Segir áherslur stjórnvalda í vímuefnamálum bitna illa á þeim verst settu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. júlí 2019 17:19 Áherslur stjórnvalda í vímuefnamálum bitna illa á þeim sem eiga um sárt að binda vegna fíknar, að sögn Helga Gunnlaugssonar, prófessors í afbrotafræði. Í nýrri löggæsluáætlun sé lögð áhersla á að draga úr framboði efnanna sem rannsóknir sýni fram á að hafi sáralítil áhrif á markaðinn. Það þurfi að breyta stefnunni í málaflokknum, en ábyrgðin liggi hjá Alþingi. Á dögunum birti dómsmálaráðuneytið löggæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem meðal annars eru skilgreindar stefnur í vímuefnamálum. Í áætluninni er mest áhersla lögð á að koma í veg fyrir innflutning, framleiðslu og sölu fíkniefna og þannig draga úr framboði fíkniefna í samfélaginu. „Það skortir hvaða mælikvarða eigi að nota til þess að meta árangurinn af þeirri stefnu,“ segir Helgi og bætir við að erlendar rannsóknir sýni að haldlagning jafnvel stórra sendinga af fíkniefnum hafi sáralítil áhrif á markaðinn. Þau séu í mesta lagi tímabundin. „Þar að segja, efnin gætu skort í stuttan tíma og það gæti líka hækkað verð fíkniefna,“ segir Helgi. Það bitni illa á þeim sem eiga um sárt að binda vegna fíknar, ekki síst þeirra sem sprauta sig í æð. „Síðan er þetta mjög fljótt komið aftur í sama horfið. Það virðist aldrei vanta fíkniefni á markaðinn og alltaf vera framboð,“ segir Helgi, enda eftirspurnin og hagnaðarvonin mikil. Þannig telur Helgi erfitt að sjá árangurinn af því að áherslan sé lögð á draga úr framboðinu. „Og einnig skortir í áætlunina umfjöllun um fíklahópinn, það er að segja hvað eigi að gera í vanda þess hóps,“ segir Helgi. Hann segir að horfa ætti á vanda hópsins á grundvelli heilsuverndar í stað þess að ýta fíklum út í jaðra samfélagsins án eftirlits. „Það stingur í augun að refsa einstaklingum fyrir sjúkdóm. Það er þar sem ég myndi vilja sjá breytingar gerðar í dag,“ segir Helgi. Það sé Alþingi sem beri ábyrgð á að breyta fíkniefnalöggjöfinni. Víða erlendis sjáist merki um breyttar stefnur í málaflokknum sem löggjafinn ætti að horfa til. „Það eru ýmis merki sem benda til stefnubreytingar erlendis hvað varðar þann hóp sem verst fer úti vegna fíkniefna,“ segir Helgi. Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Áherslur stjórnvalda í vímuefnamálum bitna illa á þeim sem eiga um sárt að binda vegna fíknar, að sögn Helga Gunnlaugssonar, prófessors í afbrotafræði. Í nýrri löggæsluáætlun sé lögð áhersla á að draga úr framboði efnanna sem rannsóknir sýni fram á að hafi sáralítil áhrif á markaðinn. Það þurfi að breyta stefnunni í málaflokknum, en ábyrgðin liggi hjá Alþingi. Á dögunum birti dómsmálaráðuneytið löggæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem meðal annars eru skilgreindar stefnur í vímuefnamálum. Í áætluninni er mest áhersla lögð á að koma í veg fyrir innflutning, framleiðslu og sölu fíkniefna og þannig draga úr framboði fíkniefna í samfélaginu. „Það skortir hvaða mælikvarða eigi að nota til þess að meta árangurinn af þeirri stefnu,“ segir Helgi og bætir við að erlendar rannsóknir sýni að haldlagning jafnvel stórra sendinga af fíkniefnum hafi sáralítil áhrif á markaðinn. Þau séu í mesta lagi tímabundin. „Þar að segja, efnin gætu skort í stuttan tíma og það gæti líka hækkað verð fíkniefna,“ segir Helgi. Það bitni illa á þeim sem eiga um sárt að binda vegna fíknar, ekki síst þeirra sem sprauta sig í æð. „Síðan er þetta mjög fljótt komið aftur í sama horfið. Það virðist aldrei vanta fíkniefni á markaðinn og alltaf vera framboð,“ segir Helgi, enda eftirspurnin og hagnaðarvonin mikil. Þannig telur Helgi erfitt að sjá árangurinn af því að áherslan sé lögð á draga úr framboðinu. „Og einnig skortir í áætlunina umfjöllun um fíklahópinn, það er að segja hvað eigi að gera í vanda þess hóps,“ segir Helgi. Hann segir að horfa ætti á vanda hópsins á grundvelli heilsuverndar í stað þess að ýta fíklum út í jaðra samfélagsins án eftirlits. „Það stingur í augun að refsa einstaklingum fyrir sjúkdóm. Það er þar sem ég myndi vilja sjá breytingar gerðar í dag,“ segir Helgi. Það sé Alþingi sem beri ábyrgð á að breyta fíkniefnalöggjöfinni. Víða erlendis sjáist merki um breyttar stefnur í málaflokknum sem löggjafinn ætti að horfa til. „Það eru ýmis merki sem benda til stefnubreytingar erlendis hvað varðar þann hóp sem verst fer úti vegna fíkniefna,“ segir Helgi.
Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira