Lögreglan hafi gengið of langt í Laugardalnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júní 2019 14:02 Gæsla á Secret Solstice í fyrra. Fréttablaðið/Þórsteinn Samtök um borgaraleg réttindi gagnrýna framgöngu lögreglu á Secret Solstice í gær. Hún hafi leitað á tónleikagestum án dómsúrskurðar og kunni lögreglan því að vera bótaskyld. Talsmaður samtakanna segir lögregluna fara í manngreiningarálit í fíkniefnamálum, enda sé neyslu að finna í öllum þjóðfélagshópum. Tónleikahátíðinni Secret Solstice var ýtt úr vör í Laugardal í gær. Hátíðin hefur á undanförnum árum verið gagnrýnd af nágrönnum fyrir hljóðmengun og fíknefnaneyslu gesta, sem aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við með margvíslegum hætti. Þannig lýkur dagskránni fyrr en áður auk þess sem fjöldi gæslumanna og lögregluþjóna halda uppi röð og reglu á hátíðarsvæðinu. Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, telur lögregluna þó hafa gengið of langt í aðgerðum sínum í gær. Þannig hafi lögregluþjónar, sem nutu liðsinnis fíkefnahunda, krafist þess að leita á fólki ellegar verið vísað af tónleikunum án þess þó að hafa til þess lagaheimild að sögn Sigrúnar Jóhannsdóttur hjá Snarrótinni. „Það þurfa að vera ákveðin skilyrði fyrir hendi til þess að lögreglan megi yfirhöfuð leita á fólki. Neiti einstaklingur að láta leita á sér þarf úrskurð dómara. Þetta er talið til þvingunarúrræða og litið alvarlegum augum. Þetta er mikið inngrip í einkalíf fólks,“ segir Sigrún. Snarrótinni hafi borist fjölda ábendinga eftir gærkvöldið sem nú sé unnið úr. Þannig munu lögmenn Snarrótarinnar bjóða gestum hátíðarinnar sem telja að brotið hafi verið á sér fría lögfræðiaðstoð til að sækja rétt sinn. Sigrún segir enda fullt tilefni til. „Löggjöfin litur á þetta inngrip svo alvarlegum augum að einstaklingur, sem hefur verið beittur þvingunarúrræðum eins og leit, handtöku, líkamsrannsókn eða fangelsun, á rétt á bótum - burtséð frá því hvort talið sé að lögreglan hafi farið út fyrir sitt valdsvið. Þetta er í eðli sínu talið það alvarlegt inngrip.“ Hún segir lögregluna fara manngreiningarálit í þessum efnum. „Lögreglan mætir aðeins á ákveðnar hátíðir með leitarhunda og annað, þrátt fyrir að við vitum að fíkniefnaneyslu sé að finna í öllum þjóðfélagshópum,“ segir Sigrún Jóhannsdóttir hjá Snarrótinni. Lögreglan greindi sjálf frá því í morgun að 18 fíkniefnamál hafi komið upp á hátíðinni. Hún gaf þó ekkert upp um hversu stóra skammta um var að ræða eða hvort efnin hafi fundist við líkamsleit. Lögreglumál Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Slagsmál, stympingar og fíkniefni Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað. 22. júní 2019 07:07 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Samtök um borgaraleg réttindi gagnrýna framgöngu lögreglu á Secret Solstice í gær. Hún hafi leitað á tónleikagestum án dómsúrskurðar og kunni lögreglan því að vera bótaskyld. Talsmaður samtakanna segir lögregluna fara í manngreiningarálit í fíkniefnamálum, enda sé neyslu að finna í öllum þjóðfélagshópum. Tónleikahátíðinni Secret Solstice var ýtt úr vör í Laugardal í gær. Hátíðin hefur á undanförnum árum verið gagnrýnd af nágrönnum fyrir hljóðmengun og fíknefnaneyslu gesta, sem aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við með margvíslegum hætti. Þannig lýkur dagskránni fyrr en áður auk þess sem fjöldi gæslumanna og lögregluþjóna halda uppi röð og reglu á hátíðarsvæðinu. Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, telur lögregluna þó hafa gengið of langt í aðgerðum sínum í gær. Þannig hafi lögregluþjónar, sem nutu liðsinnis fíkefnahunda, krafist þess að leita á fólki ellegar verið vísað af tónleikunum án þess þó að hafa til þess lagaheimild að sögn Sigrúnar Jóhannsdóttur hjá Snarrótinni. „Það þurfa að vera ákveðin skilyrði fyrir hendi til þess að lögreglan megi yfirhöfuð leita á fólki. Neiti einstaklingur að láta leita á sér þarf úrskurð dómara. Þetta er talið til þvingunarúrræða og litið alvarlegum augum. Þetta er mikið inngrip í einkalíf fólks,“ segir Sigrún. Snarrótinni hafi borist fjölda ábendinga eftir gærkvöldið sem nú sé unnið úr. Þannig munu lögmenn Snarrótarinnar bjóða gestum hátíðarinnar sem telja að brotið hafi verið á sér fría lögfræðiaðstoð til að sækja rétt sinn. Sigrún segir enda fullt tilefni til. „Löggjöfin litur á þetta inngrip svo alvarlegum augum að einstaklingur, sem hefur verið beittur þvingunarúrræðum eins og leit, handtöku, líkamsrannsókn eða fangelsun, á rétt á bótum - burtséð frá því hvort talið sé að lögreglan hafi farið út fyrir sitt valdsvið. Þetta er í eðli sínu talið það alvarlegt inngrip.“ Hún segir lögregluna fara manngreiningarálit í þessum efnum. „Lögreglan mætir aðeins á ákveðnar hátíðir með leitarhunda og annað, þrátt fyrir að við vitum að fíkniefnaneyslu sé að finna í öllum þjóðfélagshópum,“ segir Sigrún Jóhannsdóttir hjá Snarrótinni. Lögreglan greindi sjálf frá því í morgun að 18 fíkniefnamál hafi komið upp á hátíðinni. Hún gaf þó ekkert upp um hversu stóra skammta um var að ræða eða hvort efnin hafi fundist við líkamsleit.
Lögreglumál Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Slagsmál, stympingar og fíkniefni Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað. 22. júní 2019 07:07 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Slagsmál, stympingar og fíkniefni Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað. 22. júní 2019 07:07