Dæmdur í fimm ára fangelsi vegna brunans á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 9. júlí 2019 13:00 Vigfús sést hér við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í síðasta mánuði. vísir/mhh Vigfús Ólafsson var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan í nóvember í fyrra. Vigfús var ákærður fyrir manndráp og íkveikju en til vara fyrir manndráp af gáleysi. Vigfús var jafnframt dæmdur til þess að greiða sjö aðstandendum konunnar sem lést í eldsvoðanum bætur vegna málsins að upphæð samtals 23,3 milljónir króna. Bótaupphæðirnar eru á bilinu tvær til fimm milljónir. Þá var hann líka dæmdur til þess að greiða sakarkostnað sem hann varðar í málinu, alls 4,1 milljónir króna, sem og málsvarnarlaun og ferðakostnað verjanda síns, rúmar fjórar milljónir króna einnig. Elva Marteinsdóttir, sem ákærð var fyrir að láta hjá líða að gerð sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoðanum, var sýknuð. Allur sakarkostnaður hennar, þar með talin málsvarnarlaun verjanda og ferðakostnaður, greiðast úr ríkissjóði. Ákæra var gefin út á hendur þeim Vigfúsi og Elvu í janúar síðastliðnum en eldurinn kom upp í húsi við Kirkjuveg á Selfossi þann 31. október í fyrra. Fólkið sem lést í eldsvoðanum var á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp en eldurinn breiddist hratt um húsið sem varð fljótt alelda.Frá dómsuppkvaðningu í dag en hvorugt hinn ákærðu mættu.vísir/mhhSlökkvistarf gekk erfiðlega vegna mikils hita og elds og gátu reykkafarar til að mynda ekki kannað efri hæð hússins og komist þannig að fólkinu sem þar var. Sama dag og eldurinn kom upp voru þau Vigfús og Elva handtekin vegna gruns um að þau tengdust eldsvoðanum. Við aðalmeðferð málsins í síðasta viðurkenndi Vigfús að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. Þá bar saksóknari þá lýsingu Elvu undir Vigfús að hann hefði kveikt í gardínu í stofunni með kveikjara. Kvaðst hann ekki getað útilokað það og viðurkenndi sök sína að því er varðaði íkveikjuna. Fyrir héraðsdómi sagðist Vigfús vera mikill drykkjumaður. Honum liði alltaf illa og drykki til að deyfa sig. Hann kvaðst ekki muna eftir því að hafa verið með Elvu eða fólkinu sem lést í húsinu. Þau hefðu þó verið drykkjufélagar hans þótt sambandið þeirra á milli hefði ekki alltaf verið gott. Elva bjó svo í húsinu með leyfi Vigfúsar en samskipti þeirra daginn sem kviknaði í voru ekki góð að því er fram kom í máli hans fyrir dómi.Fréttin hefur verið uppfærð. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir „Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér“ Myndbandsupptaka úr lögreglubílnum sem Vigfús var settur í strax eftir brunan og var spiluðu í Héraðsdómi Suðurlands í dag sýnir hann í annalegu ástandi þar sem hann segir, "Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér. 6. júní 2019 19:45 Segir hæfilega refsingu mannsins allt að 18 ár Karlmaður sem ákærður er fyrir að valda dauða tveggja með íkveikju á Selfossi er ekki talinn hafa framið verknaðinn með hæsta stigi ásetnings. 26. júní 2019 18:07 Parið reyndi að bjarga sér úr eldinum Fundust látin í svefnherberginu. 6. júní 2019 13:51 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Vigfús Ólafsson var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan í nóvember í fyrra. Vigfús var ákærður fyrir manndráp og íkveikju en til vara fyrir manndráp af gáleysi. Vigfús var jafnframt dæmdur til þess að greiða sjö aðstandendum konunnar sem lést í eldsvoðanum bætur vegna málsins að upphæð samtals 23,3 milljónir króna. Bótaupphæðirnar eru á bilinu tvær til fimm milljónir. Þá var hann líka dæmdur til þess að greiða sakarkostnað sem hann varðar í málinu, alls 4,1 milljónir króna, sem og málsvarnarlaun og ferðakostnað verjanda síns, rúmar fjórar milljónir króna einnig. Elva Marteinsdóttir, sem ákærð var fyrir að láta hjá líða að gerð sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoðanum, var sýknuð. Allur sakarkostnaður hennar, þar með talin málsvarnarlaun verjanda og ferðakostnaður, greiðast úr ríkissjóði. Ákæra var gefin út á hendur þeim Vigfúsi og Elvu í janúar síðastliðnum en eldurinn kom upp í húsi við Kirkjuveg á Selfossi þann 31. október í fyrra. Fólkið sem lést í eldsvoðanum var á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp en eldurinn breiddist hratt um húsið sem varð fljótt alelda.Frá dómsuppkvaðningu í dag en hvorugt hinn ákærðu mættu.vísir/mhhSlökkvistarf gekk erfiðlega vegna mikils hita og elds og gátu reykkafarar til að mynda ekki kannað efri hæð hússins og komist þannig að fólkinu sem þar var. Sama dag og eldurinn kom upp voru þau Vigfús og Elva handtekin vegna gruns um að þau tengdust eldsvoðanum. Við aðalmeðferð málsins í síðasta viðurkenndi Vigfús að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. Þá bar saksóknari þá lýsingu Elvu undir Vigfús að hann hefði kveikt í gardínu í stofunni með kveikjara. Kvaðst hann ekki getað útilokað það og viðurkenndi sök sína að því er varðaði íkveikjuna. Fyrir héraðsdómi sagðist Vigfús vera mikill drykkjumaður. Honum liði alltaf illa og drykki til að deyfa sig. Hann kvaðst ekki muna eftir því að hafa verið með Elvu eða fólkinu sem lést í húsinu. Þau hefðu þó verið drykkjufélagar hans þótt sambandið þeirra á milli hefði ekki alltaf verið gott. Elva bjó svo í húsinu með leyfi Vigfúsar en samskipti þeirra daginn sem kviknaði í voru ekki góð að því er fram kom í máli hans fyrir dómi.Fréttin hefur verið uppfærð.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir „Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér“ Myndbandsupptaka úr lögreglubílnum sem Vigfús var settur í strax eftir brunan og var spiluðu í Héraðsdómi Suðurlands í dag sýnir hann í annalegu ástandi þar sem hann segir, "Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér. 6. júní 2019 19:45 Segir hæfilega refsingu mannsins allt að 18 ár Karlmaður sem ákærður er fyrir að valda dauða tveggja með íkveikju á Selfossi er ekki talinn hafa framið verknaðinn með hæsta stigi ásetnings. 26. júní 2019 18:07 Parið reyndi að bjarga sér úr eldinum Fundust látin í svefnherberginu. 6. júní 2019 13:51 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
„Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér“ Myndbandsupptaka úr lögreglubílnum sem Vigfús var settur í strax eftir brunan og var spiluðu í Héraðsdómi Suðurlands í dag sýnir hann í annalegu ástandi þar sem hann segir, "Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér. 6. júní 2019 19:45
Segir hæfilega refsingu mannsins allt að 18 ár Karlmaður sem ákærður er fyrir að valda dauða tveggja með íkveikju á Selfossi er ekki talinn hafa framið verknaðinn með hæsta stigi ásetnings. 26. júní 2019 18:07
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?