Landspítalinn braut ekki persónuverndarlög með HIV-spurningalista Eiður Þór Árnason skrifar 21. júní 2019 15:06 Persónuvernd tók einnig mið af lögum um hlutverk Landspítala Vilhelm/Fréttablaðið Landspítalinn braut ekki lög við mat á umsókn sjúklings um fyrirbyggjandi meðferð við HIV. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar. Málið snerist um ítarleganspurningalista sem einstaklingi bar að svara vegna umsóknar hans um meðferðina. Spurningalistinn innihélt spurningar um kynlíf og kynhegðun umsækjanda. Í kvörtun einstaklingsins til Persónuverndar kemur fram að hann taldi spurningalistann vera mjög persónulegan og að honum bæri ekki að gefa starfsfólki Landspítalans ítarlegar upplýsingar um kynlíf sitt. Kvartandi taldi spurningarnar og ferlið sem hann þurfti að ganga í gegnum til að fá lyfið afhent vera meiðandi. Vegna þessa hafi sá sem um ræðir ákveðið að sleppa því að svara spurningalistanum og fær sökum þessa ekki ávísað lyfinu. Landspítalinn segir í skýringum sínum til Persónuverndar að Lyfjaafgreiðslunefnd hafi sett takmarkanir á ávísun lyfsins og að aðeins sé heimilt að ávísa lyfinu á þá einstaklinga sem séu í raunverulegri hættu á að fá HIV veiruna. Sú áhætta sé metin með spurningalista sem lagður sé fyrir sjúklinga. Segir jafnframt í bréfi Landspítalans að sjúklingar séu upplýstir um þetta verklag áður en spurningalistinn sé lagður fyrir þá og að svörin séu ópersónugreinanleg. Persónuvernd gerði ekki athugasemd við að umræddur spurningalisti væri notaður til að meta hættu á HIV smiti, svo lengi sem Landspítalinn fylgdi ákvæðum laga um að vinnsla persónuupplýsinga sé viðeigandi og ekki umfram það sem er nauðsynlegt. Einnig var það mat Persónuverndar að vinnsla spítalans fylgi ákvæðum um að slíkar upplýsingar skuli unnar með lögmætum, sanngjörnum og gagnsæjum hætti. Heilbrigðismál Landspítalinn Persónuvernd Tengdar fréttir Lyfjameðferð við HIV fyrirbyggir smit Ný rannsókn varpar einstöku ljósi á virkni andretróveirulyfja til halda HIV í skefjum og lágmarka líkur á smiti. Lyfin virka, og nú beina vísindamenn sjónum að því að koma öllum HIV-smituðum á lyfin svo stöðva megi hnattrænan faraldur. 4. maí 2019 08:45 Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Tveir, og að líkindum fleiri, hafa nú verið læknaðir af HIV. Vísindamenn reyndu í 12 ár að endurtaka sögulega meðferð fyrsta einstaklingsins sem læknaður var af veirunni. Þó er lækning við eyðni enn fjarlægur draumur. 30. mars 2019 10:30 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Landspítalinn braut ekki lög við mat á umsókn sjúklings um fyrirbyggjandi meðferð við HIV. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar. Málið snerist um ítarleganspurningalista sem einstaklingi bar að svara vegna umsóknar hans um meðferðina. Spurningalistinn innihélt spurningar um kynlíf og kynhegðun umsækjanda. Í kvörtun einstaklingsins til Persónuverndar kemur fram að hann taldi spurningalistann vera mjög persónulegan og að honum bæri ekki að gefa starfsfólki Landspítalans ítarlegar upplýsingar um kynlíf sitt. Kvartandi taldi spurningarnar og ferlið sem hann þurfti að ganga í gegnum til að fá lyfið afhent vera meiðandi. Vegna þessa hafi sá sem um ræðir ákveðið að sleppa því að svara spurningalistanum og fær sökum þessa ekki ávísað lyfinu. Landspítalinn segir í skýringum sínum til Persónuverndar að Lyfjaafgreiðslunefnd hafi sett takmarkanir á ávísun lyfsins og að aðeins sé heimilt að ávísa lyfinu á þá einstaklinga sem séu í raunverulegri hættu á að fá HIV veiruna. Sú áhætta sé metin með spurningalista sem lagður sé fyrir sjúklinga. Segir jafnframt í bréfi Landspítalans að sjúklingar séu upplýstir um þetta verklag áður en spurningalistinn sé lagður fyrir þá og að svörin séu ópersónugreinanleg. Persónuvernd gerði ekki athugasemd við að umræddur spurningalisti væri notaður til að meta hættu á HIV smiti, svo lengi sem Landspítalinn fylgdi ákvæðum laga um að vinnsla persónuupplýsinga sé viðeigandi og ekki umfram það sem er nauðsynlegt. Einnig var það mat Persónuverndar að vinnsla spítalans fylgi ákvæðum um að slíkar upplýsingar skuli unnar með lögmætum, sanngjörnum og gagnsæjum hætti.
Heilbrigðismál Landspítalinn Persónuvernd Tengdar fréttir Lyfjameðferð við HIV fyrirbyggir smit Ný rannsókn varpar einstöku ljósi á virkni andretróveirulyfja til halda HIV í skefjum og lágmarka líkur á smiti. Lyfin virka, og nú beina vísindamenn sjónum að því að koma öllum HIV-smituðum á lyfin svo stöðva megi hnattrænan faraldur. 4. maí 2019 08:45 Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Tveir, og að líkindum fleiri, hafa nú verið læknaðir af HIV. Vísindamenn reyndu í 12 ár að endurtaka sögulega meðferð fyrsta einstaklingsins sem læknaður var af veirunni. Þó er lækning við eyðni enn fjarlægur draumur. 30. mars 2019 10:30 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Lyfjameðferð við HIV fyrirbyggir smit Ný rannsókn varpar einstöku ljósi á virkni andretróveirulyfja til halda HIV í skefjum og lágmarka líkur á smiti. Lyfin virka, og nú beina vísindamenn sjónum að því að koma öllum HIV-smituðum á lyfin svo stöðva megi hnattrænan faraldur. 4. maí 2019 08:45
Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Tveir, og að líkindum fleiri, hafa nú verið læknaðir af HIV. Vísindamenn reyndu í 12 ár að endurtaka sögulega meðferð fyrsta einstaklingsins sem læknaður var af veirunni. Þó er lækning við eyðni enn fjarlægur draumur. 30. mars 2019 10:30