Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2019 09:01 Johnson verður líklega næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna.Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, snemma morguns á föstudaginn. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. Nágranninn sagðist hafa heyrt öskur og læti og hafði breska blaðið Guardian eftir honum að Symonds hefði á einum tímapunki sagt Johnson að fara af sér og að hann ætti að fara úr íbúðinnni. Málið hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi, ekki síst fyrir þær sakir að miklar líkur eru á því að Johnson verði næsti forsætisráðherra Bretlands, beri hann sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Lögregla sem svaraði útkallinu mætti á heimili Johnson og Symonds en yfirgaf vettvang eftir að hafa rætt við Symonds og Johnson.Í fyrstu frétt Guardian af málinu segir að nágranninn hafi tekið upp rifrildi Johnson og Symonds, samkvæmt blaðinu má meðal annars heyra í Symonds öskra „farðu úr fjandans fartölvunni minni“. Þá segist nágranninn hafa heyrt diska brotna og talsverð öskur. Nágrannninn hefur nú stigið fram og segir hann nauðsynlegt að hann fái að skýra sína hlið af málinu, þar sem hann hafi mátt þola talsverða gagnrýni og áreiti fyrir að hafa hringt í lögregluna.Guardian birtir yfirlýsingu nágrannanns sem heitir Tom Penn. Hann segir að hann hafi aðeins hringt á lögregluna þar sem það hafi verið síðasta úrræði hans en hann hafi haft talsverðar áhyggjur af velferð nágranna sinna tveggja vegna rifrildis þeirra. „Eftir að hávært öskur og bank, og þögn í kjölfarið, hljóp ég upp og ég og konan mín sammældumst um það að ég myndi athuga hvað væri í gangi. Ég bankaði þrisvar hjá þeim en fékk ekkert svar. Ég fór aftur heim og við ákváðum að hringja í lögregluna,“ segir Penn. Hann segir að lögregla hafi brugðist skjótt við og að í ljós hafi komið að allt væri með felldu. „Það eina sem ég hugsaði um var velferð nágranna minna. Ég vona að að allir myndu gera það sama og ég gerði,“ skrifar Penn. Þá segist hana hafa látið Guardian í té upplýsingar um málið það sem það hafi að hans mati varðað almannahagsmuni, enda Johnson að sækjast eftir því að verða forsætisráðherra. Hann segir pólítískar skoðanir sínar hafa ekkert með málið að gera, hann hafi kosið með því að Bretland væri áfram meðlimur í ESB, en það væri hans eina þátttaka í stjórnmálum. Johnson hefur ekki enn tjáð sig um málið en hann neitaði að svara spurningum um það á opnum fundi í Birmingham í gær. Bretland England Tengdar fréttir Johnson og Hunt einir eftir í baráttunni um leiðtogasætið Johnson og Hunt munu nú berjast um hylli allra 160 þúsund meðlima Íhaldsflokksins. 20. júní 2019 18:09 Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29 Baulað á fundarstjóra sem spurði Boris út í atvikið á heimili hans Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, var ragur við að svara spurningum um meintar erjur á heimili hans, þegar hann sat fyrir svörum á opnum fundi flokksins í Birmingham í dag. 22. júní 2019 23:12 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna.Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, snemma morguns á föstudaginn. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. Nágranninn sagðist hafa heyrt öskur og læti og hafði breska blaðið Guardian eftir honum að Symonds hefði á einum tímapunki sagt Johnson að fara af sér og að hann ætti að fara úr íbúðinnni. Málið hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi, ekki síst fyrir þær sakir að miklar líkur eru á því að Johnson verði næsti forsætisráðherra Bretlands, beri hann sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Lögregla sem svaraði útkallinu mætti á heimili Johnson og Symonds en yfirgaf vettvang eftir að hafa rætt við Symonds og Johnson.Í fyrstu frétt Guardian af málinu segir að nágranninn hafi tekið upp rifrildi Johnson og Symonds, samkvæmt blaðinu má meðal annars heyra í Symonds öskra „farðu úr fjandans fartölvunni minni“. Þá segist nágranninn hafa heyrt diska brotna og talsverð öskur. Nágrannninn hefur nú stigið fram og segir hann nauðsynlegt að hann fái að skýra sína hlið af málinu, þar sem hann hafi mátt þola talsverða gagnrýni og áreiti fyrir að hafa hringt í lögregluna.Guardian birtir yfirlýsingu nágrannanns sem heitir Tom Penn. Hann segir að hann hafi aðeins hringt á lögregluna þar sem það hafi verið síðasta úrræði hans en hann hafi haft talsverðar áhyggjur af velferð nágranna sinna tveggja vegna rifrildis þeirra. „Eftir að hávært öskur og bank, og þögn í kjölfarið, hljóp ég upp og ég og konan mín sammældumst um það að ég myndi athuga hvað væri í gangi. Ég bankaði þrisvar hjá þeim en fékk ekkert svar. Ég fór aftur heim og við ákváðum að hringja í lögregluna,“ segir Penn. Hann segir að lögregla hafi brugðist skjótt við og að í ljós hafi komið að allt væri með felldu. „Það eina sem ég hugsaði um var velferð nágranna minna. Ég vona að að allir myndu gera það sama og ég gerði,“ skrifar Penn. Þá segist hana hafa látið Guardian í té upplýsingar um málið það sem það hafi að hans mati varðað almannahagsmuni, enda Johnson að sækjast eftir því að verða forsætisráðherra. Hann segir pólítískar skoðanir sínar hafa ekkert með málið að gera, hann hafi kosið með því að Bretland væri áfram meðlimur í ESB, en það væri hans eina þátttaka í stjórnmálum. Johnson hefur ekki enn tjáð sig um málið en hann neitaði að svara spurningum um það á opnum fundi í Birmingham í gær.
Bretland England Tengdar fréttir Johnson og Hunt einir eftir í baráttunni um leiðtogasætið Johnson og Hunt munu nú berjast um hylli allra 160 þúsund meðlima Íhaldsflokksins. 20. júní 2019 18:09 Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29 Baulað á fundarstjóra sem spurði Boris út í atvikið á heimili hans Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, var ragur við að svara spurningum um meintar erjur á heimili hans, þegar hann sat fyrir svörum á opnum fundi flokksins í Birmingham í dag. 22. júní 2019 23:12 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Johnson og Hunt einir eftir í baráttunni um leiðtogasætið Johnson og Hunt munu nú berjast um hylli allra 160 þúsund meðlima Íhaldsflokksins. 20. júní 2019 18:09
Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29
Baulað á fundarstjóra sem spurði Boris út í atvikið á heimili hans Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, var ragur við að svara spurningum um meintar erjur á heimili hans, þegar hann sat fyrir svörum á opnum fundi flokksins í Birmingham í dag. 22. júní 2019 23:12