Svarthvítar hetjur Þórarinn Þórarinsson skrifar 20. júní 2019 07:00 Duran Duran-gengið vorum við kölluð í Helgarpóstinum 1983 þegar upplýst var að „nýr þrýstihópur æstra poppdýrkenda“ hefði yfirtekið lesendadálka dagblaðanna með frómum óskum um að hljómsveitin Duran Duran yrði fengin til þess að halda hér tónleika. Svolítið dæmigert fyrir þá læviblöndnu bjartsýni og harmþrungnu gleði sem einkenndi 80’s-tónlistina sem kennd er við nýrómantík og krakkarnir dönsuðu við með sítt að aftan og glannalega andlitsmálningu. Duran Duran átti þarna enga jafningja þótt fegurð strákanna, kynþokki og sturlaðar vinsældirnar væru notaðar gegn þeim. Og okkur. Sagan hefur fyrir löngu sannað að þeir voru og eru fantagott band. John er yfirburða bassaleikari og textar Simons eru hyldjúp lýrík sem ber höfuð og herðapúða yfir allt hitt eitísið. „Einnig viljum við, eins og allir aðrir, að Duran Duran komi til Íslands og haldi tónleika. Það hlýtur að vera hægt, því þeir fara til allra annarra landa, meira að segja Japans og Kína.“ Skrifuðu tveir aðdáendur í Moggann 1984 en þrátt fyrir hin góðu og gildu rök um Kína og Japan rættist þessi ósk okkar allra ekki fyrr en 2005. Full seint í rassinn gripið en frábærir tónleikarnir uppfylltu tíu þúsund æskudrauma. Vart hefur nokkurn bréfritara fortíðar órað fyrir því að Duran Duran ætti eftir að koma hingað tvisvar en á þriðjudaginn fáum við allra síðasta sénsinn í stigagangi æskunnar þegar fjórir af fimm munu gæjalegir taka öll völd, í Laugardalshöll, umvafðir svarthvíta sjarmanum. Ljúf er sú skylda að vera þar ýlfrandi eins og hungraðir úlfar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Duran Duran-gengið vorum við kölluð í Helgarpóstinum 1983 þegar upplýst var að „nýr þrýstihópur æstra poppdýrkenda“ hefði yfirtekið lesendadálka dagblaðanna með frómum óskum um að hljómsveitin Duran Duran yrði fengin til þess að halda hér tónleika. Svolítið dæmigert fyrir þá læviblöndnu bjartsýni og harmþrungnu gleði sem einkenndi 80’s-tónlistina sem kennd er við nýrómantík og krakkarnir dönsuðu við með sítt að aftan og glannalega andlitsmálningu. Duran Duran átti þarna enga jafningja þótt fegurð strákanna, kynþokki og sturlaðar vinsældirnar væru notaðar gegn þeim. Og okkur. Sagan hefur fyrir löngu sannað að þeir voru og eru fantagott band. John er yfirburða bassaleikari og textar Simons eru hyldjúp lýrík sem ber höfuð og herðapúða yfir allt hitt eitísið. „Einnig viljum við, eins og allir aðrir, að Duran Duran komi til Íslands og haldi tónleika. Það hlýtur að vera hægt, því þeir fara til allra annarra landa, meira að segja Japans og Kína.“ Skrifuðu tveir aðdáendur í Moggann 1984 en þrátt fyrir hin góðu og gildu rök um Kína og Japan rættist þessi ósk okkar allra ekki fyrr en 2005. Full seint í rassinn gripið en frábærir tónleikarnir uppfylltu tíu þúsund æskudrauma. Vart hefur nokkurn bréfritara fortíðar órað fyrir því að Duran Duran ætti eftir að koma hingað tvisvar en á þriðjudaginn fáum við allra síðasta sénsinn í stigagangi æskunnar þegar fjórir af fimm munu gæjalegir taka öll völd, í Laugardalshöll, umvafðir svarthvíta sjarmanum. Ljúf er sú skylda að vera þar ýlfrandi eins og hungraðir úlfar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun