Til skoðunar að opna kvennaathvarf á Norðurlandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. júní 2019 13:00 Á síðasta ári komu 135 konur og sjötíu börn til dvalar í kvennaathvarfinu í Reykjavík. Til skoðunar er að stofna kvennaathvarf á Norðurlandi. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir því fylgja mikið rask fyrir konur og börn að þurfa að fara til Reykjavíkur til þess að flýja heimilisofbeldi. Tæpur fimmtungur þeirra sem leituðu í Kvennaathvarfið á síðasta ári komu af landsbyggðinni. Samkvæmt nýrri ofbeldisvarnaráætlun stjórnvalda verður myndaður starfshópur sem á að kortleggja þörfina fyrir úrræði á borð við kvennaathvarf á landsbyggðinni. Þetta á að gera með áherslu á aðgengi óháð búsetu. Hópurinn á að skila skýrslu um málið í júní á næsta ári. Á síðasta ári komu 135 konur og sjötíu börn til dvalar í kvennaathvarfinu í Reykjavík; þangað sem fórnarlömb heimilisofbeldis og mansals geta leitað. Þar að auki komu 240 konur í samtals 500 viðtöl. Tæpur fimmtungur komu utan af landi. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, telur brýnt að konur geti leitað í kvennaathvarf á landsbyggðinni.Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð.Stöð 2„Ofbeldi gerist út um allt land eins og við vitum og ef ástandið er þannig að konur þurfi að leita skjóls er það erfitt í svona litlum samfélögum. Það er náttúrulega gríðarlega mikið rask fyrir konur og fyrir börn að þurfa að taka sig upp og leita skjóls í reykajvík ef þær búa kannski á Norðurlandi, Vesturlandi eða Vestfjörðum," segir Ragna. Bjarmahlíð var opnuð á Akureyri í maí en þar er veitt sambærileg þjónusta og í Bjarkarhlíð. Boðið er upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir fólk sem hefur verið beitt ofbeldi. En þolendur geta þó ekki dvalið þar. Ragna segir ljóst að Bjarmahlíð hafi verið tímabært úrræði. „Það hefur nú þegar sýnt sig að það er þörf á því eins og flestum úrærðum sem opna fyrir þolendur ofbeldis, því miður," segir hún. Þrátt fyrir að enn eigi eftir að greina þörfina á landsvísu blasir hún þegar við á Norðurlandi og til skoðunar er að opna athvarf í tengslum við Bjarmahlíð. „Ég veit að í undirbúningi þess og í samtalinu um það hefur komið til tals hvort það sé hægt að opna eða athvarf fyrir konur á Norðurlandi," segir Ragna. Félagsmál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira
Til skoðunar er að stofna kvennaathvarf á Norðurlandi. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir því fylgja mikið rask fyrir konur og börn að þurfa að fara til Reykjavíkur til þess að flýja heimilisofbeldi. Tæpur fimmtungur þeirra sem leituðu í Kvennaathvarfið á síðasta ári komu af landsbyggðinni. Samkvæmt nýrri ofbeldisvarnaráætlun stjórnvalda verður myndaður starfshópur sem á að kortleggja þörfina fyrir úrræði á borð við kvennaathvarf á landsbyggðinni. Þetta á að gera með áherslu á aðgengi óháð búsetu. Hópurinn á að skila skýrslu um málið í júní á næsta ári. Á síðasta ári komu 135 konur og sjötíu börn til dvalar í kvennaathvarfinu í Reykjavík; þangað sem fórnarlömb heimilisofbeldis og mansals geta leitað. Þar að auki komu 240 konur í samtals 500 viðtöl. Tæpur fimmtungur komu utan af landi. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, telur brýnt að konur geti leitað í kvennaathvarf á landsbyggðinni.Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð.Stöð 2„Ofbeldi gerist út um allt land eins og við vitum og ef ástandið er þannig að konur þurfi að leita skjóls er það erfitt í svona litlum samfélögum. Það er náttúrulega gríðarlega mikið rask fyrir konur og fyrir börn að þurfa að taka sig upp og leita skjóls í reykajvík ef þær búa kannski á Norðurlandi, Vesturlandi eða Vestfjörðum," segir Ragna. Bjarmahlíð var opnuð á Akureyri í maí en þar er veitt sambærileg þjónusta og í Bjarkarhlíð. Boðið er upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir fólk sem hefur verið beitt ofbeldi. En þolendur geta þó ekki dvalið þar. Ragna segir ljóst að Bjarmahlíð hafi verið tímabært úrræði. „Það hefur nú þegar sýnt sig að það er þörf á því eins og flestum úrærðum sem opna fyrir þolendur ofbeldis, því miður," segir hún. Þrátt fyrir að enn eigi eftir að greina þörfina á landsvísu blasir hún þegar við á Norðurlandi og til skoðunar er að opna athvarf í tengslum við Bjarmahlíð. „Ég veit að í undirbúningi þess og í samtalinu um það hefur komið til tals hvort það sé hægt að opna eða athvarf fyrir konur á Norðurlandi," segir Ragna.
Félagsmál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira