Daníel og Ásta nálgast met Ómars og Jóns Bragi Þórðarson skrifar 30. júní 2019 17:00 Daníel og Ásta Sigurðarbörn unnu Hamingjurallið með 47 sekúndna forskot í næstu áhöfn. Guðný Guðmarsdóttir Rallaðar voru leiðir um Þorskafjarðaheiði, Eyrarfjall og Vatnsfjarðarnes og var keppnin hluti af dagskrá Hamingjudaga á Hólmavík. Baldur Arnar Hlöðversson og Heimir Snær Jónsson leiddu Íslandsmótið fyrir keppnina eftir sigur í fyrstu umferðinni. Þeir félagar þurftu þó að sætta sig við fjórða sætið í Hólmavík og töpuðu því forustunni í mótinu. Fimmtu urðu reynsluboltarnir Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson á Mitsubishi Lancer Evolution 7, sameigin keppnisreynsla þeirra er 60 ár. Ragnar Bjarni Gröndal og Emelía Rut Hólmarsdóttir á Lancer Evo 6 enduðu þriðju og í öðru sæti komu Gunnar Karl Jóhannesson og Ísak Sigfússon á Lancer Evo 10. Þegar Gunnar fæddist árið 1996 hafði Sigurður Bragi keppt í ralli í ellefu ár. Hörkuslagur var um annað sætið og voru aðeins 47 sekúndur á milli Sigurðar Braga og Ísaks í fimmta sæti og Gunnar Karls og Ísaks í öðru sæti. Jósef og Guðni stóðu uppi sem sigurvegarar í AB Varahluta flokknumGuðný GuðmarsdóttirDaníel og Ásta í sérflokki um helginaÍ algjörum sérflokki í fyrsta sætinu komu systkynin Daníel og Ásta Sigurðarbörn á Mitsubishi Lancer Evo 8. Þau kepptu ekki í fyrstu umferðinni en virtust þó ekkert koma ryðguð til leiks. Forskot þeirra var tæp mínúta á annað sætið eftir þær sex sérleiðar sem eknar voru. Sigursælustu systkyni í íslenskri rallsögu eru bræðurnir Ómar og Jón Ragnarsynir með átján sigra og þrjá titla. Daníel og Ásta eru nú þegar komin með þrjá titla og var sigurinn um helgina sá sextándi á þeirra farsæla ferli sem hófst árið 2006. Fari svo að Daníel og Ásta sigri þær tvær keppnir sem eftir eru á tímabilinu munu þau því jafna met Ómars og Jóns í fjölda sigra og eiga góða möguleika á að bæta met þeirra í fjölda titla. Í AB Varahluta flokknum sigruðu Jósef Heimir Guðbjörnsson og Guðni Freyr Ómarsson á Subaru Impreza. Þeir hafa því unnið báðar keppnirnar í ár og hafa öruggt forskot í Íslandsmótinu í AB Varahluta flokknum. Úrslit helgarinnar þýða að Gunnar Karl og Ísak leiða nú Íslandsmótið, fjórum stigum á undan Baldri Arnari og Heimi. Tvær umferðir eru eftir, næsta keppni er hið alþjóðlega Rallý Reykjavík sem fer fram í lok ágúst. Íþróttir Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Rallaðar voru leiðir um Þorskafjarðaheiði, Eyrarfjall og Vatnsfjarðarnes og var keppnin hluti af dagskrá Hamingjudaga á Hólmavík. Baldur Arnar Hlöðversson og Heimir Snær Jónsson leiddu Íslandsmótið fyrir keppnina eftir sigur í fyrstu umferðinni. Þeir félagar þurftu þó að sætta sig við fjórða sætið í Hólmavík og töpuðu því forustunni í mótinu. Fimmtu urðu reynsluboltarnir Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson á Mitsubishi Lancer Evolution 7, sameigin keppnisreynsla þeirra er 60 ár. Ragnar Bjarni Gröndal og Emelía Rut Hólmarsdóttir á Lancer Evo 6 enduðu þriðju og í öðru sæti komu Gunnar Karl Jóhannesson og Ísak Sigfússon á Lancer Evo 10. Þegar Gunnar fæddist árið 1996 hafði Sigurður Bragi keppt í ralli í ellefu ár. Hörkuslagur var um annað sætið og voru aðeins 47 sekúndur á milli Sigurðar Braga og Ísaks í fimmta sæti og Gunnar Karls og Ísaks í öðru sæti. Jósef og Guðni stóðu uppi sem sigurvegarar í AB Varahluta flokknumGuðný GuðmarsdóttirDaníel og Ásta í sérflokki um helginaÍ algjörum sérflokki í fyrsta sætinu komu systkynin Daníel og Ásta Sigurðarbörn á Mitsubishi Lancer Evo 8. Þau kepptu ekki í fyrstu umferðinni en virtust þó ekkert koma ryðguð til leiks. Forskot þeirra var tæp mínúta á annað sætið eftir þær sex sérleiðar sem eknar voru. Sigursælustu systkyni í íslenskri rallsögu eru bræðurnir Ómar og Jón Ragnarsynir með átján sigra og þrjá titla. Daníel og Ásta eru nú þegar komin með þrjá titla og var sigurinn um helgina sá sextándi á þeirra farsæla ferli sem hófst árið 2006. Fari svo að Daníel og Ásta sigri þær tvær keppnir sem eftir eru á tímabilinu munu þau því jafna met Ómars og Jóns í fjölda sigra og eiga góða möguleika á að bæta met þeirra í fjölda titla. Í AB Varahluta flokknum sigruðu Jósef Heimir Guðbjörnsson og Guðni Freyr Ómarsson á Subaru Impreza. Þeir hafa því unnið báðar keppnirnar í ár og hafa öruggt forskot í Íslandsmótinu í AB Varahluta flokknum. Úrslit helgarinnar þýða að Gunnar Karl og Ísak leiða nú Íslandsmótið, fjórum stigum á undan Baldri Arnari og Heimi. Tvær umferðir eru eftir, næsta keppni er hið alþjóðlega Rallý Reykjavík sem fer fram í lok ágúst.
Íþróttir Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira