Rannsakar reykvískar rætur sínar Sylvía Hall skrifar 20. júní 2019 15:14 Ísfirski listamaðurinn Gunnar Jónsson. Framundan er síðasta sýningarhelgi sýningar Gunnars Jónssonar GRÖF í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Á sýningunni leitast Gunnar Jónsson við að skoða reykvískar rætur sínar en Gunnar er fæddur í Reykjavík árið 1988 og hefur nánast allt sitt líf, utan þess tíma sem hann stundaði listnám, búið á Ísafirði en föðurættin hans er öll úr Reykjavík. Heitið á sýningunni er vísun í bóndabæinn Gröf í Grafarholti sem vegfarendur um Vesturlandsveg kannast við fyrir trampólínið sem prýðir húsið. Það var langalangafi hans Steindór Björnsson sem keypti Gröf og byggði sér bú þar og keypti síðar meir jörðina Holt sem tvinnar saman Grafarholt. D-salnum í Hafnarhúsinu er skipt í tvo jafna hluta á sýningunni GRÖF. Öðru megin er videóloftmynd tekin í lágflugi af völdum stöðum í Reykjavík. Að handan berast tónar frá öðru vídeói, sem er upptaka af tónlistarflutningi; impróvisasjón við loftmyndina í flutningi píanóleikarans Tómasar Jónssonar og bassaleikarans Valdimars Olgeirssonar.Í þeim sal er einnig nótnaskriftin sem stýrði spunanum en hana samdi Gunnar í samvinnu við Kristinn Gauta Einarsson og Valdimar Olgeirsson við laglínu eftir ömmu hans, Steinunni Maríu Steindórsdóttur. Nóturnar og leiðbeiningarnar gefa hljóðfæraleikurunum svigrúm til túlkunar sem þýðir að ef verkið er flutt aftur yrði það hljómlíkt en á sama tíma allt annað. Í vídeóverkinu er dróna flogið yfir Reykjavík og komið við á þeim helstu stöðum sem föðurætt Gunnars bjó í Reykjavík og Gunnar sjálfur þegar hann var við nám í Listaháskóla Íslands. Verkið er uppfullt af vísunum í sögur af föðurætt listamannsins þar sem tvinnað er saman borgarlandslaginu við íbúa þess. Gegnumgangandi laglínan í spunaverkinu sem amma Gunnars samdi á unglingsárum hljómar undir og er rauði þráðurinn í gegnum verkið.Það er víða komið við og á einum stað í verkinu er flogið er yfir Laugarveg þar sem föðurafi Gunnars, Sigurpáll Jónsson, bjó um tíma. Á þeim stað í vídeóinu má greina vísun í verk Richards Wagner en Sigurpáll hafði sérstakt dálæti á Wagner og hann og félagar hans áttu það til og hittast og hlusta á þetta dramatíska tónskáld þegar sérlega vel lá á þeim.Gunnar segir innblástur verksins koma frá því að lifa með þessu tvö rými í sjálfum sér, þessa tvo heima sem eru annars vegar Ísfirðingurinn og hins vegar Reykvíkingurinn. Verkið er afar persónulegt því hann fær þarna tækifæri til að kynnast ættarsögu sinni betur og segja frá henni um leið. Á sama tíma leiðir hann fólk inn í hugrenningatengsl við borgarskipulag og tvískiptingu landsins. Í huga Gunnars spegla þessi tvö rými hugarástand þjóðarinnar, þar sem búa tvö rými landsbyggðin og höfuðstaðurinn. Í verkinu má skynja að listamaðurinn trúi því að þegar þessir tveir hlutar ná að spila vel saman þá gerist eitthvað spennandi sem vert er að staldra við og hlusta á. Ísafjarðarbær Menning Reykjavík Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Fleiri fréttir Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Sjá meira
Framundan er síðasta sýningarhelgi sýningar Gunnars Jónssonar GRÖF í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Á sýningunni leitast Gunnar Jónsson við að skoða reykvískar rætur sínar en Gunnar er fæddur í Reykjavík árið 1988 og hefur nánast allt sitt líf, utan þess tíma sem hann stundaði listnám, búið á Ísafirði en föðurættin hans er öll úr Reykjavík. Heitið á sýningunni er vísun í bóndabæinn Gröf í Grafarholti sem vegfarendur um Vesturlandsveg kannast við fyrir trampólínið sem prýðir húsið. Það var langalangafi hans Steindór Björnsson sem keypti Gröf og byggði sér bú þar og keypti síðar meir jörðina Holt sem tvinnar saman Grafarholt. D-salnum í Hafnarhúsinu er skipt í tvo jafna hluta á sýningunni GRÖF. Öðru megin er videóloftmynd tekin í lágflugi af völdum stöðum í Reykjavík. Að handan berast tónar frá öðru vídeói, sem er upptaka af tónlistarflutningi; impróvisasjón við loftmyndina í flutningi píanóleikarans Tómasar Jónssonar og bassaleikarans Valdimars Olgeirssonar.Í þeim sal er einnig nótnaskriftin sem stýrði spunanum en hana samdi Gunnar í samvinnu við Kristinn Gauta Einarsson og Valdimar Olgeirsson við laglínu eftir ömmu hans, Steinunni Maríu Steindórsdóttur. Nóturnar og leiðbeiningarnar gefa hljóðfæraleikurunum svigrúm til túlkunar sem þýðir að ef verkið er flutt aftur yrði það hljómlíkt en á sama tíma allt annað. Í vídeóverkinu er dróna flogið yfir Reykjavík og komið við á þeim helstu stöðum sem föðurætt Gunnars bjó í Reykjavík og Gunnar sjálfur þegar hann var við nám í Listaháskóla Íslands. Verkið er uppfullt af vísunum í sögur af föðurætt listamannsins þar sem tvinnað er saman borgarlandslaginu við íbúa þess. Gegnumgangandi laglínan í spunaverkinu sem amma Gunnars samdi á unglingsárum hljómar undir og er rauði þráðurinn í gegnum verkið.Það er víða komið við og á einum stað í verkinu er flogið er yfir Laugarveg þar sem föðurafi Gunnars, Sigurpáll Jónsson, bjó um tíma. Á þeim stað í vídeóinu má greina vísun í verk Richards Wagner en Sigurpáll hafði sérstakt dálæti á Wagner og hann og félagar hans áttu það til og hittast og hlusta á þetta dramatíska tónskáld þegar sérlega vel lá á þeim.Gunnar segir innblástur verksins koma frá því að lifa með þessu tvö rými í sjálfum sér, þessa tvo heima sem eru annars vegar Ísfirðingurinn og hins vegar Reykvíkingurinn. Verkið er afar persónulegt því hann fær þarna tækifæri til að kynnast ættarsögu sinni betur og segja frá henni um leið. Á sama tíma leiðir hann fólk inn í hugrenningatengsl við borgarskipulag og tvískiptingu landsins. Í huga Gunnars spegla þessi tvö rými hugarástand þjóðarinnar, þar sem búa tvö rými landsbyggðin og höfuðstaðurinn. Í verkinu má skynja að listamaðurinn trúi því að þegar þessir tveir hlutar ná að spila vel saman þá gerist eitthvað spennandi sem vert er að staldra við og hlusta á.
Ísafjarðarbær Menning Reykjavík Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Fleiri fréttir Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Sjá meira