Óli Kristjáns ræddi um félagaskiptagluggann og stöðuna á Gunnari Nielsen Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júlí 2019 11:00 Ólafur Kristjánsson er þjálfari FH. vísir/bára Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, segir að FH sé með augun opin á félagaskiptamarkaðnum og að liðið kíki einna helst eftir framherja. FH hefur verið í vandræðum í Pepsi Max-deild karla. Liðið er í sjöunda sæti deildarinnar með þrettán stig og hefur ekki unnið deildarleik síðan 20. maí er liðið vann Val á heimavelli. Í kvöld mætir liðið Víkingi en félagaskiptaglugginn er opinn. Stuðningsmenn FH ræða við Ólaf fyrir hvern leik. Nú var spurt hvort Ólafur og FH-ingar hefðu áhuga á að styrkja liðið.Kemur til greina að styrkja hópinn „Það kemur til greina en hvort við gerum það er óvíst. Alltaf þegar það er möguleiki að styrkja liðið er maður með einhvern lista sem maður skoðar, hvað gæti verið af möguleikum og í hvaða stöður,“ sagði Ólafur. „Við skoðum það eins og aðrir en miðað við síðustu leiki hefur fókusinn verið mikill á að vinna með hópinn og þá leikmenn sem við erum með. Styrkingar eru kannski ekki efst á listanum.“ Ólafur ræddi um ákveðnar stöður á vellinum en hvaða stöður er hann einna helst að hugsa um? „Það er alveg augljóst og bara til þess að taka síðasta leik gegn Grindavík sem dæmi, þá höfum við haft mikla yfirburði í leikjum án þess að snúa því yfir í sigur. Við þurfum að skora mörk og við þurfum að hafa menn sem skora mörk.“ „Ef menn svara ekki kallinu þá er ekki óeðlilegt að menn fari að líta í kringum sig. Það sem vantar kannski hjá okkur núna er senter sem gæti verið inn í teig og skorar mörk.“Daði staðið sig vel „Við erum með hlaupaframherja eins og Jákup sem við vitum að getur skorað mörk en það hefur verið smá stífla undanfarið, nema bikarleikurinn gegn Grindavík. Við höfum í langan tíma talað um það að senter myndi punta.“ Gunnar Nielsen hefur verið á meiðslalistanum síðan hann handabrotnaði á heimavelli gegn KA. Óli segir að það styttist í Færeyinginn sem hefur verið frá síðan um miðjan maímánuð. „Fjandinn hafi það ef það fari ekki að styttast í hann. Hann er búinn að vera í handabroti en það gréri vel og allt lítur vel út. Hann er byrjaður að æfa og gera allt sem markvörður þarf að gera,“ en Daði Freyr Arnarson, ungur piltur hefur staðið í markinu undanfarna leiki og gert það vel. „Daði er búinn að standa sig vel. Það er kannski enginn ástæða til þess að henda honum út. Gunnar setur góða pressu á hann og það verður spennandi að fylgjast með þeirri baráttu.“ Óli segir að flestir leikmenn liðsins séu í góðu standi fyrir leik kvöldsins. „Staðan er býsna góð. Guðmann sem hefur verið að glíma við smá er orðinn fínn. Jákup verður betri og betri þannig að það er óvenju gott ástand á hópnum,“ sagði Ólafur. Fundinn í heild sinni má sjá hér að neðan en leikur FH og Víkings hefst klukkan 19.15. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.55 og Pepsi Max-mörkin verða svo á dagskrá klukkan 21.15. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, segir að FH sé með augun opin á félagaskiptamarkaðnum og að liðið kíki einna helst eftir framherja. FH hefur verið í vandræðum í Pepsi Max-deild karla. Liðið er í sjöunda sæti deildarinnar með þrettán stig og hefur ekki unnið deildarleik síðan 20. maí er liðið vann Val á heimavelli. Í kvöld mætir liðið Víkingi en félagaskiptaglugginn er opinn. Stuðningsmenn FH ræða við Ólaf fyrir hvern leik. Nú var spurt hvort Ólafur og FH-ingar hefðu áhuga á að styrkja liðið.Kemur til greina að styrkja hópinn „Það kemur til greina en hvort við gerum það er óvíst. Alltaf þegar það er möguleiki að styrkja liðið er maður með einhvern lista sem maður skoðar, hvað gæti verið af möguleikum og í hvaða stöður,“ sagði Ólafur. „Við skoðum það eins og aðrir en miðað við síðustu leiki hefur fókusinn verið mikill á að vinna með hópinn og þá leikmenn sem við erum með. Styrkingar eru kannski ekki efst á listanum.“ Ólafur ræddi um ákveðnar stöður á vellinum en hvaða stöður er hann einna helst að hugsa um? „Það er alveg augljóst og bara til þess að taka síðasta leik gegn Grindavík sem dæmi, þá höfum við haft mikla yfirburði í leikjum án þess að snúa því yfir í sigur. Við þurfum að skora mörk og við þurfum að hafa menn sem skora mörk.“ „Ef menn svara ekki kallinu þá er ekki óeðlilegt að menn fari að líta í kringum sig. Það sem vantar kannski hjá okkur núna er senter sem gæti verið inn í teig og skorar mörk.“Daði staðið sig vel „Við erum með hlaupaframherja eins og Jákup sem við vitum að getur skorað mörk en það hefur verið smá stífla undanfarið, nema bikarleikurinn gegn Grindavík. Við höfum í langan tíma talað um það að senter myndi punta.“ Gunnar Nielsen hefur verið á meiðslalistanum síðan hann handabrotnaði á heimavelli gegn KA. Óli segir að það styttist í Færeyinginn sem hefur verið frá síðan um miðjan maímánuð. „Fjandinn hafi það ef það fari ekki að styttast í hann. Hann er búinn að vera í handabroti en það gréri vel og allt lítur vel út. Hann er byrjaður að æfa og gera allt sem markvörður þarf að gera,“ en Daði Freyr Arnarson, ungur piltur hefur staðið í markinu undanfarna leiki og gert það vel. „Daði er búinn að standa sig vel. Það er kannski enginn ástæða til þess að henda honum út. Gunnar setur góða pressu á hann og það verður spennandi að fylgjast með þeirri baráttu.“ Óli segir að flestir leikmenn liðsins séu í góðu standi fyrir leik kvöldsins. „Staðan er býsna góð. Guðmann sem hefur verið að glíma við smá er orðinn fínn. Jákup verður betri og betri þannig að það er óvenju gott ástand á hópnum,“ sagði Ólafur. Fundinn í heild sinni má sjá hér að neðan en leikur FH og Víkings hefst klukkan 19.15. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.55 og Pepsi Max-mörkin verða svo á dagskrá klukkan 21.15.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti