Fjölskylduhjálp þarf að loka yfir sumartímann vegna fjárskorts Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifa 24. júní 2019 22:36 Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Vísir Há húsaleiga er meðal ástæðu þess að Fjölskylduhjálp Íslands muni ekki geta veitt matarúthlutanir frá 1. júlí til 1. september. Formaður Fjölskylduhjálpar hefur verulegar áhyggjur og segir samtökin þó ætla að reyna að halda úti neyðaraðstoð fyrir þá allra verst settu. Fjölskylduhjálp Íslands hefur verið starfrækt í sextán ár og tilheyrir hún félagsþjónustunni á stórhöfuðborgarsvæðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem grípa þarf til þeirra aðgerða að loka yfir sumartímann vegna fjárskorts. Fjölskylduhjálp veitir hátt í níu hundruð matargjafir á mánuði og er aðstoðin meðal annars fjármögnuð með framlögum, söfnunum og flóamörkuðum sem starfræktir eru í Reykjavík og á Reykjanesi. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, segir lokunina nauðsynlega til að geta byggt samtökin fjárhagslega upp fyrir veturinn. „Þegar að við erum að fá kannski eina milljón á ári frá Reykjavíkurborg, eina milljón frá ríkinu, þetta er náttúrulega voðalega lítið en það er svo skrítið að þó svo að við erum búin að vera hluti af félagsþjónustunni í sextán ár að þá einhvern vegin erum við hundsaðar.“ Hún segir að þrengt hafi að starfseminni síðustu ár meðal annars vegna húsaleigu. Ekki sé hægt að fara í vanskil þar og því þessi ákvörðun tekin. „Það er náttúrulega svolítið mikið að borga á milli 11 og 12 hundruð þúsund á mánuði og þá eru það báðir staðirnir og við náttúrulega rekum sendibíl því að við vorum að borga hátt í tvær og hálfa milljón á ári í sendibílakostnað. Þannig að það var fyrir nokkrum árum sem við keyptum bíl og hann náttúrulega marg búinn að borga sig en það eru bara kostnaðir, ég meina virðisauki af öllum vörum sem við kaupum, matvörum, og við fáum hann ekki endurgreiddan.“ Samtökin ætli þó að vera með neyðaraðstoð. „Þá er ég að tala um þegar fólk er algjörlega bara úrkula vonar um að geta á einn eða neinn hátt bjargað sér,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar. Félagsmál Hjálparstarf Reykjanesbær Reykjavík Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Há húsaleiga er meðal ástæðu þess að Fjölskylduhjálp Íslands muni ekki geta veitt matarúthlutanir frá 1. júlí til 1. september. Formaður Fjölskylduhjálpar hefur verulegar áhyggjur og segir samtökin þó ætla að reyna að halda úti neyðaraðstoð fyrir þá allra verst settu. Fjölskylduhjálp Íslands hefur verið starfrækt í sextán ár og tilheyrir hún félagsþjónustunni á stórhöfuðborgarsvæðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem grípa þarf til þeirra aðgerða að loka yfir sumartímann vegna fjárskorts. Fjölskylduhjálp veitir hátt í níu hundruð matargjafir á mánuði og er aðstoðin meðal annars fjármögnuð með framlögum, söfnunum og flóamörkuðum sem starfræktir eru í Reykjavík og á Reykjanesi. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, segir lokunina nauðsynlega til að geta byggt samtökin fjárhagslega upp fyrir veturinn. „Þegar að við erum að fá kannski eina milljón á ári frá Reykjavíkurborg, eina milljón frá ríkinu, þetta er náttúrulega voðalega lítið en það er svo skrítið að þó svo að við erum búin að vera hluti af félagsþjónustunni í sextán ár að þá einhvern vegin erum við hundsaðar.“ Hún segir að þrengt hafi að starfseminni síðustu ár meðal annars vegna húsaleigu. Ekki sé hægt að fara í vanskil þar og því þessi ákvörðun tekin. „Það er náttúrulega svolítið mikið að borga á milli 11 og 12 hundruð þúsund á mánuði og þá eru það báðir staðirnir og við náttúrulega rekum sendibíl því að við vorum að borga hátt í tvær og hálfa milljón á ári í sendibílakostnað. Þannig að það var fyrir nokkrum árum sem við keyptum bíl og hann náttúrulega marg búinn að borga sig en það eru bara kostnaðir, ég meina virðisauki af öllum vörum sem við kaupum, matvörum, og við fáum hann ekki endurgreiddan.“ Samtökin ætli þó að vera með neyðaraðstoð. „Þá er ég að tala um þegar fólk er algjörlega bara úrkula vonar um að geta á einn eða neinn hátt bjargað sér,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar.
Félagsmál Hjálparstarf Reykjanesbær Reykjavík Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira