Trúrækni í sumum arabalöndum fer minnkandi Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 12:19 Trúleysi er algengast á meðal yngra fólks í arabaheiminum. Vísir/Getty Íbúum í ellefu arabalöndum sem segjast ekki vera trúaðir hefur fjölgað um fimm prósentustig undanfarin fimm til sex ár. Að meðaltali lýsa 13% íbúa þar sér sem ótrúuðum og er fjölgunin mest á meðal fólks sem er yngra en þrítugt. Þetta er á meðal niðurstaðan umfangsmikillar könnunar sem gerð var fyrir breska ríkisútvarpið BBC síðla árs í fyrra og fram á vor á þessu ári. Hún var gerð í Alsír, Egyptalandi, Írak, Jórdaníu, Líbanon, Líbíu, Marokkó, Palestínu, Súdan, Túnis og Jemen. Hæsta hlutfall þeirra sem segjast ekki vera trúaðir er í Túnis þar sem um það bil þriðjungur lýsti sér þannig. Í Líbíu sagðist meira en einn af hverjum fimm ótrúaður. Af fólki undir þrítugu sögðust 18% ekki trúrækin. Jemen var eina landið þar sem þeim fækkaði sem sagðist ekki aðhyllast trúarbrögð frá því að síðasta könnun var gerð árið 2013. Þá urðu litlar breytingar á fjölda trúlausra í Líbanon, Palestínu og Írak.Fleiri telja heiðursmorð ásættanleg en samkynhneigð Þegar spurt var um réttindi kvenna sagðist meirihluti svarenda í löndunum hlynntur því að kona yrði forsætisráðherra eða forseti. Aðeins í Alsír var meirihluti mótfallinn því að kona gæti verið æðsti stjórnmálaleiðtogi landsins. Afstaða íbúa landanna til kvenna á heimilinu var íhaldssamari. Þannig taldi meirihluti að karlmaðurinn ætti alltaf að hafa lokaorðið um ákvarðanir sem vörðuðu fjölskylduna, einnig á meðal kvenna. Marokkó var eina landið þar sem meirihluti var ekki fyrir þeirri skoðun. Fordómar gegn samkynhneigðum er útbreidd í löndunum. Þannig töldu víða fleiri að svonefnd „heiðursmorð“ væru ásættanleg en samkynhneigð. Morð á ættingja, yfirleitt konu, fyrir að sverta heiður fjölskyldunnar hafa verið nefnd heiðursmorð. Mest umburðarlyndi fyrir samkynhneigð reyndist í Alsír þar sem rétt rúmur fjórðungur taldi hana ásættanlega. Það var þó prósentustigi færri en töldu heiðursmorð ásættanleg. Í Líbanon og í Palestínu töldu aðeins 5-6% svarenda að samkynhneigð væri ásættanleg. Trúmál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Sjá meira
Íbúum í ellefu arabalöndum sem segjast ekki vera trúaðir hefur fjölgað um fimm prósentustig undanfarin fimm til sex ár. Að meðaltali lýsa 13% íbúa þar sér sem ótrúuðum og er fjölgunin mest á meðal fólks sem er yngra en þrítugt. Þetta er á meðal niðurstaðan umfangsmikillar könnunar sem gerð var fyrir breska ríkisútvarpið BBC síðla árs í fyrra og fram á vor á þessu ári. Hún var gerð í Alsír, Egyptalandi, Írak, Jórdaníu, Líbanon, Líbíu, Marokkó, Palestínu, Súdan, Túnis og Jemen. Hæsta hlutfall þeirra sem segjast ekki vera trúaðir er í Túnis þar sem um það bil þriðjungur lýsti sér þannig. Í Líbíu sagðist meira en einn af hverjum fimm ótrúaður. Af fólki undir þrítugu sögðust 18% ekki trúrækin. Jemen var eina landið þar sem þeim fækkaði sem sagðist ekki aðhyllast trúarbrögð frá því að síðasta könnun var gerð árið 2013. Þá urðu litlar breytingar á fjölda trúlausra í Líbanon, Palestínu og Írak.Fleiri telja heiðursmorð ásættanleg en samkynhneigð Þegar spurt var um réttindi kvenna sagðist meirihluti svarenda í löndunum hlynntur því að kona yrði forsætisráðherra eða forseti. Aðeins í Alsír var meirihluti mótfallinn því að kona gæti verið æðsti stjórnmálaleiðtogi landsins. Afstaða íbúa landanna til kvenna á heimilinu var íhaldssamari. Þannig taldi meirihluti að karlmaðurinn ætti alltaf að hafa lokaorðið um ákvarðanir sem vörðuðu fjölskylduna, einnig á meðal kvenna. Marokkó var eina landið þar sem meirihluti var ekki fyrir þeirri skoðun. Fordómar gegn samkynhneigðum er útbreidd í löndunum. Þannig töldu víða fleiri að svonefnd „heiðursmorð“ væru ásættanleg en samkynhneigð. Morð á ættingja, yfirleitt konu, fyrir að sverta heiður fjölskyldunnar hafa verið nefnd heiðursmorð. Mest umburðarlyndi fyrir samkynhneigð reyndist í Alsír þar sem rétt rúmur fjórðungur taldi hana ásættanlega. Það var þó prósentustigi færri en töldu heiðursmorð ásættanleg. Í Líbanon og í Palestínu töldu aðeins 5-6% svarenda að samkynhneigð væri ásættanleg.
Trúmál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Sjá meira