á vinnumarkaði hér á landi. Alþjóðavinnumálastofnunin samþykkti á 100 ára afmælisþingi sínu nýjan sáttmála um vernd gegn ofbeldi og áreiti í heimi vinnunnar. Þingið stendur yfir í um tvær vikur og þar fer fram milliliðalaust samtal milli launafólks, atvinnurekenda og ríkistjórnar flestra landa heimsins. svokallað þríhliða samstarf. Á þinginu, sem haldið er á hverju ári, fer fram afgreiðsla samþykkta og tilmæla til aðildarríkja stofnunarinnar um að virða grundvallaréttindi atvinnurekenda og launafólks. Drífa Snædal, forseti ASÍ, sat hluta þingsins, og segir þessa samþykkt marka tímamót fyrir heim vinnunnar. „Bara það að allur heimurinn hafi undirgengist það að áreitni og ofbeldi verði ekki liðið í heimi vinnunnar. Með svona ákveðnar línur sem tryggja að svo verði ekki. Það eru mjög mikil tímamót í vinnuvernd á heimsvísu,“ segir Drífa. Hún segir að Metoo byltingin hafi haft áhrif. Heimur vinnunnar sé skilgreindur þannig að samþykktin nái til allra þátta er lúta að vinnuumhverfinu þar með talið vinnuferða og skemmtana. „Það eru ákveðin nýmæli líka í þessum sáttmála. Það er að fólk verði varið í vinnunni út af heimilisofbeldi og að atvinnurekendur taki tillit til þess að fólk verður fyrir heimilisofbeldi. Það er að segja að fólk þarf aukið frí að ofbeldi sem það verði fyrir á heimilinum elti fólk ekki inn á vinnustaði,“ segir hún.Hvernig er það í framkvæmd?„Það hafa einhverjar þjóðir farið í að framkvæma það að fólk eigi rétt á ákveðnum veikindadögum ef það er að losa sig til dæmis úr ofbeldissambandi. Síðan vitum við að hérna hefur það verið þannig að ef þú verður fyrir ofsóknum þá eltir það þig inn á vinnustaðinn. Vinnustaðurinn þarf þá að tryggja öryggið þitt gagnvart ofbeldi sem þú verður fyrir utan vinnunnar með einhverjum hætti,“ segir hún. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira
Forseti ASÍ vonast til að Ísland geti fullgilt nýja alþjóðlega samþykkt um ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfinu hratt og örugglega. Í samþykktinni felst sú nýung að fólk verði varið í vinnunni búi það við heimilisofbeldi og að atvinnurekanda beri skylda að taka tillit til fólks sem er að losna úr ofbeldissambandi. Þörf sé á umræðu um þessi mál á vinnumarkaði hér á landi. Alþjóðavinnumálastofnunin samþykkti á 100 ára afmælisþingi sínu nýjan sáttmála um vernd gegn ofbeldi og áreiti í heimi vinnunnar. Þingið stendur yfir í um tvær vikur og þar fer fram milliliðalaust samtal milli launafólks, atvinnurekenda og ríkistjórnar flestra landa heimsins. svokallað þríhliða samstarf. Á þinginu, sem haldið er á hverju ári, fer fram afgreiðsla samþykkta og tilmæla til aðildarríkja stofnunarinnar um að virða grundvallaréttindi atvinnurekenda og launafólks. Drífa Snædal, forseti ASÍ, sat hluta þingsins, og segir þessa samþykkt marka tímamót fyrir heim vinnunnar. „Bara það að allur heimurinn hafi undirgengist það að áreitni og ofbeldi verði ekki liðið í heimi vinnunnar. Með svona ákveðnar línur sem tryggja að svo verði ekki. Það eru mjög mikil tímamót í vinnuvernd á heimsvísu,“ segir Drífa. Hún segir að Metoo byltingin hafi haft áhrif. Heimur vinnunnar sé skilgreindur þannig að samþykktin nái til allra þátta er lúta að vinnuumhverfinu þar með talið vinnuferða og skemmtana. „Það eru ákveðin nýmæli líka í þessum sáttmála. Það er að fólk verði varið í vinnunni út af heimilisofbeldi og að atvinnurekendur taki tillit til þess að fólk verður fyrir heimilisofbeldi. Það er að segja að fólk þarf aukið frí að ofbeldi sem það verði fyrir á heimilinum elti fólk ekki inn á vinnustaði,“ segir hún.Hvernig er það í framkvæmd?„Það hafa einhverjar þjóðir farið í að framkvæma það að fólk eigi rétt á ákveðnum veikindadögum ef það er að losa sig til dæmis úr ofbeldissambandi. Síðan vitum við að hérna hefur það verið þannig að ef þú verður fyrir ofsóknum þá eltir það þig inn á vinnustaðinn. Vinnustaðurinn þarf þá að tryggja öryggið þitt gagnvart ofbeldi sem þú verður fyrir utan vinnunnar með einhverjum hætti,“ segir hún.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira